Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Árni Sæberg skrifar 24. ágúst 2023 10:14 Christie, Pence, DeSantis og Ramaswamy spjalla í hléi. Þeir tókust ansi hart á þegar kappræðurnar voru í gangi. Morry Gash/AP Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. Þrátt fyrir að Trump hafi ákveðið að mæta ekki í kappræðurnar fór drjúgur hluti þeirra í að ræða hann. Þáttastjórnendur Fox reyndu þó eftir fremsta megni að takmarka umræður um hann og spurðu bara einnar spurningar um hann, hvort frambjóðendur myndu styðja hann ef til þess kæmi að hann yrði sakfelldur. Allir frambjóðendur nema einn, Asa Hutchinson, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas, réttu upp hönd til þess að gefa stuðning sinn til kynna. Athygli vekur að meira að segja Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey og einn háværasti gagnrýnandi Trumps innan Repúblikanaflokksins, rétti upp hönd. Það gerði Ron DeSantis einnig. Christie sagði þó að framferði Trumps sæmdi ekki embætti forseta Bandaríkjanna. „Einhver þarf að koma í veg fyrir að misferli verði talið eðlilegt. Hvort sem þú telur ákærurnar vera réttlætanlegar eða ekki.“ Auðjöfurinn Vivek Ramaswamy, sem mælist með þriðja mesta fylgið, rétt á eftir Ron DeSantis og langt á eftir Trump, dró ekki úr stuðningi sínum við forsetann fyrrverandi. Trump forseti, tel ég, var besti forseti 21. aldarinnar. Það er staðreynd,“ sagði hann. Hart tekist á um Úkraínu Meðal umræðuefna í kappræðunum var stuðningur Bandaríkjanna við Úkraínu vegna innrásar Rússa í landið. DeSantis og Ramaswamy sögðu báðir að þeir væru andvígir frekari fjárstuðningi við Úkraínumenn. Frekar ætti að verja fjármunum í að verja landamæri Bandaríkjanna við Mexíkó gegn smygli fíkniefna og fólks. „Sem forseti Bandaríkjanna er helsta skylda þín að verja landið okkar og íbúa þess,“ sagði DeSantis. Ramaswamy líkti stuðningi við Úkraínu við afskipti Bandaríkjanna af Írak og Víetnam. Christie, Mike Pence, fyrrverandi varaforseti, og Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra og eina konan í framboði, sögðust öll styðja stuðning heilshugar. Þau sögðu hann vera siðferðislega skyldu og nauðsynlegan þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Hver sem heldur að við getum ekki leyst vandamál hér í Bandaríkjum og verið leiðtogi hins frjálsa heims hefur ekki rétt mynd af máttugustu þjóð heimsins,“ sagði Pence. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Þrátt fyrir að Trump hafi ákveðið að mæta ekki í kappræðurnar fór drjúgur hluti þeirra í að ræða hann. Þáttastjórnendur Fox reyndu þó eftir fremsta megni að takmarka umræður um hann og spurðu bara einnar spurningar um hann, hvort frambjóðendur myndu styðja hann ef til þess kæmi að hann yrði sakfelldur. Allir frambjóðendur nema einn, Asa Hutchinson, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas, réttu upp hönd til þess að gefa stuðning sinn til kynna. Athygli vekur að meira að segja Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey og einn háværasti gagnrýnandi Trumps innan Repúblikanaflokksins, rétti upp hönd. Það gerði Ron DeSantis einnig. Christie sagði þó að framferði Trumps sæmdi ekki embætti forseta Bandaríkjanna. „Einhver þarf að koma í veg fyrir að misferli verði talið eðlilegt. Hvort sem þú telur ákærurnar vera réttlætanlegar eða ekki.“ Auðjöfurinn Vivek Ramaswamy, sem mælist með þriðja mesta fylgið, rétt á eftir Ron DeSantis og langt á eftir Trump, dró ekki úr stuðningi sínum við forsetann fyrrverandi. Trump forseti, tel ég, var besti forseti 21. aldarinnar. Það er staðreynd,“ sagði hann. Hart tekist á um Úkraínu Meðal umræðuefna í kappræðunum var stuðningur Bandaríkjanna við Úkraínu vegna innrásar Rússa í landið. DeSantis og Ramaswamy sögðu báðir að þeir væru andvígir frekari fjárstuðningi við Úkraínumenn. Frekar ætti að verja fjármunum í að verja landamæri Bandaríkjanna við Mexíkó gegn smygli fíkniefna og fólks. „Sem forseti Bandaríkjanna er helsta skylda þín að verja landið okkar og íbúa þess,“ sagði DeSantis. Ramaswamy líkti stuðningi við Úkraínu við afskipti Bandaríkjanna af Írak og Víetnam. Christie, Mike Pence, fyrrverandi varaforseti, og Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra og eina konan í framboði, sögðust öll styðja stuðning heilshugar. Þau sögðu hann vera siðferðislega skyldu og nauðsynlegan þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Hver sem heldur að við getum ekki leyst vandamál hér í Bandaríkjum og verið leiðtogi hins frjálsa heims hefur ekki rétt mynd af máttugustu þjóð heimsins,“ sagði Pence.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira