Vilja að réttað verði yfir Trump árið 2026 Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2023 09:42 Nóg verður að gera hjá Donald Trump á næsta ári að flakka á milli kosningafunda og dómsala vítt og breitt um Bandaríkin. AP/Seth Wenig Lögmenn Donalds Trump krefjast þess að réttarhöld yfir honum vegna ákæru um að hann hafi reynt að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 hefjist ekki fyrr en eftir hátt í þrjú ár. Sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins vill að réttarhöldin hefjist beint eftir áramót. Trump sætir alríkisákæru fyrir að reyna með ólöglegum hætti að snúa við úrslitum kosninganna sem hann tapaði fyrir að verða þremur árum. Jack Smith, sérstaki saksóknarinn, hefur óskað eftir því að réttarhöldin hefjist 2. janúar, tveimur vikum áður en forval Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar hefst. Trump er með pálmann í höndunum í forvali ef marka má skoðanakannanir. Verjendur Trump lögðu fram sína eigin kröfu fyrir dómi í Washington-borg í gær. Þeir vilja að réttarhöldin hefjist ekki fyrr en í apríl árið 2026, hátt í einu og hálfi eftir forsetakosningar næsta árs, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Hagsmunir almennings felast í réttlæti og sanngjörnum réttarhöldum, ekki flýti til sakfellingar,“ sögðu lögmenn fyrrverandi forsetans í greinargerð sinni. Lögmennirnir segjast þurfu svo langan tíma til undirbúnings vegna þess hversu söguleg réttarhöldin séu og hversu mikið magn sönnunargagna þeir þurfi að plægja í gegnum. Ef þeim ellefu og hálfri milljón blaðsíðna sem gögn málsins telja væri staflað upp næðu þau rúmlega einn og hálfan kílómetra upp í loftið. Þarf að flakka á milli fjögurra dómsala Töluvert púsluspil verður fyrir dómstóla hér og þar um Bandaríkin að ákvarða dagsetningar fyrir réttarhöld yfir Trump en hann er nú ákærður í þremur aðskildum málum fyrir utan kosningamálið í Washington-borg. Í New York sætir hann ákæru umdæmissaksóknara fyrir mútugreiðslur til klámstjörnu, í Flórída alríkisákæru fyrir misferli með ríkisleyndarmál og í Georgíu ákæru umdæmissaksóknara fyrir sinn þátt í að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna þar. New York Times segir að Trump reyni nú að fresta öllum sakamálunum gegn sér. Ráðgjafar Trump fari ekki leynt með það að hann reyni meðal annars að vinna forsetakosningarnar til þess að komast undan ákærum. Nái hann að fresta málunum fram yfir kosningar og verði hann forseti geti hann annað hvort náðað sjálfan sig eða látið dómsmálaráðherrann drepa málin gegn sér. Það gæti hann þó aðeins gert með alríkismálin tvö. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Erlend sakamál Tengdar fréttir Falskir kjörmenn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. 15. ágúst 2023 13:59 Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. 4. ágúst 2023 16:01 Sérfræðingar efast um tjáningarfrelsisvörn Trumps Verjendur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segja nýjustu ákæruna gegn honum fara gegn rétti hans til tjáningarfrelsis. Saksóknarar segja hins vegar að ákæran snúist ekki eingöngu um hvað Trump sagði um forsetakosningarnar 2020 heldur um hvað hann gerði. 3. ágúst 2023 08:22 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Trump sætir alríkisákæru fyrir að reyna með ólöglegum hætti að snúa við úrslitum kosninganna sem hann tapaði fyrir að verða þremur árum. Jack Smith, sérstaki saksóknarinn, hefur óskað eftir því að réttarhöldin hefjist 2. janúar, tveimur vikum áður en forval Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar hefst. Trump er með pálmann í höndunum í forvali ef marka má skoðanakannanir. Verjendur Trump lögðu fram sína eigin kröfu fyrir dómi í Washington-borg í gær. Þeir vilja að réttarhöldin hefjist ekki fyrr en í apríl árið 2026, hátt í einu og hálfi eftir forsetakosningar næsta árs, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Hagsmunir almennings felast í réttlæti og sanngjörnum réttarhöldum, ekki flýti til sakfellingar,“ sögðu lögmenn fyrrverandi forsetans í greinargerð sinni. Lögmennirnir segjast þurfu svo langan tíma til undirbúnings vegna þess hversu söguleg réttarhöldin séu og hversu mikið magn sönnunargagna þeir þurfi að plægja í gegnum. Ef þeim ellefu og hálfri milljón blaðsíðna sem gögn málsins telja væri staflað upp næðu þau rúmlega einn og hálfan kílómetra upp í loftið. Þarf að flakka á milli fjögurra dómsala Töluvert púsluspil verður fyrir dómstóla hér og þar um Bandaríkin að ákvarða dagsetningar fyrir réttarhöld yfir Trump en hann er nú ákærður í þremur aðskildum málum fyrir utan kosningamálið í Washington-borg. Í New York sætir hann ákæru umdæmissaksóknara fyrir mútugreiðslur til klámstjörnu, í Flórída alríkisákæru fyrir misferli með ríkisleyndarmál og í Georgíu ákæru umdæmissaksóknara fyrir sinn þátt í að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna þar. New York Times segir að Trump reyni nú að fresta öllum sakamálunum gegn sér. Ráðgjafar Trump fari ekki leynt með það að hann reyni meðal annars að vinna forsetakosningarnar til þess að komast undan ákærum. Nái hann að fresta málunum fram yfir kosningar og verði hann forseti geti hann annað hvort náðað sjálfan sig eða látið dómsmálaráðherrann drepa málin gegn sér. Það gæti hann þó aðeins gert með alríkismálin tvö.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Erlend sakamál Tengdar fréttir Falskir kjörmenn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. 15. ágúst 2023 13:59 Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. 4. ágúst 2023 16:01 Sérfræðingar efast um tjáningarfrelsisvörn Trumps Verjendur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segja nýjustu ákæruna gegn honum fara gegn rétti hans til tjáningarfrelsis. Saksóknarar segja hins vegar að ákæran snúist ekki eingöngu um hvað Trump sagði um forsetakosningarnar 2020 heldur um hvað hann gerði. 3. ágúst 2023 08:22 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Falskir kjörmenn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. 15. ágúst 2023 13:59
Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. 4. ágúst 2023 16:01
Sérfræðingar efast um tjáningarfrelsisvörn Trumps Verjendur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segja nýjustu ákæruna gegn honum fara gegn rétti hans til tjáningarfrelsis. Saksóknarar segja hins vegar að ákæran snúist ekki eingöngu um hvað Trump sagði um forsetakosningarnar 2020 heldur um hvað hann gerði. 3. ágúst 2023 08:22