FCK vill ekki valda börnum vonbrigðum: „Nei takk“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. júlí 2023 11:31 Þessi fær ólíklega treyju ef hann mætir með skilti með bón um slíka. Getty Danmerkurmeistarar FC Kaupmannahafnar hafa sent frá sér tilkynningu þar sem óskað er eftir því að stuðningsmenn beri ekki skilti þar sem beðið er um treyjur leikmanna að leik loknum. Of mörg börn fari vonsvikin heim. FCK spilar sinn fyrsta heimaleik á miðvikudaginn kemur þegar Breiðablik heimsækir Parken í Kaupmannahöfn í síðari leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. FCK vann fyrri leikinn 2-0 í Kópavogi en sá síðari fer fram eftir helgi og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Í aðdraganda fyrsta heimaleiksins hefur FCK birt yfirlýsingu heimasíðu félagsins undir yfirskriftinni: „Nei takk við skiltum um treyjur“. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Íslendingarnir í liði FCK, Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson, byrjuðu á bekknum en komu báðir inn á í Kópavogi á þriðjudag.Vísir/Hulda Margrét Í yfirlýsingunni segir að farið sé að fordæmi félaga á við Ajax og Slaviu Prag sem hafi áður sent keimlík skilaboð til sinna stuðningsmanna. Hvatningin á bakvið skiltabannið sé aukning á slíkum skiltum og þar sem aðeins í mesta lagi 16 leikmenn spila hvern leik sé óhjákvæmilegt að margir fari vonsviknir heim á 40 þúsund manna vellinum. Leikmenn séu settir í erfiða stöðu með því að gefa einhverjum á kostnað annars með slíkt skilti og börn fari vonsvikin og treyjulaus heim af vellinum. Leikur FCK og Breiðabliks er klukkan 18:00 á miðvikudaginn 2. ágúst og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Evrópuleikir KA gegn Dundalk, sá fyrri í kvöld hér heima klukkan 18:00 og sá síðari eftir slétta viku ytra, klukkan 18:45 fimmtudaginn 3. ágúst, verða einnig sýndir beint á Stöð 2 Sport. Yfirlýsing FCK af heimasíðu félagsins „Nei takk við skiltum um treyjur Frá og með komandi keppnistímabili vill FC Kaupmannahöfn ekki fá skilti með beiðnum um treyju frá leikmönnum fyrir heimaleikina á Parken eða á útivelli, eins og hefur verið kynnt meðal annars hjá Ajax og Slavia Prag. Ákvörðunin stafar af því að hvorki er mögulegt fyrir leikmenn né félagið að verða við hinum fjölmörgu óskum og valda því mörgum börnum vonbrigðum sem mæta með von um að fá treyju. Skiltum hefur fjölgað mikið undanfarin misseri og því miður eru mörg börn sem hafa slæma reynslu af því að bera skilti. Jafnframt eru leikmenn settir í erfiða stöðu vegna þess að þeir geta ekki uppfyllt óskina og eru litnir neikvæðum augum vegna þess að þeir þurfa að segja nei við mörgum beiðnum. Við vonumst eftir skilningi og skiljum að sjálfsögðu að margir vilja treyju frá leikmanni og enn er leyfilegt fyrir leikmenn að velja að gefa aðdáendum treyju en það verður án skilta.” Danski boltinn Danmörk Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
FCK spilar sinn fyrsta heimaleik á miðvikudaginn kemur þegar Breiðablik heimsækir Parken í Kaupmannahöfn í síðari leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. FCK vann fyrri leikinn 2-0 í Kópavogi en sá síðari fer fram eftir helgi og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Í aðdraganda fyrsta heimaleiksins hefur FCK birt yfirlýsingu heimasíðu félagsins undir yfirskriftinni: „Nei takk við skiltum um treyjur“. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Íslendingarnir í liði FCK, Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson, byrjuðu á bekknum en komu báðir inn á í Kópavogi á þriðjudag.Vísir/Hulda Margrét Í yfirlýsingunni segir að farið sé að fordæmi félaga á við Ajax og Slaviu Prag sem hafi áður sent keimlík skilaboð til sinna stuðningsmanna. Hvatningin á bakvið skiltabannið sé aukning á slíkum skiltum og þar sem aðeins í mesta lagi 16 leikmenn spila hvern leik sé óhjákvæmilegt að margir fari vonsviknir heim á 40 þúsund manna vellinum. Leikmenn séu settir í erfiða stöðu með því að gefa einhverjum á kostnað annars með slíkt skilti og börn fari vonsvikin og treyjulaus heim af vellinum. Leikur FCK og Breiðabliks er klukkan 18:00 á miðvikudaginn 2. ágúst og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Evrópuleikir KA gegn Dundalk, sá fyrri í kvöld hér heima klukkan 18:00 og sá síðari eftir slétta viku ytra, klukkan 18:45 fimmtudaginn 3. ágúst, verða einnig sýndir beint á Stöð 2 Sport. Yfirlýsing FCK af heimasíðu félagsins „Nei takk við skiltum um treyjur Frá og með komandi keppnistímabili vill FC Kaupmannahöfn ekki fá skilti með beiðnum um treyju frá leikmönnum fyrir heimaleikina á Parken eða á útivelli, eins og hefur verið kynnt meðal annars hjá Ajax og Slavia Prag. Ákvörðunin stafar af því að hvorki er mögulegt fyrir leikmenn né félagið að verða við hinum fjölmörgu óskum og valda því mörgum börnum vonbrigðum sem mæta með von um að fá treyju. Skiltum hefur fjölgað mikið undanfarin misseri og því miður eru mörg börn sem hafa slæma reynslu af því að bera skilti. Jafnframt eru leikmenn settir í erfiða stöðu vegna þess að þeir geta ekki uppfyllt óskina og eru litnir neikvæðum augum vegna þess að þeir þurfa að segja nei við mörgum beiðnum. Við vonumst eftir skilningi og skiljum að sjálfsögðu að margir vilja treyju frá leikmanni og enn er leyfilegt fyrir leikmenn að velja að gefa aðdáendum treyju en það verður án skilta.”
Danski boltinn Danmörk Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira