Virðisbreyting hífði upp afkomu Íslandsbanka en tekjur undir væntingum
![Jón Guðni Ómarsson, forstjóri Íslandsbanka, sagði á fundinum að arðsemi eiginfjár hafi verið meiri en markmið bankans og kostnaðarhlutfallið hafi verið minna en markmiðið segir til um þegar horft væri fram hjá sektargreiðslu til Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.](https://www.visir.is/i/1100E7FC90B692A16DEB2AC77742F522DA7F59CB2385D10F3F6244B0D9A8B319_713x0.jpg)
Umtalsverð jákvæð virðisbreyting á lánasafni Íslandsbanka – sem hlutabréfagreinendur sáu ekki fyrir – gerði það að verkum að hagnaður bankans fyrir skatta á öðrum ársfjórðungi var níu prósentum hærri en meðalspá fimm greinenda. Virðisbreytingin gerði það að verkum að arðsemi eiginfjár var í takt við meðaltalsspá greiningardeilda eða 11,5 prósent. Hlutabréf Íslandsbanka hafa lækkað um 1,2 prósent það sem af er degi.