Mannúðarkrísa á Íslandi! Sema Erla Serdar, Sólveig Ásta Sigurðardóttir, Alondra Silva Muñoz, Ásdís Virk Sigtryggsdóttir og Edda Aradóttir skrifa 25. ágúst 2023 15:00 Íslenskt samfélag er statt á krossgötum. Á þessari stundu tökum við afdrifamikla ákvörðun um hvernig framtíð við viljum. Það er núna sem við ákveðum hvers konar mennsku við viljum byggja á í þessu samfélagi, hvernig við skilgreinum hvað mannvirðing og jafnrétti merkja og hver fær að tilheyra menginu “manneskja”. Á Íslandi er nú fólk á flótta sofandi á götunni. Berskjaldaðir einstaklingar eru dæmd af yfirvöldum til fátæktar og hungurs og við sem samfélag stöndum frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort að við leyfum einstaklingum, sem hafa þegar þjáðst nóg, verða fyrir enn meira ofbeldi og þjáningu, í raun meiri vesæld en nokkur manneskja ætti að verða fyrir á heilli ævi. Hér fyrir neðan ber að líta stutta yfirlýsingu frá konunum þremur sem, ásamt stærri hópi fólks á flótta, voru gerðar heimilislausar á Íslandi á síðustu vikum: „Við erum konurnar þrjár sem var vísað út úr húsnæði útlendingastofnunar. 11. ágúst var myrkur dagur fyrir okkur þrjár. Í dag þurfum við að reiða okkur á aðstoð og miskunnsemi annars fólks, líkt og við séum lítil börn. Af hverju? Af því að þið hentuð okkur á götuna. Þið skylduð okkur eftir án allra bjargráða. Þið hafið bætt gráu ofan á svart fyrir okkur. Skaðinn sem þið hafið valdið er mikill og þjáningin og sárin sem fylgja aðgerðum ykkar munu taka mörg ár að gróa. Þið ætlið að senda okkur til landsins þar sem við vorum neyddar út í vændi. Við getum ekki lifað slíkt af. Við getum heldur ekki lifað af á götunni hér á Íslandi. Það eina sem við biðjum um er friður og vernd.“ Stjórnvöld, þið berið ábyrgð. Þið berið ábyrgð á meiriháttar breytingum á meðferð íslenskra yfirvalda á fólki á flótta, og það eru breytingar til hins verra. Þið hafið lögfest kerfisbundinn rasisma og útlendingaandúð á Íslandi, þið hafið gert mannréttindabrot að lögum og innleitt viðhorf sem sendir þau skilaboð til mjög afmarkaðra hóps að þau séu ekki velkomin. Þessi lög beinast helst að ákveðnum hópi fólks, þeim sem eru föst hér, þeim sem ríkið getur ekki brottvísað því enginn samþykkir að taka á móti þeim. Hvernig getið þið varið þá aðgerð að gera alla íslenska ríkisborgara siðferðislega meðseka í framkvæmd kerfisbundinna hatursglæpa? Hvernig getið þið réttlætt að neyða saklaust fólk til að lifa án húsaskjóls, matar, heilbrigðisþjónustu, öryggis og mannréttinda? Og hvað þá í ótakmarkaðan tíma? Hvernig getið þið komið svona fram við fólk? Setjið ykkur í spor þeirra sem þið beitið misrétti. Hvernig myndi ykkur líða ef þið væruð í þessum aðstæðum? Með öll ykkar forréttindi, hvernig getið þið ekki komið fram við aðrar manneskjur sem jafningja? Höfundar eiga sæti í stjórn Solaris. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag er statt á krossgötum. Á þessari stundu tökum við afdrifamikla ákvörðun um hvernig framtíð við viljum. Það er núna sem við ákveðum hvers konar mennsku við viljum byggja á í þessu samfélagi, hvernig við skilgreinum hvað mannvirðing og jafnrétti merkja og hver fær að tilheyra menginu “manneskja”. Á Íslandi er nú fólk á flótta sofandi á götunni. Berskjaldaðir einstaklingar eru dæmd af yfirvöldum til fátæktar og hungurs og við sem samfélag stöndum frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort að við leyfum einstaklingum, sem hafa þegar þjáðst nóg, verða fyrir enn meira ofbeldi og þjáningu, í raun meiri vesæld en nokkur manneskja ætti að verða fyrir á heilli ævi. Hér fyrir neðan ber að líta stutta yfirlýsingu frá konunum þremur sem, ásamt stærri hópi fólks á flótta, voru gerðar heimilislausar á Íslandi á síðustu vikum: „Við erum konurnar þrjár sem var vísað út úr húsnæði útlendingastofnunar. 11. ágúst var myrkur dagur fyrir okkur þrjár. Í dag þurfum við að reiða okkur á aðstoð og miskunnsemi annars fólks, líkt og við séum lítil börn. Af hverju? Af því að þið hentuð okkur á götuna. Þið skylduð okkur eftir án allra bjargráða. Þið hafið bætt gráu ofan á svart fyrir okkur. Skaðinn sem þið hafið valdið er mikill og þjáningin og sárin sem fylgja aðgerðum ykkar munu taka mörg ár að gróa. Þið ætlið að senda okkur til landsins þar sem við vorum neyddar út í vændi. Við getum ekki lifað slíkt af. Við getum heldur ekki lifað af á götunni hér á Íslandi. Það eina sem við biðjum um er friður og vernd.“ Stjórnvöld, þið berið ábyrgð. Þið berið ábyrgð á meiriháttar breytingum á meðferð íslenskra yfirvalda á fólki á flótta, og það eru breytingar til hins verra. Þið hafið lögfest kerfisbundinn rasisma og útlendingaandúð á Íslandi, þið hafið gert mannréttindabrot að lögum og innleitt viðhorf sem sendir þau skilaboð til mjög afmarkaðra hóps að þau séu ekki velkomin. Þessi lög beinast helst að ákveðnum hópi fólks, þeim sem eru föst hér, þeim sem ríkið getur ekki brottvísað því enginn samþykkir að taka á móti þeim. Hvernig getið þið varið þá aðgerð að gera alla íslenska ríkisborgara siðferðislega meðseka í framkvæmd kerfisbundinna hatursglæpa? Hvernig getið þið réttlætt að neyða saklaust fólk til að lifa án húsaskjóls, matar, heilbrigðisþjónustu, öryggis og mannréttinda? Og hvað þá í ótakmarkaðan tíma? Hvernig getið þið komið svona fram við fólk? Setjið ykkur í spor þeirra sem þið beitið misrétti. Hvernig myndi ykkur líða ef þið væruð í þessum aðstæðum? Með öll ykkar forréttindi, hvernig getið þið ekki komið fram við aðrar manneskjur sem jafningja? Höfundar eiga sæti í stjórn Solaris.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun