Lýðræðislegur ómöguleiki Sigurður Páll Jónsson skrifar 11. ágúst 2023 08:31 Nú reynir formaður Sjálfstæðisflokksins að berja í brestina eða öllu heldur „að fylla uppí gljúfur“ til að halda öndunarvél sitjandi ríkisstjórnar í gangi. Átök innan ríkisstjórnarinnar voru orðin gríðarleg á haustdögum árið 2019, en þá kom Covid-19 og þríeykið fékk sviðið og ríkistjórnarflokkarnir gátu farið í sóttkví. Eftir kosningarnar árið 2021 var framlengt og ríkisstjórn „hinna breiðu skírskotana“ endurnýjaði límið í ráðherrastólunum. Stjórnarsáttmálinn um að stækka báknið, færa embættismönnum, ráðuneytum og ESB völdin var endurnýjaður. Lýðræði var fótum troðið eftir að pólitíkin var lögð til hliðar hér á Íslandi eftir kosningarnar árið 2017. Vinstri grænir, framsóknar og Sjálfstæðisflokkur mynduðu ríkisstjórn um nánast ekkert af því sem kjósendum var lofað í kosningabaráttunni, hvorki þá eða 2021. Til að geta setið setið saman á ráðherra bekknum á alþingi þarf ríkisstjórn sem er samansett þvert yfir hinn pólitíska öxul frá vinstri til hægri að sópa öllum stefnumálum hvers flokks fyrir sig út af borðinu. Í vor fór Alþingi í sumarfrí fyrirvaralaust og öllum ágreiningsmálum sopað út af borðinu. Formaður Sjálftæðisflokksins segir í viðtali í gær að hann hafi verið ósáttur við þetta fyrirvaralausa sumarfrí alþingis, alltaf svo saklaus. Svo litu pappírar Lindarhvols málsins dagsljósið, Íslandsbankamálið tók á sig nýja mynd og sjávarútvegsráðherra bannaði hvalveiðar korter fyrir vertíð. Reiðilestur nokkra þing og flokksmanna Sjálfstæðisflokksins í greinarskrifum og viðtölum í sumar gáfu til kynna mikla óánægju innan þeirra raða. En svo komu þeir hnípnir til baka og eiginlega báðu afsökunar á sínum pirringi. Þó ég reikni með að sólin komi upp á austurhimininn í fyrra málið, sem maður efast stundum um miðað við allar þær heimsendaspár sem yfir fréttaheiminn dynja, þá er ríkisstjórnarsólin löngu sest. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Nú reynir formaður Sjálfstæðisflokksins að berja í brestina eða öllu heldur „að fylla uppí gljúfur“ til að halda öndunarvél sitjandi ríkisstjórnar í gangi. Átök innan ríkisstjórnarinnar voru orðin gríðarleg á haustdögum árið 2019, en þá kom Covid-19 og þríeykið fékk sviðið og ríkistjórnarflokkarnir gátu farið í sóttkví. Eftir kosningarnar árið 2021 var framlengt og ríkisstjórn „hinna breiðu skírskotana“ endurnýjaði límið í ráðherrastólunum. Stjórnarsáttmálinn um að stækka báknið, færa embættismönnum, ráðuneytum og ESB völdin var endurnýjaður. Lýðræði var fótum troðið eftir að pólitíkin var lögð til hliðar hér á Íslandi eftir kosningarnar árið 2017. Vinstri grænir, framsóknar og Sjálfstæðisflokkur mynduðu ríkisstjórn um nánast ekkert af því sem kjósendum var lofað í kosningabaráttunni, hvorki þá eða 2021. Til að geta setið setið saman á ráðherra bekknum á alþingi þarf ríkisstjórn sem er samansett þvert yfir hinn pólitíska öxul frá vinstri til hægri að sópa öllum stefnumálum hvers flokks fyrir sig út af borðinu. Í vor fór Alþingi í sumarfrí fyrirvaralaust og öllum ágreiningsmálum sopað út af borðinu. Formaður Sjálftæðisflokksins segir í viðtali í gær að hann hafi verið ósáttur við þetta fyrirvaralausa sumarfrí alþingis, alltaf svo saklaus. Svo litu pappírar Lindarhvols málsins dagsljósið, Íslandsbankamálið tók á sig nýja mynd og sjávarútvegsráðherra bannaði hvalveiðar korter fyrir vertíð. Reiðilestur nokkra þing og flokksmanna Sjálfstæðisflokksins í greinarskrifum og viðtölum í sumar gáfu til kynna mikla óánægju innan þeirra raða. En svo komu þeir hnípnir til baka og eiginlega báðu afsökunar á sínum pirringi. Þó ég reikni með að sólin komi upp á austurhimininn í fyrra málið, sem maður efast stundum um miðað við allar þær heimsendaspár sem yfir fréttaheiminn dynja, þá er ríkisstjórnarsólin löngu sest. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun