Aukin borun eftir eldsneyti samrýmist loftslagsmarkmiðum Eiður Þór Árnason skrifar 31. júlí 2023 13:21 Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta, tilkynnti fyrirætlanirnar í heimsókn sinni á gasvinnslustöð Shell í bænum Peterhead í Skotlandi. AP/PA/Euan Duff Bresk stjórnvöld hafa samþykkt að veita um hundrað ný leyfi fyrir borun eftir olíu og gasi á Norðursjó. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af umhverfisverndarsamtökum sem segja hana atlögu að þeim loftslagsskuldbindingum sem Bretar hafi gengist undir. Fyrirætlanirnar hafa sömuleiðis verið gagnrýndar af Chris Skidmore, stjórnarþingmanni Íhaldsflokksins og fyrrverandi orkumálaráðherra, sem var fenginn til rýna áætlun stjórnvalda um að ná kolefnishlutleysi árið 2050. Hann segir þessar fyrirætlanir ríkisstjórnar Íhaldsflokksins ganga gegn vilja „nútímakjósenda.“ Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, fullyrti í dag að ákvörðunin myndi hjálpa Bretum að ná markmiðum sínum um kolefnishlutleysi. Hann hefur talað fyrir áframhaldandi leit að nýjum olíu- og gasauðlindum. Verkamannaflokkurinn, sem situr í minnihluta í þinginu, kallar eftir því að ekki verði ráðist í ný verkefni á Norðursjó. Þetta kemur fram í frétt The Guardian. Umfangsmikil olíu- og gasvinnsla er á Norðursjó nærri Skotlandi. EPA/Robert Perry Sunak segir borunina passa vel við loftslagsmarkmið Samhliða tilkynningunni boðaði Sukan tvö ný verkefni sem ætlað er að fanga og farga koltvísýringi. Umhverfisverndarsinnar og margir vísindamenn hafa varað við því að ný verkefni sem auki framboð á jarðefnaeldsneyti séu ósamrýmanleg markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og ná kolefnishlutleysi. Þrátt fyrir þetta fullyrðir Sunak að nýju borunarverkefnin séu mikilvæg til að ná að markmiðum Breta. „Þegar við náum kolefnishlutleysi árið 2050 mun fjórðungur orkuþarfar okkar enn koma frá olíu og gasi, og kolefnisspor innlendrar gasframleiðslu er um fjórðungur eða þriðjungur af innfluttu gasi,“ sagði forsætisráðherrann í samtali við Skotlandsútibú breska ríkisútvarpsins. „Svo það er ekki einungis betra fyrir orkuöryggi okkar, að reiða okkur ekki á erlenda einræðisherra til að fá þá orku, það er ekki bara gott fyrir störf, sérstaklega skosk störf, heldur er það í raun betra fyrir umhverfið vegna þess að það er engin ástæða til þess að flytja inn hluti þvert yfir hnöttinn, sem eru með tvisvar til þrisvar sinnum stærra kolefnisspor en það sem við höfum heima fyrir.“ Líkt og að hella olíu á eld The Guardian hefur eftir Lyndsay Walsh, lofslagsráðgjafa Oxfam-samtakanna, að aukin vinnsla jarðefnaeldsneytis í Norðursjó komi til með að rústa loftslagsskuldbindingum Breta á sama tíma og stjórnvöld ættu að fjárfesta í endurnýjanlegum orkugjöfum og að minnka losun bresks hagkerfis. Þá segir Mike Childs hjá umhverfisverndarsamtökunum Friends of the Earth að Bretar séu með þessu að hella olíu á eld loftslagsbreytinga. Aðgerðirnar geri ekkert til þess að tryggja orkuöryggi þar sem jarðefnaeldsneytið verði selt á alþjóðamörkuðum en ekki frátekið fyrir notkun í Bretlandi. Fyrrnefndur Skidmore sem var áður ráðherra vísindamála fyrir Íhaldsflokkinn segir það vera ranga ákvörðun að veita fleiri leyfi til borunar eftir olíu og gasi og á mjög röngum tíma, einkum nú þegar jarðarbúar upplifi hitabylgjur sem hafi víða slegið met. Bretland Loftslagsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Hitinn í methæðum í mánuð Hitinn í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum hefur farið yfir 43 gráður á selsíus þrjátíu og einn dag í röð. Ekkert lát virðist á sumarhitunum í Bandaríkjunum en júlímánuður verður sennilega heitasti mánuður sem mælingar hafa nokkru sinni sýnt. 31. júlí 2023 11:27 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Fyrirætlanirnar hafa sömuleiðis verið gagnrýndar af Chris Skidmore, stjórnarþingmanni Íhaldsflokksins og fyrrverandi orkumálaráðherra, sem var fenginn til rýna áætlun stjórnvalda um að ná kolefnishlutleysi árið 2050. Hann segir þessar fyrirætlanir ríkisstjórnar Íhaldsflokksins ganga gegn vilja „nútímakjósenda.“ Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, fullyrti í dag að ákvörðunin myndi hjálpa Bretum að ná markmiðum sínum um kolefnishlutleysi. Hann hefur talað fyrir áframhaldandi leit að nýjum olíu- og gasauðlindum. Verkamannaflokkurinn, sem situr í minnihluta í þinginu, kallar eftir því að ekki verði ráðist í ný verkefni á Norðursjó. Þetta kemur fram í frétt The Guardian. Umfangsmikil olíu- og gasvinnsla er á Norðursjó nærri Skotlandi. EPA/Robert Perry Sunak segir borunina passa vel við loftslagsmarkmið Samhliða tilkynningunni boðaði Sukan tvö ný verkefni sem ætlað er að fanga og farga koltvísýringi. Umhverfisverndarsinnar og margir vísindamenn hafa varað við því að ný verkefni sem auki framboð á jarðefnaeldsneyti séu ósamrýmanleg markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og ná kolefnishlutleysi. Þrátt fyrir þetta fullyrðir Sunak að nýju borunarverkefnin séu mikilvæg til að ná að markmiðum Breta. „Þegar við náum kolefnishlutleysi árið 2050 mun fjórðungur orkuþarfar okkar enn koma frá olíu og gasi, og kolefnisspor innlendrar gasframleiðslu er um fjórðungur eða þriðjungur af innfluttu gasi,“ sagði forsætisráðherrann í samtali við Skotlandsútibú breska ríkisútvarpsins. „Svo það er ekki einungis betra fyrir orkuöryggi okkar, að reiða okkur ekki á erlenda einræðisherra til að fá þá orku, það er ekki bara gott fyrir störf, sérstaklega skosk störf, heldur er það í raun betra fyrir umhverfið vegna þess að það er engin ástæða til þess að flytja inn hluti þvert yfir hnöttinn, sem eru með tvisvar til þrisvar sinnum stærra kolefnisspor en það sem við höfum heima fyrir.“ Líkt og að hella olíu á eld The Guardian hefur eftir Lyndsay Walsh, lofslagsráðgjafa Oxfam-samtakanna, að aukin vinnsla jarðefnaeldsneytis í Norðursjó komi til með að rústa loftslagsskuldbindingum Breta á sama tíma og stjórnvöld ættu að fjárfesta í endurnýjanlegum orkugjöfum og að minnka losun bresks hagkerfis. Þá segir Mike Childs hjá umhverfisverndarsamtökunum Friends of the Earth að Bretar séu með þessu að hella olíu á eld loftslagsbreytinga. Aðgerðirnar geri ekkert til þess að tryggja orkuöryggi þar sem jarðefnaeldsneytið verði selt á alþjóðamörkuðum en ekki frátekið fyrir notkun í Bretlandi. Fyrrnefndur Skidmore sem var áður ráðherra vísindamála fyrir Íhaldsflokkinn segir það vera ranga ákvörðun að veita fleiri leyfi til borunar eftir olíu og gasi og á mjög röngum tíma, einkum nú þegar jarðarbúar upplifi hitabylgjur sem hafi víða slegið met.
Bretland Loftslagsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Hitinn í methæðum í mánuð Hitinn í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum hefur farið yfir 43 gráður á selsíus þrjátíu og einn dag í röð. Ekkert lát virðist á sumarhitunum í Bandaríkjunum en júlímánuður verður sennilega heitasti mánuður sem mælingar hafa nokkru sinni sýnt. 31. júlí 2023 11:27 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Hitinn í methæðum í mánuð Hitinn í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum hefur farið yfir 43 gráður á selsíus þrjátíu og einn dag í röð. Ekkert lát virðist á sumarhitunum í Bandaríkjunum en júlímánuður verður sennilega heitasti mánuður sem mælingar hafa nokkru sinni sýnt. 31. júlí 2023 11:27