Sendir herforingjastjórn Níger tóninn Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2023 13:53 Emmanuel Macron, forseti Frakklands. AP/Teresa Suarez Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að sendiherra landsins í Níger verði ekki kallaður heim, þó herforingjar sem tóku nýverið völd í landinu hafi krafist þess. Macron segir herforingjana ekki hafa umboð til að setja slíkar kröfur fram. Herforingjarnir handsömuðu nýverið Mohamed Bazoum, forseta Níger, og hefur honum verið haldið ásamt fjölskyldu sinni í forsetahöll landsins. Herforingjarnir hafa hótað því að taka Bazoum af lífi en þeir saka hann um landráð. Utanríkisráðuneyti Frakklands tilkynnti á föstudaginn að herforingjastjórnin hafði gefið sendiherra Frakklands, Sylvain Itte, 48 klukkustundir til að yfirgefa landið. Það sögðu þeir vegna þess að Itte hefði neitað að hitta nýja stjórnendur landsins og að yfirvöld Frakklands væru að vinna gegn hagsmunum landsins. Sá frestur er runninn út og Macron staðfesti svo á fundi í París í dag að Itte yrði áfram í Níger. Forsetinn ítrekaði að Frakkland styddi Bazoum, sem væri lýðræðislega kjörinn leiðtogi landsins og hrósaði honum fyrir hugrekki varðandi það að segja ekki af sér, samkvæmt frétt France24. Macron sagði stefnu Frakklands skýra og að valdaræningjarnir yrðu ekki viðurkenndir leiðtogar ríkisins. Hann sagði það þvælu að Frakkar væru óvinir Níger, eins og valdaræningjarnir hafa haldið fram. „Vandamál Nígermanna í dag er að valdaræningjarnir eru að setja almenning í hættu því þeir hafa hætt baráttu þeirra gegn hryðjuverkahópum,“ sagði Macron. Hann sagði einnig að herforingjarnir væru að hætta við efnahagsstefnu sem hefði reynst landinu vel og væru að missa aðgang að alþjóðlegri aðstoð sem myndi hjálpa þjóðinni að komast upp úr fátækt. Bazoum var kjörinn forseti árið 2021, í fyrstu friðsömu valdaskiptum Níger frá því landið hlaut sjálfstæði. Um 1.500 franskir hermenn eru í Níger þar sem þeir hafa verið að berjast gegn hryðjuverkahópum á Sahel-svæðinu svokallaða. Það er þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni og nær yfir þvera Afríku. Al-Qaeda, ISIS og fleiri hryðjuverkahópar hafa verið virkir á þessu svæði um árabil. Sjá einnig: Vígamenn mala gull í Afríku Franskir hermenn hafa þurft að yfirgefa bæði Búrkína Fasó og Malí á undanförnum árum, eftir valdaránin þar, en hafa áfram haldið til í Níger. Bandaríkjamenn eru einnig í Níger og hafa stýrt drónaárásum gegn hryðjuverkamönnum þaðan, auk þess sem þeir hafa verið að þjálfa hermenn Níger. Í bæði Búrkína Fasó og Malí sögðust herforingjar hafa tekið völdin vegna þess að þeir gætu barist betur gegn vígahópum á svæðinu. Ofbeldið hefur þá aukist í þeim löndum og árásum hryðjuverkamanna fjölgað. Í nýlegri grein New York Times segir að tugir þúsunda hafi fallið í þessum átökum í ríkjunum þremur á síðustu tíu árum og 3,3 milljónir hafi þurft að flýja heimili sín. Á síðasta ári fjölgaði dauðsföllum verulega í Malí og í Búrkína Fasó. Í Malí dóu fimm þúsund manns í átökum við hryðjuverkamenn og í árásum þeirra, sem er tvöfalt meira en ári áður. Í Búrkína Fasó fjölgaði dauðsföllum um áttatíu prósent milli ára og voru þau um fjögur þúsund í fyrra. Í Níger hefur myndin þó verið önnur. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs dóu færri en höfðu gert á sambærilegu tímabili frá 2018. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa hrósað Bazoum fyrir það að vel hafi gangið þar í landi að berjast geng hryðjuverkamönnum. Ouhoumoudou Mahamadou, forsætisráðherra Níger fyrir valdaránið, segir að ríkið hafi skýlt nágrönnum sínum við vesturströnd Afríku frá þessum hryðjuverkahópum. Það muni ekki halda áfram. Leiðtogar annarra Afríkuríkja, innan Efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríkja, hafa fordæmt valdaránið í Níger, lokað landamærum þeirra að ríkinu og sagt að hernaðaríhlutun komi til greina. Þar er helst um að ræða Nígeríu, Fílabeinsströndina og Benín. Herforingjastjórnir sem hafa tekið völd í Búrkína Fasó og Malí hafa hótað því að koma hernum í Níger til aðstoðar, geri Nígería og aðrir innrás. Níger Frakkland Búrkína Fasó Malí Tengdar fréttir Ætla að sækja forsetann til saka fyrir landráð Valdaræningjarnir í Níger segjast ætla að sækja Mohamed Bazoum, forsetann sem þeir steyptu af stóli, til saka fyrir landráð. Dauðarefsing liggur við landráðum samkvæmt nígerskum lögum. 14. ágúst 2023 09:58 Óttast um heilsu nígerska forsetans Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjastjórn hafa lýst áhyggjum af heilsu og öryggi Mohameds Bazoum, forseta Nígers, sem hefur verið í stofufangelsi frá valdaráni hersins fyrir tveimur vikum. Honum er sagt haldið við ömurlegar aðstæður. 10. ágúst 2023 10:39 Valdaræningjarnir í Níger hafna viðræðum Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger fyrir tveimur vikum meinaði alþjóðlegu teymi samningamanna að koma til landsins í gær. Hún virðist stefna að því að festa völd sín í sessi, meðal annars með því að tilnefna ráðherra í ríkisstjórn. 9. ágúst 2023 08:45 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Herforingjarnir handsömuðu nýverið Mohamed Bazoum, forseta Níger, og hefur honum verið haldið ásamt fjölskyldu sinni í forsetahöll landsins. Herforingjarnir hafa hótað því að taka Bazoum af lífi en þeir saka hann um landráð. Utanríkisráðuneyti Frakklands tilkynnti á föstudaginn að herforingjastjórnin hafði gefið sendiherra Frakklands, Sylvain Itte, 48 klukkustundir til að yfirgefa landið. Það sögðu þeir vegna þess að Itte hefði neitað að hitta nýja stjórnendur landsins og að yfirvöld Frakklands væru að vinna gegn hagsmunum landsins. Sá frestur er runninn út og Macron staðfesti svo á fundi í París í dag að Itte yrði áfram í Níger. Forsetinn ítrekaði að Frakkland styddi Bazoum, sem væri lýðræðislega kjörinn leiðtogi landsins og hrósaði honum fyrir hugrekki varðandi það að segja ekki af sér, samkvæmt frétt France24. Macron sagði stefnu Frakklands skýra og að valdaræningjarnir yrðu ekki viðurkenndir leiðtogar ríkisins. Hann sagði það þvælu að Frakkar væru óvinir Níger, eins og valdaræningjarnir hafa haldið fram. „Vandamál Nígermanna í dag er að valdaræningjarnir eru að setja almenning í hættu því þeir hafa hætt baráttu þeirra gegn hryðjuverkahópum,“ sagði Macron. Hann sagði einnig að herforingjarnir væru að hætta við efnahagsstefnu sem hefði reynst landinu vel og væru að missa aðgang að alþjóðlegri aðstoð sem myndi hjálpa þjóðinni að komast upp úr fátækt. Bazoum var kjörinn forseti árið 2021, í fyrstu friðsömu valdaskiptum Níger frá því landið hlaut sjálfstæði. Um 1.500 franskir hermenn eru í Níger þar sem þeir hafa verið að berjast gegn hryðjuverkahópum á Sahel-svæðinu svokallaða. Það er þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni og nær yfir þvera Afríku. Al-Qaeda, ISIS og fleiri hryðjuverkahópar hafa verið virkir á þessu svæði um árabil. Sjá einnig: Vígamenn mala gull í Afríku Franskir hermenn hafa þurft að yfirgefa bæði Búrkína Fasó og Malí á undanförnum árum, eftir valdaránin þar, en hafa áfram haldið til í Níger. Bandaríkjamenn eru einnig í Níger og hafa stýrt drónaárásum gegn hryðjuverkamönnum þaðan, auk þess sem þeir hafa verið að þjálfa hermenn Níger. Í bæði Búrkína Fasó og Malí sögðust herforingjar hafa tekið völdin vegna þess að þeir gætu barist betur gegn vígahópum á svæðinu. Ofbeldið hefur þá aukist í þeim löndum og árásum hryðjuverkamanna fjölgað. Í nýlegri grein New York Times segir að tugir þúsunda hafi fallið í þessum átökum í ríkjunum þremur á síðustu tíu árum og 3,3 milljónir hafi þurft að flýja heimili sín. Á síðasta ári fjölgaði dauðsföllum verulega í Malí og í Búrkína Fasó. Í Malí dóu fimm þúsund manns í átökum við hryðjuverkamenn og í árásum þeirra, sem er tvöfalt meira en ári áður. Í Búrkína Fasó fjölgaði dauðsföllum um áttatíu prósent milli ára og voru þau um fjögur þúsund í fyrra. Í Níger hefur myndin þó verið önnur. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs dóu færri en höfðu gert á sambærilegu tímabili frá 2018. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa hrósað Bazoum fyrir það að vel hafi gangið þar í landi að berjast geng hryðjuverkamönnum. Ouhoumoudou Mahamadou, forsætisráðherra Níger fyrir valdaránið, segir að ríkið hafi skýlt nágrönnum sínum við vesturströnd Afríku frá þessum hryðjuverkahópum. Það muni ekki halda áfram. Leiðtogar annarra Afríkuríkja, innan Efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríkja, hafa fordæmt valdaránið í Níger, lokað landamærum þeirra að ríkinu og sagt að hernaðaríhlutun komi til greina. Þar er helst um að ræða Nígeríu, Fílabeinsströndina og Benín. Herforingjastjórnir sem hafa tekið völd í Búrkína Fasó og Malí hafa hótað því að koma hernum í Níger til aðstoðar, geri Nígería og aðrir innrás.
Níger Frakkland Búrkína Fasó Malí Tengdar fréttir Ætla að sækja forsetann til saka fyrir landráð Valdaræningjarnir í Níger segjast ætla að sækja Mohamed Bazoum, forsetann sem þeir steyptu af stóli, til saka fyrir landráð. Dauðarefsing liggur við landráðum samkvæmt nígerskum lögum. 14. ágúst 2023 09:58 Óttast um heilsu nígerska forsetans Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjastjórn hafa lýst áhyggjum af heilsu og öryggi Mohameds Bazoum, forseta Nígers, sem hefur verið í stofufangelsi frá valdaráni hersins fyrir tveimur vikum. Honum er sagt haldið við ömurlegar aðstæður. 10. ágúst 2023 10:39 Valdaræningjarnir í Níger hafna viðræðum Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger fyrir tveimur vikum meinaði alþjóðlegu teymi samningamanna að koma til landsins í gær. Hún virðist stefna að því að festa völd sín í sessi, meðal annars með því að tilnefna ráðherra í ríkisstjórn. 9. ágúst 2023 08:45 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Ætla að sækja forsetann til saka fyrir landráð Valdaræningjarnir í Níger segjast ætla að sækja Mohamed Bazoum, forsetann sem þeir steyptu af stóli, til saka fyrir landráð. Dauðarefsing liggur við landráðum samkvæmt nígerskum lögum. 14. ágúst 2023 09:58
Óttast um heilsu nígerska forsetans Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjastjórn hafa lýst áhyggjum af heilsu og öryggi Mohameds Bazoum, forseta Nígers, sem hefur verið í stofufangelsi frá valdaráni hersins fyrir tveimur vikum. Honum er sagt haldið við ömurlegar aðstæður. 10. ágúst 2023 10:39
Valdaræningjarnir í Níger hafna viðræðum Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger fyrir tveimur vikum meinaði alþjóðlegu teymi samningamanna að koma til landsins í gær. Hún virðist stefna að því að festa völd sín í sessi, meðal annars með því að tilnefna ráðherra í ríkisstjórn. 9. ágúst 2023 08:45