Aukin borun eftir eldsneyti samrýmist loftslagsmarkmiðum Eiður Þór Árnason skrifar 31. júlí 2023 13:21 Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta, tilkynnti fyrirætlanirnar í heimsókn sinni á gasvinnslustöð Shell í bænum Peterhead í Skotlandi. AP/PA/Euan Duff Bresk stjórnvöld hafa samþykkt að veita um hundrað ný leyfi fyrir borun eftir olíu og gasi á Norðursjó. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af umhverfisverndarsamtökum sem segja hana atlögu að þeim loftslagsskuldbindingum sem Bretar hafi gengist undir. Fyrirætlanirnar hafa sömuleiðis verið gagnrýndar af Chris Skidmore, stjórnarþingmanni Íhaldsflokksins og fyrrverandi orkumálaráðherra, sem var fenginn til rýna áætlun stjórnvalda um að ná kolefnishlutleysi árið 2050. Hann segir þessar fyrirætlanir ríkisstjórnar Íhaldsflokksins ganga gegn vilja „nútímakjósenda.“ Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, fullyrti í dag að ákvörðunin myndi hjálpa Bretum að ná markmiðum sínum um kolefnishlutleysi. Hann hefur talað fyrir áframhaldandi leit að nýjum olíu- og gasauðlindum. Verkamannaflokkurinn, sem situr í minnihluta í þinginu, kallar eftir því að ekki verði ráðist í ný verkefni á Norðursjó. Þetta kemur fram í frétt The Guardian. Umfangsmikil olíu- og gasvinnsla er á Norðursjó nærri Skotlandi. EPA/Robert Perry Sunak segir borunina passa vel við loftslagsmarkmið Samhliða tilkynningunni boðaði Sukan tvö ný verkefni sem ætlað er að fanga og farga koltvísýringi. Umhverfisverndarsinnar og margir vísindamenn hafa varað við því að ný verkefni sem auki framboð á jarðefnaeldsneyti séu ósamrýmanleg markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og ná kolefnishlutleysi. Þrátt fyrir þetta fullyrðir Sunak að nýju borunarverkefnin séu mikilvæg til að ná að markmiðum Breta. „Þegar við náum kolefnishlutleysi árið 2050 mun fjórðungur orkuþarfar okkar enn koma frá olíu og gasi, og kolefnisspor innlendrar gasframleiðslu er um fjórðungur eða þriðjungur af innfluttu gasi,“ sagði forsætisráðherrann í samtali við Skotlandsútibú breska ríkisútvarpsins. „Svo það er ekki einungis betra fyrir orkuöryggi okkar, að reiða okkur ekki á erlenda einræðisherra til að fá þá orku, það er ekki bara gott fyrir störf, sérstaklega skosk störf, heldur er það í raun betra fyrir umhverfið vegna þess að það er engin ástæða til þess að flytja inn hluti þvert yfir hnöttinn, sem eru með tvisvar til þrisvar sinnum stærra kolefnisspor en það sem við höfum heima fyrir.“ Líkt og að hella olíu á eld The Guardian hefur eftir Lyndsay Walsh, lofslagsráðgjafa Oxfam-samtakanna, að aukin vinnsla jarðefnaeldsneytis í Norðursjó komi til með að rústa loftslagsskuldbindingum Breta á sama tíma og stjórnvöld ættu að fjárfesta í endurnýjanlegum orkugjöfum og að minnka losun bresks hagkerfis. Þá segir Mike Childs hjá umhverfisverndarsamtökunum Friends of the Earth að Bretar séu með þessu að hella olíu á eld loftslagsbreytinga. Aðgerðirnar geri ekkert til þess að tryggja orkuöryggi þar sem jarðefnaeldsneytið verði selt á alþjóðamörkuðum en ekki frátekið fyrir notkun í Bretlandi. Fyrrnefndur Skidmore sem var áður ráðherra vísindamála fyrir Íhaldsflokkinn segir það vera ranga ákvörðun að veita fleiri leyfi til borunar eftir olíu og gasi og á mjög röngum tíma, einkum nú þegar jarðarbúar upplifi hitabylgjur sem hafi víða slegið met. Bretland Loftslagsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Hitinn í methæðum í mánuð Hitinn í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum hefur farið yfir 43 gráður á selsíus þrjátíu og einn dag í röð. Ekkert lát virðist á sumarhitunum í Bandaríkjunum en júlímánuður verður sennilega heitasti mánuður sem mælingar hafa nokkru sinni sýnt. 31. júlí 2023 11:27 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Sjá meira
Fyrirætlanirnar hafa sömuleiðis verið gagnrýndar af Chris Skidmore, stjórnarþingmanni Íhaldsflokksins og fyrrverandi orkumálaráðherra, sem var fenginn til rýna áætlun stjórnvalda um að ná kolefnishlutleysi árið 2050. Hann segir þessar fyrirætlanir ríkisstjórnar Íhaldsflokksins ganga gegn vilja „nútímakjósenda.“ Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, fullyrti í dag að ákvörðunin myndi hjálpa Bretum að ná markmiðum sínum um kolefnishlutleysi. Hann hefur talað fyrir áframhaldandi leit að nýjum olíu- og gasauðlindum. Verkamannaflokkurinn, sem situr í minnihluta í þinginu, kallar eftir því að ekki verði ráðist í ný verkefni á Norðursjó. Þetta kemur fram í frétt The Guardian. Umfangsmikil olíu- og gasvinnsla er á Norðursjó nærri Skotlandi. EPA/Robert Perry Sunak segir borunina passa vel við loftslagsmarkmið Samhliða tilkynningunni boðaði Sukan tvö ný verkefni sem ætlað er að fanga og farga koltvísýringi. Umhverfisverndarsinnar og margir vísindamenn hafa varað við því að ný verkefni sem auki framboð á jarðefnaeldsneyti séu ósamrýmanleg markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og ná kolefnishlutleysi. Þrátt fyrir þetta fullyrðir Sunak að nýju borunarverkefnin séu mikilvæg til að ná að markmiðum Breta. „Þegar við náum kolefnishlutleysi árið 2050 mun fjórðungur orkuþarfar okkar enn koma frá olíu og gasi, og kolefnisspor innlendrar gasframleiðslu er um fjórðungur eða þriðjungur af innfluttu gasi,“ sagði forsætisráðherrann í samtali við Skotlandsútibú breska ríkisútvarpsins. „Svo það er ekki einungis betra fyrir orkuöryggi okkar, að reiða okkur ekki á erlenda einræðisherra til að fá þá orku, það er ekki bara gott fyrir störf, sérstaklega skosk störf, heldur er það í raun betra fyrir umhverfið vegna þess að það er engin ástæða til þess að flytja inn hluti þvert yfir hnöttinn, sem eru með tvisvar til þrisvar sinnum stærra kolefnisspor en það sem við höfum heima fyrir.“ Líkt og að hella olíu á eld The Guardian hefur eftir Lyndsay Walsh, lofslagsráðgjafa Oxfam-samtakanna, að aukin vinnsla jarðefnaeldsneytis í Norðursjó komi til með að rústa loftslagsskuldbindingum Breta á sama tíma og stjórnvöld ættu að fjárfesta í endurnýjanlegum orkugjöfum og að minnka losun bresks hagkerfis. Þá segir Mike Childs hjá umhverfisverndarsamtökunum Friends of the Earth að Bretar séu með þessu að hella olíu á eld loftslagsbreytinga. Aðgerðirnar geri ekkert til þess að tryggja orkuöryggi þar sem jarðefnaeldsneytið verði selt á alþjóðamörkuðum en ekki frátekið fyrir notkun í Bretlandi. Fyrrnefndur Skidmore sem var áður ráðherra vísindamála fyrir Íhaldsflokkinn segir það vera ranga ákvörðun að veita fleiri leyfi til borunar eftir olíu og gasi og á mjög röngum tíma, einkum nú þegar jarðarbúar upplifi hitabylgjur sem hafi víða slegið met.
Bretland Loftslagsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Hitinn í methæðum í mánuð Hitinn í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum hefur farið yfir 43 gráður á selsíus þrjátíu og einn dag í röð. Ekkert lát virðist á sumarhitunum í Bandaríkjunum en júlímánuður verður sennilega heitasti mánuður sem mælingar hafa nokkru sinni sýnt. 31. júlí 2023 11:27 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Sjá meira
Hitinn í methæðum í mánuð Hitinn í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum hefur farið yfir 43 gráður á selsíus þrjátíu og einn dag í röð. Ekkert lát virðist á sumarhitunum í Bandaríkjunum en júlímánuður verður sennilega heitasti mánuður sem mælingar hafa nokkru sinni sýnt. 31. júlí 2023 11:27