Þurfti að yfirgefa heimili sitt með tvö börn vegna aurskriða í heimabænum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2023 20:01 Þórhildur Mjølid dvelur nú á hóteli um 17 kílómetra frá heimili sínu, en bærinn sem hún býr í var rýmdur vegna aurskriða og vatnsveðurs. Þórhildur/AP Íslensk kona sem hefur þurft að yfirgefa heimili sitt í Noregi vegna flóða dvelur nú á hóteli ásamt fjölda annarra sem eru í sömu stöðu, og bíður þess að geta komist heim með börnin sín tvö. Óveðrið Hans hefur valdið miklum flóðum í suðurhluta Noregs og Svíþjóðar í dag. Meðal annars í Ulnes í Noregi þar sem íslensk kona þurfti að yfirgefa heimili sitt í gærmorgun. „Það er búið að vera mjög mikið af aurskriðum þar sem ég bý, og það fór aurskriða yfir innkeyrslurnar hjá bæjunum þar sem ég bý. Þannig að við vorum rýmd og erum núna á hóteli í Fagernes,“ segir Þórhildur Mjølid Nágrannar Þórhildar yfirgáfu svæðið degi síðar en hún sjálf, en hún fékk myndband sent úr hverfinu í dag, sem sjá má í fréttainnslaginu hér að neðan. Rauða húsið uppi á hæðinni er heimili Þórhildar, þar sem hún býr með sambýlismanni sínum og tveimur börnum. Á morgun fá þau að fara heim til sín að ná í eigur sínar. „En það er ekki vitað hvenær ég fæ að fara heim aftur. Það gætu alveg orðið nokkrir dagar í viðbót.“ Heppin miðað við marga Á hótelinu er fjöldi fólks í sömu stöðu og Þórhildur. „Fólk er farið að verða pínu óþolinmótt, en annars er bara góð stemning. Þetta er í raun lúxus miðað við önnur sveitarfélög sem eru búin að lenda í aurskriðum og flóðum. Flest þeirra eru bara með íþróttahús.“ Í Fagernes, þar sem hótelið er staðsett, er líka talin hætta á flóðum, líkt og sjá má út um glugga á hótelinu. Þar hefur norski herinn sett niður sandpoka við hótelið, þar sem möguleiki er á að yfirborð stöðuvatnsins við hótelið hækki enn meira. Fari svo að vatn flæði inn í kjallara hótelsins þarf að rýma það og koma fólkinu sem þar dvelur á annan stað. Enn annars staðar í Noregi brast stífla Braskereidfoss-orkuversins í Glommu, vatnsmestu á Noregs. Áður en stíflan brast höfðu yfirvöld íhugað að sprengja hluta stíflunnar til að koma í veg fyrir hamfaraflóð. Um 20 heimili suður af stíflunni hafa þegar verið rýmd, en til greina kemur að rýma fleiri. Noregur Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Óveðrið Hans hefur valdið miklum flóðum í suðurhluta Noregs og Svíþjóðar í dag. Meðal annars í Ulnes í Noregi þar sem íslensk kona þurfti að yfirgefa heimili sitt í gærmorgun. „Það er búið að vera mjög mikið af aurskriðum þar sem ég bý, og það fór aurskriða yfir innkeyrslurnar hjá bæjunum þar sem ég bý. Þannig að við vorum rýmd og erum núna á hóteli í Fagernes,“ segir Þórhildur Mjølid Nágrannar Þórhildar yfirgáfu svæðið degi síðar en hún sjálf, en hún fékk myndband sent úr hverfinu í dag, sem sjá má í fréttainnslaginu hér að neðan. Rauða húsið uppi á hæðinni er heimili Þórhildar, þar sem hún býr með sambýlismanni sínum og tveimur börnum. Á morgun fá þau að fara heim til sín að ná í eigur sínar. „En það er ekki vitað hvenær ég fæ að fara heim aftur. Það gætu alveg orðið nokkrir dagar í viðbót.“ Heppin miðað við marga Á hótelinu er fjöldi fólks í sömu stöðu og Þórhildur. „Fólk er farið að verða pínu óþolinmótt, en annars er bara góð stemning. Þetta er í raun lúxus miðað við önnur sveitarfélög sem eru búin að lenda í aurskriðum og flóðum. Flest þeirra eru bara með íþróttahús.“ Í Fagernes, þar sem hótelið er staðsett, er líka talin hætta á flóðum, líkt og sjá má út um glugga á hótelinu. Þar hefur norski herinn sett niður sandpoka við hótelið, þar sem möguleiki er á að yfirborð stöðuvatnsins við hótelið hækki enn meira. Fari svo að vatn flæði inn í kjallara hótelsins þarf að rýma það og koma fólkinu sem þar dvelur á annan stað. Enn annars staðar í Noregi brast stífla Braskereidfoss-orkuversins í Glommu, vatnsmestu á Noregs. Áður en stíflan brast höfðu yfirvöld íhugað að sprengja hluta stíflunnar til að koma í veg fyrir hamfaraflóð. Um 20 heimili suður af stíflunni hafa þegar verið rýmd, en til greina kemur að rýma fleiri.
Noregur Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira