Örlítið hækkuð gildi stórauka líkurnar á hjartaáföllum og dauða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. ágúst 2023 07:20 Rannsóknin bendir til þess að það getur borgað sig að fylgjast með þáttum á borð við blóðþrýsting og blóðsykur, jafnvel þótt maður finni ekki fyrir einkennum. Getty/Matthew Horwood Einstaklingar á miðjum aldri sem eru í yfirþyngd og með örlítla blóðþrýstings-, kólesteról- eða blóðsykurshækkun eru þrefalt líklegri að deyja fyrir aldur fram en aðrir. Þá eru þeir 35 prósent líklegri til að fá hjartaáfall og heilablóðfall og upplifa þau tveimur árum fyrr en jafnaldrar þeirra. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem verður kynnt á ársfundi European Society of Cardiology. Þykja þær enn frekari sönnun alvarleika offituvandans sem steðjar að heimsbyggðinni. Samkvæmt umfjöllun Guardian er áætlað að allt að 31 prósent íbúa jarðar þjáist af efnaskiptavillu (e. metabolic syndrome), jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því. Efnaskiptavilla er hugtak sem er notað til að lýsa því ástandi þegar einstaklingur er greindur með þrjá áhættuþætti en meðal þeirra má nefna offitu, mikla kviðfitu, háan blóðþrýsting, hátt kólesteról og háan blóðsykur. Dr. Lena Lönneberg við Västmanland-sjúkrahúsið í Västerås í Svíþjóð fór fyrir rannsókninni og segir margt fólk á fimmtugs- og sextugsaldri vera með aukna kviðfitu og örlítið hækkuð blóðþrýstings-, kólesteról- og blóðsykursgildi. Líðan þeirra sé hins vegar almennt góð og það ómeðvitað um aukna áhættu, sem leiði til þess að viðkomandi einstaklingar leita sér ekki læknisaðstoðar. „Þetta ástand, efnaskiptavilla, er vaxandi vandamál í vestrænum samfélögum þar sem fólk er óafvitandi að fresta vandamálum þar til seinna í lífinu. Þetta er glatað tækifæri til að grípa inn í, áður en hjartaáföll og heilablóðföll eiga sér stað sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir,“ segir Lönneberg. Rannsóknin náði til 34 þúsund einstaklinga á fimmtugs- og sextugsaldri. Hækkaður blóðþrýstingur reyndist alvarlegasti áhættuþátturinn, ekki síst meðal kvenna á fimmtugsaldri. Sérfræðingar segja skilaboðin þau að fylgjast með umræddum gildum og grípa inn í. Þá sé hægt að grípa til alls konar forvarna, til að mynda að breyta matarræðinu, hreyfa sig reglulega og hætta reykingum. Ef lífstílsbreytingar dugi ekki til sé hægt að fá lyf til að draga úr áhættunni. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian. Heilsa Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Sjá meira
Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem verður kynnt á ársfundi European Society of Cardiology. Þykja þær enn frekari sönnun alvarleika offituvandans sem steðjar að heimsbyggðinni. Samkvæmt umfjöllun Guardian er áætlað að allt að 31 prósent íbúa jarðar þjáist af efnaskiptavillu (e. metabolic syndrome), jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því. Efnaskiptavilla er hugtak sem er notað til að lýsa því ástandi þegar einstaklingur er greindur með þrjá áhættuþætti en meðal þeirra má nefna offitu, mikla kviðfitu, háan blóðþrýsting, hátt kólesteról og háan blóðsykur. Dr. Lena Lönneberg við Västmanland-sjúkrahúsið í Västerås í Svíþjóð fór fyrir rannsókninni og segir margt fólk á fimmtugs- og sextugsaldri vera með aukna kviðfitu og örlítið hækkuð blóðþrýstings-, kólesteról- og blóðsykursgildi. Líðan þeirra sé hins vegar almennt góð og það ómeðvitað um aukna áhættu, sem leiði til þess að viðkomandi einstaklingar leita sér ekki læknisaðstoðar. „Þetta ástand, efnaskiptavilla, er vaxandi vandamál í vestrænum samfélögum þar sem fólk er óafvitandi að fresta vandamálum þar til seinna í lífinu. Þetta er glatað tækifæri til að grípa inn í, áður en hjartaáföll og heilablóðföll eiga sér stað sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir,“ segir Lönneberg. Rannsóknin náði til 34 þúsund einstaklinga á fimmtugs- og sextugsaldri. Hækkaður blóðþrýstingur reyndist alvarlegasti áhættuþátturinn, ekki síst meðal kvenna á fimmtugsaldri. Sérfræðingar segja skilaboðin þau að fylgjast með umræddum gildum og grípa inn í. Þá sé hægt að grípa til alls konar forvarna, til að mynda að breyta matarræðinu, hreyfa sig reglulega og hætta reykingum. Ef lífstílsbreytingar dugi ekki til sé hægt að fá lyf til að draga úr áhættunni. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian.
Heilsa Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Sjá meira