Aukin borun eftir eldsneyti samrýmist loftslagsmarkmiðum Eiður Þór Árnason skrifar 31. júlí 2023 13:21 Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta, tilkynnti fyrirætlanirnar í heimsókn sinni á gasvinnslustöð Shell í bænum Peterhead í Skotlandi. AP/PA/Euan Duff Bresk stjórnvöld hafa samþykkt að veita um hundrað ný leyfi fyrir borun eftir olíu og gasi á Norðursjó. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af umhverfisverndarsamtökum sem segja hana atlögu að þeim loftslagsskuldbindingum sem Bretar hafi gengist undir. Fyrirætlanirnar hafa sömuleiðis verið gagnrýndar af Chris Skidmore, stjórnarþingmanni Íhaldsflokksins og fyrrverandi orkumálaráðherra, sem var fenginn til rýna áætlun stjórnvalda um að ná kolefnishlutleysi árið 2050. Hann segir þessar fyrirætlanir ríkisstjórnar Íhaldsflokksins ganga gegn vilja „nútímakjósenda.“ Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, fullyrti í dag að ákvörðunin myndi hjálpa Bretum að ná markmiðum sínum um kolefnishlutleysi. Hann hefur talað fyrir áframhaldandi leit að nýjum olíu- og gasauðlindum. Verkamannaflokkurinn, sem situr í minnihluta í þinginu, kallar eftir því að ekki verði ráðist í ný verkefni á Norðursjó. Þetta kemur fram í frétt The Guardian. Umfangsmikil olíu- og gasvinnsla er á Norðursjó nærri Skotlandi. EPA/Robert Perry Sunak segir borunina passa vel við loftslagsmarkmið Samhliða tilkynningunni boðaði Sukan tvö ný verkefni sem ætlað er að fanga og farga koltvísýringi. Umhverfisverndarsinnar og margir vísindamenn hafa varað við því að ný verkefni sem auki framboð á jarðefnaeldsneyti séu ósamrýmanleg markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og ná kolefnishlutleysi. Þrátt fyrir þetta fullyrðir Sunak að nýju borunarverkefnin séu mikilvæg til að ná að markmiðum Breta. „Þegar við náum kolefnishlutleysi árið 2050 mun fjórðungur orkuþarfar okkar enn koma frá olíu og gasi, og kolefnisspor innlendrar gasframleiðslu er um fjórðungur eða þriðjungur af innfluttu gasi,“ sagði forsætisráðherrann í samtali við Skotlandsútibú breska ríkisútvarpsins. „Svo það er ekki einungis betra fyrir orkuöryggi okkar, að reiða okkur ekki á erlenda einræðisherra til að fá þá orku, það er ekki bara gott fyrir störf, sérstaklega skosk störf, heldur er það í raun betra fyrir umhverfið vegna þess að það er engin ástæða til þess að flytja inn hluti þvert yfir hnöttinn, sem eru með tvisvar til þrisvar sinnum stærra kolefnisspor en það sem við höfum heima fyrir.“ Líkt og að hella olíu á eld The Guardian hefur eftir Lyndsay Walsh, lofslagsráðgjafa Oxfam-samtakanna, að aukin vinnsla jarðefnaeldsneytis í Norðursjó komi til með að rústa loftslagsskuldbindingum Breta á sama tíma og stjórnvöld ættu að fjárfesta í endurnýjanlegum orkugjöfum og að minnka losun bresks hagkerfis. Þá segir Mike Childs hjá umhverfisverndarsamtökunum Friends of the Earth að Bretar séu með þessu að hella olíu á eld loftslagsbreytinga. Aðgerðirnar geri ekkert til þess að tryggja orkuöryggi þar sem jarðefnaeldsneytið verði selt á alþjóðamörkuðum en ekki frátekið fyrir notkun í Bretlandi. Fyrrnefndur Skidmore sem var áður ráðherra vísindamála fyrir Íhaldsflokkinn segir það vera ranga ákvörðun að veita fleiri leyfi til borunar eftir olíu og gasi og á mjög röngum tíma, einkum nú þegar jarðarbúar upplifi hitabylgjur sem hafi víða slegið met. Bretland Loftslagsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Hitinn í methæðum í mánuð Hitinn í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum hefur farið yfir 43 gráður á selsíus þrjátíu og einn dag í röð. Ekkert lát virðist á sumarhitunum í Bandaríkjunum en júlímánuður verður sennilega heitasti mánuður sem mælingar hafa nokkru sinni sýnt. 31. júlí 2023 11:27 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Fyrirætlanirnar hafa sömuleiðis verið gagnrýndar af Chris Skidmore, stjórnarþingmanni Íhaldsflokksins og fyrrverandi orkumálaráðherra, sem var fenginn til rýna áætlun stjórnvalda um að ná kolefnishlutleysi árið 2050. Hann segir þessar fyrirætlanir ríkisstjórnar Íhaldsflokksins ganga gegn vilja „nútímakjósenda.“ Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, fullyrti í dag að ákvörðunin myndi hjálpa Bretum að ná markmiðum sínum um kolefnishlutleysi. Hann hefur talað fyrir áframhaldandi leit að nýjum olíu- og gasauðlindum. Verkamannaflokkurinn, sem situr í minnihluta í þinginu, kallar eftir því að ekki verði ráðist í ný verkefni á Norðursjó. Þetta kemur fram í frétt The Guardian. Umfangsmikil olíu- og gasvinnsla er á Norðursjó nærri Skotlandi. EPA/Robert Perry Sunak segir borunina passa vel við loftslagsmarkmið Samhliða tilkynningunni boðaði Sukan tvö ný verkefni sem ætlað er að fanga og farga koltvísýringi. Umhverfisverndarsinnar og margir vísindamenn hafa varað við því að ný verkefni sem auki framboð á jarðefnaeldsneyti séu ósamrýmanleg markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og ná kolefnishlutleysi. Þrátt fyrir þetta fullyrðir Sunak að nýju borunarverkefnin séu mikilvæg til að ná að markmiðum Breta. „Þegar við náum kolefnishlutleysi árið 2050 mun fjórðungur orkuþarfar okkar enn koma frá olíu og gasi, og kolefnisspor innlendrar gasframleiðslu er um fjórðungur eða þriðjungur af innfluttu gasi,“ sagði forsætisráðherrann í samtali við Skotlandsútibú breska ríkisútvarpsins. „Svo það er ekki einungis betra fyrir orkuöryggi okkar, að reiða okkur ekki á erlenda einræðisherra til að fá þá orku, það er ekki bara gott fyrir störf, sérstaklega skosk störf, heldur er það í raun betra fyrir umhverfið vegna þess að það er engin ástæða til þess að flytja inn hluti þvert yfir hnöttinn, sem eru með tvisvar til þrisvar sinnum stærra kolefnisspor en það sem við höfum heima fyrir.“ Líkt og að hella olíu á eld The Guardian hefur eftir Lyndsay Walsh, lofslagsráðgjafa Oxfam-samtakanna, að aukin vinnsla jarðefnaeldsneytis í Norðursjó komi til með að rústa loftslagsskuldbindingum Breta á sama tíma og stjórnvöld ættu að fjárfesta í endurnýjanlegum orkugjöfum og að minnka losun bresks hagkerfis. Þá segir Mike Childs hjá umhverfisverndarsamtökunum Friends of the Earth að Bretar séu með þessu að hella olíu á eld loftslagsbreytinga. Aðgerðirnar geri ekkert til þess að tryggja orkuöryggi þar sem jarðefnaeldsneytið verði selt á alþjóðamörkuðum en ekki frátekið fyrir notkun í Bretlandi. Fyrrnefndur Skidmore sem var áður ráðherra vísindamála fyrir Íhaldsflokkinn segir það vera ranga ákvörðun að veita fleiri leyfi til borunar eftir olíu og gasi og á mjög röngum tíma, einkum nú þegar jarðarbúar upplifi hitabylgjur sem hafi víða slegið met.
Bretland Loftslagsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Hitinn í methæðum í mánuð Hitinn í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum hefur farið yfir 43 gráður á selsíus þrjátíu og einn dag í röð. Ekkert lát virðist á sumarhitunum í Bandaríkjunum en júlímánuður verður sennilega heitasti mánuður sem mælingar hafa nokkru sinni sýnt. 31. júlí 2023 11:27 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Hitinn í methæðum í mánuð Hitinn í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum hefur farið yfir 43 gráður á selsíus þrjátíu og einn dag í röð. Ekkert lát virðist á sumarhitunum í Bandaríkjunum en júlímánuður verður sennilega heitasti mánuður sem mælingar hafa nokkru sinni sýnt. 31. júlí 2023 11:27