Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 1-7 | Meistararnir með stórsigur í Eyjum Einar Kárason skrifar 29. júlí 2023 19:45 vísir/hulda margrét Valskonur gerðu góða ferð til Eyja í dag og unnu yfirburðasigur á ÍBV. Flóðgáttirnar opnuðust í seinni hálfleik þar sem sex mörk voru skoruð. Vel viðraði í Vestmannaeyjum þegar ÍBV tók á móti Val á Hásteinsvelli. Fyrir leik sátu Eyjakonur í áttunda sæti deildarinnar en með sigri gátu Valskonur skellt sér á toppinn. Gestirnir byrjuðu leikinn af krafti en það voru heimakonur sem áttu fyrsta alvöru færi leiksins. Holly O'Neill keyrði þá upp völlinn í skyndisókn og fann Olgu Sevcova sem lét vaða að marki en boltinn fór naumlega framhjá stönginni fjær. Þetta reyndist áberandi besta, og nánast eina færi ÍBV í þessum fyrri hálfleik en áður en leikurinn varð tíu mínútna gamall kom fyrsta markið. Anna Björk Kristjánsdóttir skoraði með skoti af stuttu færi eftir horn, eftir að Guðný Geirsdóttir hafði varið vel sekúndu áður. Yfirburðir gestanna héldu áfram og virkuðu líklegar til að bæta við í hverri sókn en aldrei kom markið. Þegar komið var í uppbótartíma fyrri hálfleiks og örstutt í hálfleiksræður þjálfara beggja liða tvöfaldaði Valur forystu sína. Arna Sif Ásgrímsdóttir kom boltanum að marki eftir hornspyrnu og einhvernveginn fór hann milli alls og allra og rétt yfir marklínuna. Staðan var orðin núll-tvö og ljóst að Eyjaliðinu biði erfiður síðari hálfleikur. Áfram fulla ferð í seinni hálfleik Þær rauðklæddu voru ekkert á því að slaka á en strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks átti Lise Dissing góða tilraun að marki sem Guðný blakaði í horn. Upp úr horninu kom hinsvegar þriðja markið. Boltinn var skallaður út, beint á Þórdísi Elvu Ágústsdóttur sem lagði hann fyrir sig og skaut að markið. Boltinn hafnaði niðri í horninu þar sem Guðný kom engum vörnum við. Fimm mínútum síðar versnaði ástandið enn frekar þegar Bryndís Arna Níelsdóttir féll í teig ÍBV og vítaspyrna dæmd. Bryndís tók spyrnuna sjálf og skoraði af miklu öryggi með skoti upp í þaknetið á mitt markið. Þegar þarna var komið var flestum ljóst að kraftaverk þyrfti að eiga sér stað ef stigin áttu ekki að fara öll á Hlíðarenda. Kraftaverk gerast, en ekki í dag. Valskonur voru einfaldlega númeri of stórar fyrir Eyjakonur sem sáu aldrei til sólar. Kristín Erna Sigurlásdóttir kom inn sem varamaður í lið ÍBV og minnkaði hún muninn þegar stundarfjórðungur lifði eftir leiks og örlítil líflína var til staðar. Sú lína hvarf þó strax í næstu sókn þegar Bryndís Arna skoraði annað mark sitt af stuttu færi, áður en Ísabella Sara Tryggvadóttir skoraði sjötta mark gestanna mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Þær voru hinsvegar ekki hættar og kláruðu varamennirnir Fanndís Friðriksdóttir og Amanda Andradóttir leikinn með sjöunda marki Vals. Amanda sendi boltann innfyrir á Fanndísi sem lyfti boltanum afar snyrtilega yfir Guðnýju og kórónaði frábæran leik gestanna. Skömmu síðar var flautað til leiksloka og afar sannfærandi sigur í höfn hjá Valsliðinu sem með þessu tyllti sér á topp deildarinnar. Af hverju vann Valur? Valskonur mættu til leiks. Fyrir utan þetta eina færi sem ÍBV fékk í fyrri hálfleik voru þær með leikinn í höndum sér allan tímann. Þeir skoruðu fyrsta markið snemma og gáfu varla færi á sér. Valsliðið er gríðarlega vel mannað og sýndu þær yfirburði sína í 90 mínútur. Hverjar stóðu upp úr? Bryndís Arna og Þórdís Elva voru gríðarlega öflugar í dag. Komust báðar á blað. Bryndís var óheppin að skora ekki í fyrri hálfleik eftir frábæran sprett en kom boltanum tvívegis í netið í síðari hálfleik. Í raun væri hægt að punkta niður allt Valsliðið, en látum það ógert. Hvað gekk illa? ÍBV var í eltingaleik mest allan leikinn. Þegar þær fengu að taka þátt beittu þær löngum boltum oft og tíðum sem skiluðu litlu sem engu. Fyrstu þrjú mörk gestanna komu eftir hornspyrnur og verður það að teljast vandamál fyrir Eyjaliðið. Eyjakonur virkuðu andlausar á köflum og hrunið eftir eina mark þeirra er rannsóknarefni. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga næst leik gegn Þrótti. Toppliðið mætir Þrótturum þann þriðja ágúst en viku síðar mætir ÍBV í Laugardalnum. Matthías Guðmundsson: Við höfðum fulla stjórn á leiknum frá A til Ö Matthías og Pétur á hliðarlínunni Vísir/Pawel „Mjög flottur leikur hjá okkur," sagði Matthías Guðmundsson, aðstoðarþjálfari Vals, að leik loknum. ,,Það voru nýjir leikmenn að koma inn og þetta small bara svona vel. Við vorum mjög góðar í dag.“ „Þær fengu fínt færi í upphafi en við höfðum fulla stjórn á leiknum frá A til Ö. Með þriðja markinu var manni farið að gruna að mörkin gætu orðið fleiri.“ „Nú hefur hópurinn okkar stækkað töluvert og við erum komin með gæði í fullt af leikstöðum. Það er mikil samkeppni og þannig vill maður hafa þetta. Bæði sem þjálfari og sem leikmaður líka.“ „Þetta var flottur dagur en þetta snýst alltaf um okkur," sagði Matthías um toppsætið. „Úrslitin fóru svona í dag en við þurfum alltaf að hugsa um okkur sjálf.“ Todor Hristov: Nú er það verkefni okkar þjálfaranna að ná liðinu upp aftur Todor Hristov, þjálfari ÍBV.Vísir/Hulda Margrét Todor Hristov, þjálfari ÍBV, var óánægður með hvaðan mörkin komu í 1-7 tapinu gegn Val. ,,Á móti besta eða næstbesta liðinu á landinu, því dýrasta kannski, þá fáum við á okkur þrjú mörk eftir horn. Það er ekki hægt. Það er allt annar leikur eftir það, en mörkin koma svona." „Við fengum besta færi fyrri hálfleiksins. En það breytir ekki mörkunum þeirra. Þrjú núll eftir þrjú horn. Þetta er ekkert vandamál en ég þarf að skoða þetta aftur. Tvö af þessum mörkum eru eftir endurköst. Ég vil ekki dæma þetta strax.“ „Nei, ég get ekki sagt það,“ sagði Todor spurður út í hvort sínar stelpur sýndu Valsstúlkum of mikla virðingu. „Við sýndum of mikla virðingu í hornum. Ég sem þjálfari upplifi þetta þannig að ef þú ert að mæta svona góðu liði sem er vant að spila boltanum og færa boltann og eru góðar í því. Föst leikatriði eru allt annað dæmi. Þetta er ógeðslega pirrandi og erfitt að kyngja. Ef þú tapar leik þar sem hitt liðið gerir eitthvað ógeðslega flott og vel þá er ekki jafn vont að tapa. Ef maður er yfirspilaður en ég upplifi þetta allt öðruvísi eftir horn.“ „Nú er það verkefni okkar þjálfaranna að ná liðinu upp aftur. Við vorum á góðri leið eftir tvo útisigra. Núna er smá brekka en eins og ég sagði þá er þetta okkar verkefni,“ sagði Todor að lokum. Besta deild kvenna ÍBV Valur
Valskonur gerðu góða ferð til Eyja í dag og unnu yfirburðasigur á ÍBV. Flóðgáttirnar opnuðust í seinni hálfleik þar sem sex mörk voru skoruð. Vel viðraði í Vestmannaeyjum þegar ÍBV tók á móti Val á Hásteinsvelli. Fyrir leik sátu Eyjakonur í áttunda sæti deildarinnar en með sigri gátu Valskonur skellt sér á toppinn. Gestirnir byrjuðu leikinn af krafti en það voru heimakonur sem áttu fyrsta alvöru færi leiksins. Holly O'Neill keyrði þá upp völlinn í skyndisókn og fann Olgu Sevcova sem lét vaða að marki en boltinn fór naumlega framhjá stönginni fjær. Þetta reyndist áberandi besta, og nánast eina færi ÍBV í þessum fyrri hálfleik en áður en leikurinn varð tíu mínútna gamall kom fyrsta markið. Anna Björk Kristjánsdóttir skoraði með skoti af stuttu færi eftir horn, eftir að Guðný Geirsdóttir hafði varið vel sekúndu áður. Yfirburðir gestanna héldu áfram og virkuðu líklegar til að bæta við í hverri sókn en aldrei kom markið. Þegar komið var í uppbótartíma fyrri hálfleiks og örstutt í hálfleiksræður þjálfara beggja liða tvöfaldaði Valur forystu sína. Arna Sif Ásgrímsdóttir kom boltanum að marki eftir hornspyrnu og einhvernveginn fór hann milli alls og allra og rétt yfir marklínuna. Staðan var orðin núll-tvö og ljóst að Eyjaliðinu biði erfiður síðari hálfleikur. Áfram fulla ferð í seinni hálfleik Þær rauðklæddu voru ekkert á því að slaka á en strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks átti Lise Dissing góða tilraun að marki sem Guðný blakaði í horn. Upp úr horninu kom hinsvegar þriðja markið. Boltinn var skallaður út, beint á Þórdísi Elvu Ágústsdóttur sem lagði hann fyrir sig og skaut að markið. Boltinn hafnaði niðri í horninu þar sem Guðný kom engum vörnum við. Fimm mínútum síðar versnaði ástandið enn frekar þegar Bryndís Arna Níelsdóttir féll í teig ÍBV og vítaspyrna dæmd. Bryndís tók spyrnuna sjálf og skoraði af miklu öryggi með skoti upp í þaknetið á mitt markið. Þegar þarna var komið var flestum ljóst að kraftaverk þyrfti að eiga sér stað ef stigin áttu ekki að fara öll á Hlíðarenda. Kraftaverk gerast, en ekki í dag. Valskonur voru einfaldlega númeri of stórar fyrir Eyjakonur sem sáu aldrei til sólar. Kristín Erna Sigurlásdóttir kom inn sem varamaður í lið ÍBV og minnkaði hún muninn þegar stundarfjórðungur lifði eftir leiks og örlítil líflína var til staðar. Sú lína hvarf þó strax í næstu sókn þegar Bryndís Arna skoraði annað mark sitt af stuttu færi, áður en Ísabella Sara Tryggvadóttir skoraði sjötta mark gestanna mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Þær voru hinsvegar ekki hættar og kláruðu varamennirnir Fanndís Friðriksdóttir og Amanda Andradóttir leikinn með sjöunda marki Vals. Amanda sendi boltann innfyrir á Fanndísi sem lyfti boltanum afar snyrtilega yfir Guðnýju og kórónaði frábæran leik gestanna. Skömmu síðar var flautað til leiksloka og afar sannfærandi sigur í höfn hjá Valsliðinu sem með þessu tyllti sér á topp deildarinnar. Af hverju vann Valur? Valskonur mættu til leiks. Fyrir utan þetta eina færi sem ÍBV fékk í fyrri hálfleik voru þær með leikinn í höndum sér allan tímann. Þeir skoruðu fyrsta markið snemma og gáfu varla færi á sér. Valsliðið er gríðarlega vel mannað og sýndu þær yfirburði sína í 90 mínútur. Hverjar stóðu upp úr? Bryndís Arna og Þórdís Elva voru gríðarlega öflugar í dag. Komust báðar á blað. Bryndís var óheppin að skora ekki í fyrri hálfleik eftir frábæran sprett en kom boltanum tvívegis í netið í síðari hálfleik. Í raun væri hægt að punkta niður allt Valsliðið, en látum það ógert. Hvað gekk illa? ÍBV var í eltingaleik mest allan leikinn. Þegar þær fengu að taka þátt beittu þær löngum boltum oft og tíðum sem skiluðu litlu sem engu. Fyrstu þrjú mörk gestanna komu eftir hornspyrnur og verður það að teljast vandamál fyrir Eyjaliðið. Eyjakonur virkuðu andlausar á köflum og hrunið eftir eina mark þeirra er rannsóknarefni. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga næst leik gegn Þrótti. Toppliðið mætir Þrótturum þann þriðja ágúst en viku síðar mætir ÍBV í Laugardalnum. Matthías Guðmundsson: Við höfðum fulla stjórn á leiknum frá A til Ö Matthías og Pétur á hliðarlínunni Vísir/Pawel „Mjög flottur leikur hjá okkur," sagði Matthías Guðmundsson, aðstoðarþjálfari Vals, að leik loknum. ,,Það voru nýjir leikmenn að koma inn og þetta small bara svona vel. Við vorum mjög góðar í dag.“ „Þær fengu fínt færi í upphafi en við höfðum fulla stjórn á leiknum frá A til Ö. Með þriðja markinu var manni farið að gruna að mörkin gætu orðið fleiri.“ „Nú hefur hópurinn okkar stækkað töluvert og við erum komin með gæði í fullt af leikstöðum. Það er mikil samkeppni og þannig vill maður hafa þetta. Bæði sem þjálfari og sem leikmaður líka.“ „Þetta var flottur dagur en þetta snýst alltaf um okkur," sagði Matthías um toppsætið. „Úrslitin fóru svona í dag en við þurfum alltaf að hugsa um okkur sjálf.“ Todor Hristov: Nú er það verkefni okkar þjálfaranna að ná liðinu upp aftur Todor Hristov, þjálfari ÍBV.Vísir/Hulda Margrét Todor Hristov, þjálfari ÍBV, var óánægður með hvaðan mörkin komu í 1-7 tapinu gegn Val. ,,Á móti besta eða næstbesta liðinu á landinu, því dýrasta kannski, þá fáum við á okkur þrjú mörk eftir horn. Það er ekki hægt. Það er allt annar leikur eftir það, en mörkin koma svona." „Við fengum besta færi fyrri hálfleiksins. En það breytir ekki mörkunum þeirra. Þrjú núll eftir þrjú horn. Þetta er ekkert vandamál en ég þarf að skoða þetta aftur. Tvö af þessum mörkum eru eftir endurköst. Ég vil ekki dæma þetta strax.“ „Nei, ég get ekki sagt það,“ sagði Todor spurður út í hvort sínar stelpur sýndu Valsstúlkum of mikla virðingu. „Við sýndum of mikla virðingu í hornum. Ég sem þjálfari upplifi þetta þannig að ef þú ert að mæta svona góðu liði sem er vant að spila boltanum og færa boltann og eru góðar í því. Föst leikatriði eru allt annað dæmi. Þetta er ógeðslega pirrandi og erfitt að kyngja. Ef þú tapar leik þar sem hitt liðið gerir eitthvað ógeðslega flott og vel þá er ekki jafn vont að tapa. Ef maður er yfirspilaður en ég upplifi þetta allt öðruvísi eftir horn.“ „Nú er það verkefni okkar þjálfaranna að ná liðinu upp aftur. Við vorum á góðri leið eftir tvo útisigra. Núna er smá brekka en eins og ég sagði þá er þetta okkar verkefni,“ sagði Todor að lokum.