Íslensk yfirvöld nýta ekki alþjóðlegar viðvörunarsamskiptareglur við hamfarir Aron Heiðar Steinsson skrifar 14. ágúst 2023 16:01 Helsta kennileiti og aðdráttarafl Íslands er hrífandi landslag eyjunnar og þau náttúruundur sem hér má finna. Þessi einkenni eru einnig hennar helsta ógn, en hér þarf stöðugt að gera ráð fyrir snjóflóðum, jarðskjálftum og ógn af virkum eldfjöllum, auk annara óhjákvæmilegra náttúruafla sem hér ríkja. Í dag nýta yfirvöld og almannavarnir sér sms kerfi sem sækir gögn um staðsetningu einstaklinga og sendir þeim sms um hættur á því svæði sem það kann að vera á. Þetta kerfi er bæði seinlegt og óskilvirkt. Oft tekur langan tíma að senda út skilaboð á marga einstaklinga í einu þar sem sms skilaboð hafa lágan forgang í meðhöndlun gagna í fjarskiptakerfum. Einnig þurfa sms til ferðamanna að ferðast fyrst til heimalands þeirra og síðan til baka og eru oft ekki að skila sér á leiðarenda. Íslensk fjarskiptafélög hafa lagt til skilvirka og áreiðanlega neyðar samskiptatækni sem kallast sellu útsending (e. Cell broadcast) við yfirvöld í stað hefðbundinna sms-viðvarana. Þessi tækni sendir út viðvörunar skilaboð á alla notendur sem tengjast ákveðnum farsímasendi á svæði sem hætta er á og getur þar með tryggt öryggi og velferð þeirra sem staðsettir eru á Íslandi að hverju sinni við erfiðar aðstæður. Annar kostur við sellu útsendingu er forgangsröðun meldinga, þó sími sé á hljóðlausri stillingu eða upptekinn við aðra starfsemi þá hljóta þessi skilaboð forgang yfir það og eru meldingarnar meira áberandi en hefðbundin sms. Þetta gerir sellu útsendingu sannarlega ómissandi tól fyrir neyðarsamskipti þegar náttúruhamfarir eiga sér stað. Fjarskipafélög hér á landi hafa gert sér grein fyrir þeim möguleikum sem sellu útsendingar bjóða upp á og hafa reglulega leitað til almannavarna, viðbragðsaðila og löggvalds. Í þeim tilgangi að beita sér fyrir því að þessi tækni verði samþykkt sem ákjósanlegasta leiðin til þess að miðla neyðarviðvörunum þegar náttúruhamfarir ógna öryggi almennings. Til þess hafa fjarskiptafyrirtækin vísað til dæma frá öðrum löndum þar sem sellu útsending hefur sannað gildi sitt og verndað mannslíf. Þessi tækni hefur einnig verið notuð í mikilli mannmergð til að vekja athygli á annars konar ógn t.d. vopnuðum einstaklingum eða mannráni. Þrátt fyrir óneitanlega kosti sellu útsendinga, hafa íslensk yfirvöld sýnt tregðu við að tileinka sér þessa tækni í stað sms-viðvarana. Hvað því veldur er erfitt að segja, en mögulega gæti það stafað af þáttum eins og kunnugleika við sms skilaboð, kostnaðarsjónarmiðum, samhæfnisvandamálum við eldri tæki eða viðbúnað samskiptainnviða hjá hinu opinbera. Til þess að finna lausn á þessum vandamálum er þörf á aukinni samvinnu stjórnvalda, fjarskiptafyrirtækja og almannavarna svo unnt sé að taka upp nýjustu fjarskiptatækni. Á tímum sem þessum þar sem fjöldi ferðamanna hefur aldrei verið meiri og náttúruhamförum virðast fjölga með breytingu á loftslagi og auknum jarðhræringum hefur þörfin til þess að uppfæra neyðartilkynningar aldrei verið meiri. Með því að bregðast við þessum áhyggjum getur Ísland nýtt sér alla möguleika sellu útsendinga og með því aukið neyðarviðbragðsgetu sína og sett almannaöryggi í forgang á erfiðum tímum og skapað öruggara land fyrir öll. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur í fjarskiptageira. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Helsta kennileiti og aðdráttarafl Íslands er hrífandi landslag eyjunnar og þau náttúruundur sem hér má finna. Þessi einkenni eru einnig hennar helsta ógn, en hér þarf stöðugt að gera ráð fyrir snjóflóðum, jarðskjálftum og ógn af virkum eldfjöllum, auk annara óhjákvæmilegra náttúruafla sem hér ríkja. Í dag nýta yfirvöld og almannavarnir sér sms kerfi sem sækir gögn um staðsetningu einstaklinga og sendir þeim sms um hættur á því svæði sem það kann að vera á. Þetta kerfi er bæði seinlegt og óskilvirkt. Oft tekur langan tíma að senda út skilaboð á marga einstaklinga í einu þar sem sms skilaboð hafa lágan forgang í meðhöndlun gagna í fjarskiptakerfum. Einnig þurfa sms til ferðamanna að ferðast fyrst til heimalands þeirra og síðan til baka og eru oft ekki að skila sér á leiðarenda. Íslensk fjarskiptafélög hafa lagt til skilvirka og áreiðanlega neyðar samskiptatækni sem kallast sellu útsending (e. Cell broadcast) við yfirvöld í stað hefðbundinna sms-viðvarana. Þessi tækni sendir út viðvörunar skilaboð á alla notendur sem tengjast ákveðnum farsímasendi á svæði sem hætta er á og getur þar með tryggt öryggi og velferð þeirra sem staðsettir eru á Íslandi að hverju sinni við erfiðar aðstæður. Annar kostur við sellu útsendingu er forgangsröðun meldinga, þó sími sé á hljóðlausri stillingu eða upptekinn við aðra starfsemi þá hljóta þessi skilaboð forgang yfir það og eru meldingarnar meira áberandi en hefðbundin sms. Þetta gerir sellu útsendingu sannarlega ómissandi tól fyrir neyðarsamskipti þegar náttúruhamfarir eiga sér stað. Fjarskipafélög hér á landi hafa gert sér grein fyrir þeim möguleikum sem sellu útsendingar bjóða upp á og hafa reglulega leitað til almannavarna, viðbragðsaðila og löggvalds. Í þeim tilgangi að beita sér fyrir því að þessi tækni verði samþykkt sem ákjósanlegasta leiðin til þess að miðla neyðarviðvörunum þegar náttúruhamfarir ógna öryggi almennings. Til þess hafa fjarskiptafyrirtækin vísað til dæma frá öðrum löndum þar sem sellu útsending hefur sannað gildi sitt og verndað mannslíf. Þessi tækni hefur einnig verið notuð í mikilli mannmergð til að vekja athygli á annars konar ógn t.d. vopnuðum einstaklingum eða mannráni. Þrátt fyrir óneitanlega kosti sellu útsendinga, hafa íslensk yfirvöld sýnt tregðu við að tileinka sér þessa tækni í stað sms-viðvarana. Hvað því veldur er erfitt að segja, en mögulega gæti það stafað af þáttum eins og kunnugleika við sms skilaboð, kostnaðarsjónarmiðum, samhæfnisvandamálum við eldri tæki eða viðbúnað samskiptainnviða hjá hinu opinbera. Til þess að finna lausn á þessum vandamálum er þörf á aukinni samvinnu stjórnvalda, fjarskiptafyrirtækja og almannavarna svo unnt sé að taka upp nýjustu fjarskiptatækni. Á tímum sem þessum þar sem fjöldi ferðamanna hefur aldrei verið meiri og náttúruhamförum virðast fjölga með breytingu á loftslagi og auknum jarðhræringum hefur þörfin til þess að uppfæra neyðartilkynningar aldrei verið meiri. Með því að bregðast við þessum áhyggjum getur Ísland nýtt sér alla möguleika sellu útsendinga og með því aukið neyðarviðbragðsgetu sína og sett almannaöryggi í forgang á erfiðum tímum og skapað öruggara land fyrir öll. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur í fjarskiptageira.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun