Ekki borga óþarflega mikið fyrir húsnæðislánið þitt! Jóhannes Eiríksson skrifar 24. ágúst 2023 17:00 Í gær hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 0,5 prósentustig. Í dag eru stýrivextir því 9,25% og hafa hækkað um 3,75 prósentustig (úr 5,50% í 9,25%) á síðustu 12 mánuðum. Lánastofnanir hafa fylgt hækkunum Seðlabankans eftir með því að hækka einnig vexti á húsnæðislánum. Þegar þetta er skrifað eru húsnæðislánavextir á bilinu a) 9,20-9,75% (fastir vextir á óverðtryggðum lánum), b) 8,5-10,5% (breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum, c) 2,7-3,6% (fastir vextir á verðtryggðum lánum) og d) 2,25-3,10% (breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum). Viðbúið er að umræddir vextir á húsnæðislánum muni hækka á næstu dögum og vikum þegar lánastofnanir bregðast við nýjustu hækkun stýrivaxta Seðlabankans. Vera má að einhverjum þyki munurinn á prósentustigunum á lægstu og hæstu húsnæðislánavöxtunum ekki ýkja mikill. Í krónum talið getur munurinn hins vegar verið gríðarlegur. Val á hagstæðasta láninu sem til boða stendur getur því lækkað mánaðarlega greiðslubyrði um tugi ef ekki hundruði þúsunda króna og lækkað heildarendurgreiðslu yfir líftíma lánsins um milljónir ef ekki tugi milljóna króna. Grundvöllur lánahagræðingar er að fólk sé upplýst um alla þá lánamöguleika sem standa til boða hverju sinni hjá öllum þeim 17 lánveitendum sem nú bjóða húsnæðislán hér á landi á mjög svo mismunandi lánakjörum. Fjölmargir átta sig einfaldlega ekki á því að mismunandi lánamöguleikar standa til boða og tiltölulega einfalt og ódýrt sé að færa sig frá einum lánveitanda til annars, að teknu tilliti til þess mikla fjárhagslega ávinnings sem slík tilfærsla getur haft í för með sér. Allir geta endurmetið hvort rétt sé að flytja húsnæðislán sitt frá núverandi lánveitanda til annars lánveitanda. Seðlabankastjóri hefur m.a. bent fólki á að ræða við lánveitandann „sinn“ til að kanna hvaða möguleikar eru í stöðunni nú þegar afborganir húsnæðislána standa í hæstu hæðum. Taka má undir þau orð seðlabankastjóra, en á sama tíma má halda því fram að það eitt sé ekki nóg, heldur sé fólki einnig nauðsynlegt að skoða hvaða kjör og úrlausnir aðrir lánveitendur bjóða. Vert er að benda fólki sérstaklega á að kanna hvort það hafi greitt í fleiri en einn lífeyrissjóð í gegnum tíðina. Slíkar greiðslur kunna að hafa opnað á rétt fólks til að sækja um hagstæð húsnæðislán hjá hluta eða öllum þeim lífeyrissjóðum, en ekki einungis þeim lífeyrissjóði sem fólk greiðir til í dag. Þetta getur verið sérstaklega mikilvægt fyrir þann hóp fólks sem er með lán á föstum vöxtum, sem kunna að losna á næstu mánuðum eða árum, þar sem mögulega er hægt að grípa til aðgerða í dag, t.d. með því að byrja að greiða í annan lífeyrissjóð, sem geta opnað á nýja og hagstæðari lánamöguleika sem kunna þá að standa til boða þegar vextirnir losna. Ýmsar lausnir bjóðast nú fólki til að skoða og bera saman alla þá fjölmörgu lánamöguleika og lánasamsetningar sem standa til boða. Um þessar mundir er sérstök ástæða til að hvetja fólk til að kynna sér slíkar lausnir. Með því má freista þess að hagræða í heimilisfjármálunum og draga úr óþarfa útgjöldum og kostnaði, enda oft umtalsverðir fjármunir í húfi sem geta skipt miklu máli fyrir aukin lífsgæði fólks til skemmri og lengri tíma. Höfundur er framkvæmdastjóri Aurbjargar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Í gær hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 0,5 prósentustig. Í dag eru stýrivextir því 9,25% og hafa hækkað um 3,75 prósentustig (úr 5,50% í 9,25%) á síðustu 12 mánuðum. Lánastofnanir hafa fylgt hækkunum Seðlabankans eftir með því að hækka einnig vexti á húsnæðislánum. Þegar þetta er skrifað eru húsnæðislánavextir á bilinu a) 9,20-9,75% (fastir vextir á óverðtryggðum lánum), b) 8,5-10,5% (breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum, c) 2,7-3,6% (fastir vextir á verðtryggðum lánum) og d) 2,25-3,10% (breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum). Viðbúið er að umræddir vextir á húsnæðislánum muni hækka á næstu dögum og vikum þegar lánastofnanir bregðast við nýjustu hækkun stýrivaxta Seðlabankans. Vera má að einhverjum þyki munurinn á prósentustigunum á lægstu og hæstu húsnæðislánavöxtunum ekki ýkja mikill. Í krónum talið getur munurinn hins vegar verið gríðarlegur. Val á hagstæðasta láninu sem til boða stendur getur því lækkað mánaðarlega greiðslubyrði um tugi ef ekki hundruði þúsunda króna og lækkað heildarendurgreiðslu yfir líftíma lánsins um milljónir ef ekki tugi milljóna króna. Grundvöllur lánahagræðingar er að fólk sé upplýst um alla þá lánamöguleika sem standa til boða hverju sinni hjá öllum þeim 17 lánveitendum sem nú bjóða húsnæðislán hér á landi á mjög svo mismunandi lánakjörum. Fjölmargir átta sig einfaldlega ekki á því að mismunandi lánamöguleikar standa til boða og tiltölulega einfalt og ódýrt sé að færa sig frá einum lánveitanda til annars, að teknu tilliti til þess mikla fjárhagslega ávinnings sem slík tilfærsla getur haft í för með sér. Allir geta endurmetið hvort rétt sé að flytja húsnæðislán sitt frá núverandi lánveitanda til annars lánveitanda. Seðlabankastjóri hefur m.a. bent fólki á að ræða við lánveitandann „sinn“ til að kanna hvaða möguleikar eru í stöðunni nú þegar afborganir húsnæðislána standa í hæstu hæðum. Taka má undir þau orð seðlabankastjóra, en á sama tíma má halda því fram að það eitt sé ekki nóg, heldur sé fólki einnig nauðsynlegt að skoða hvaða kjör og úrlausnir aðrir lánveitendur bjóða. Vert er að benda fólki sérstaklega á að kanna hvort það hafi greitt í fleiri en einn lífeyrissjóð í gegnum tíðina. Slíkar greiðslur kunna að hafa opnað á rétt fólks til að sækja um hagstæð húsnæðislán hjá hluta eða öllum þeim lífeyrissjóðum, en ekki einungis þeim lífeyrissjóði sem fólk greiðir til í dag. Þetta getur verið sérstaklega mikilvægt fyrir þann hóp fólks sem er með lán á föstum vöxtum, sem kunna að losna á næstu mánuðum eða árum, þar sem mögulega er hægt að grípa til aðgerða í dag, t.d. með því að byrja að greiða í annan lífeyrissjóð, sem geta opnað á nýja og hagstæðari lánamöguleika sem kunna þá að standa til boða þegar vextirnir losna. Ýmsar lausnir bjóðast nú fólki til að skoða og bera saman alla þá fjölmörgu lánamöguleika og lánasamsetningar sem standa til boða. Um þessar mundir er sérstök ástæða til að hvetja fólk til að kynna sér slíkar lausnir. Með því má freista þess að hagræða í heimilisfjármálunum og draga úr óþarfa útgjöldum og kostnaði, enda oft umtalsverðir fjármunir í húfi sem geta skipt miklu máli fyrir aukin lífsgæði fólks til skemmri og lengri tíma. Höfundur er framkvæmdastjóri Aurbjargar.
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun