Ákærður fyrir að nauðga dóttur sinni ítrekað Árni Sæberg skrifar 4. ágúst 2023 14:26 Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness þann 31. ágúst næstkomandi. Vísir/Vilhelm Karlmaður á suðvesturhorni landsins hefur verið ákærður fyrir nauðgun, sifjaspell og stórfellt brot í nánu sambandi gegn dóttur sinni. Honum er gefið að sök að hafa nauðgað stúlkunni, sem þá var fimmtán ára, ítrekað yfir hálfs árs tímabil. Í ákæru á hendur manninum, sem Vísir hefur undir höndum, segir að maðurinn hafi á tímabilinu frá 25. júlí 2022 til 13. janúar 2023, með ólögmætri nauðung og án samþykkis, haft samræði og önnur kynferðismök við barnið og áreitt það kynferðislega. Rétt er að vara við lýsingunum hér að neðan. Maðurinn hafi margsinnis haft samræði og endaþarmsmök við barnið, látið barnið hafa við sig munnmök, sleikt kynfæri barnsins, farið með fingur inn í kynfæri þess og káfað á brjóstum þess og tekið myndir og myndskeið af því þegar hann beitti barnið framangreindu kynferðisofbeldi, en hann hafi nýtt sér freklega yfirburði sína sem faðir og að barnið var eitt með honum fjarri öðrum. Brot mannsins eru sögð hafa verið framin í fjórum íbúðum sem maðurinn hafði á leigu á mismunandi tímabilum, í bifreið, á dvalarstað hans á vinnustað hans og á þremur ótilgreindum stöðum. Framleiddi og átti mikið magn barnaníðsefnis Maðurinn er einnig ákærður fyrir kynferðisbrot með því að framleiða myndir og myndskeið af barninu sem hann tók á síma sinn og á síma barnsins, samtals 27 myndir og níu myndskeið, sem hann tók á því tímabili sem greinir í ákærulið I, sem sýna kynferðislega misnotkun á barninu og sýna það á kynferðislegan hátt. Þá er hann ákærður fyrir að hafa um nokkurt skeið og fram til þriðjudagsins 18. apríl 2023, haft í vörslum sínum tvær fartölvur og tvo flakkara sem innihéldu samtals 37.742 ljósmyndir og 634 kvikmyndir sem sýna börn á kynferðislegan hátt og tvo síma sem innihéldu 41 mynd sem sýna börn á kynferðislegan hátt. Loks er maðurinn ákærður fyrir brot gegn vopnalögum með því að hafa haft í vörslum sínum handjárn sem lögreglan lagði hald á við húsleit á dvalarstað hans. Krefst sjö milljóna Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Við brotum mannsins liggur allt að sextán ára fangelsisrefsins. Þá er þess krafist að hann verði látinn sæta upptöku tveggja fartölva, tveggja flakkara, þriggja farsíma og handjárnanna. Móðir barnsins krefst þess fyrir hönd þess að maðurinn verði dæmdur til þess að greiða því sjö milljónir króna í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Í ákæru á hendur manninum, sem Vísir hefur undir höndum, segir að maðurinn hafi á tímabilinu frá 25. júlí 2022 til 13. janúar 2023, með ólögmætri nauðung og án samþykkis, haft samræði og önnur kynferðismök við barnið og áreitt það kynferðislega. Rétt er að vara við lýsingunum hér að neðan. Maðurinn hafi margsinnis haft samræði og endaþarmsmök við barnið, látið barnið hafa við sig munnmök, sleikt kynfæri barnsins, farið með fingur inn í kynfæri þess og káfað á brjóstum þess og tekið myndir og myndskeið af því þegar hann beitti barnið framangreindu kynferðisofbeldi, en hann hafi nýtt sér freklega yfirburði sína sem faðir og að barnið var eitt með honum fjarri öðrum. Brot mannsins eru sögð hafa verið framin í fjórum íbúðum sem maðurinn hafði á leigu á mismunandi tímabilum, í bifreið, á dvalarstað hans á vinnustað hans og á þremur ótilgreindum stöðum. Framleiddi og átti mikið magn barnaníðsefnis Maðurinn er einnig ákærður fyrir kynferðisbrot með því að framleiða myndir og myndskeið af barninu sem hann tók á síma sinn og á síma barnsins, samtals 27 myndir og níu myndskeið, sem hann tók á því tímabili sem greinir í ákærulið I, sem sýna kynferðislega misnotkun á barninu og sýna það á kynferðislegan hátt. Þá er hann ákærður fyrir að hafa um nokkurt skeið og fram til þriðjudagsins 18. apríl 2023, haft í vörslum sínum tvær fartölvur og tvo flakkara sem innihéldu samtals 37.742 ljósmyndir og 634 kvikmyndir sem sýna börn á kynferðislegan hátt og tvo síma sem innihéldu 41 mynd sem sýna börn á kynferðislegan hátt. Loks er maðurinn ákærður fyrir brot gegn vopnalögum með því að hafa haft í vörslum sínum handjárn sem lögreglan lagði hald á við húsleit á dvalarstað hans. Krefst sjö milljóna Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Við brotum mannsins liggur allt að sextán ára fangelsisrefsins. Þá er þess krafist að hann verði látinn sæta upptöku tveggja fartölva, tveggja flakkara, þriggja farsíma og handjárnanna. Móðir barnsins krefst þess fyrir hönd þess að maðurinn verði dæmdur til þess að greiða því sjö milljónir króna í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira