Stór ákvörðun Musk rakin til máls dóttur hans Jón Þór Stefánsson skrifar 1. september 2023 14:23 „Hún trúir því að allir sem eru ríkir séu illmenni,“ segir Elon Musk um dóttur sína. Mynd/EPA Kaup Elon Musk á samfélagsmiðlinum Twitter og stefnubreytingar miðilsins eftir kaupin eiga rætur sínar að rekja til fjölskyldumála auðkýfingsins. Þetta kemur fram í grein Wall Street Journal sem byggir á ævisögu um Elon Musk. Fram kemur að í aðdraganda kaupanna hafi Elon Musk verið orðinn áhyggjufullur vegna pólitískrar rétthugsunar, sem hann er sagður líkja við veiru í daglegu tali. Áhyggjur Musk byggja á máli elsta barns hans, sem tilkynnti fjölskyldumeðlimum sínum í fyrra að hún væri trans. Þá var hún sextán ára gömul. „Ekki segja föður mínum frá þessu“ „Hæ, ég er trans og ég heiti núna Jenna,“ á hún að hafa sent fjölskyldumeðlimi sínum. „Ekki segja föður mínum frá þessu,“ bætti hún við. Þegar Musk frétti af þessu hafi hann verið nokkuð sleginn yfir fregnunum. Ekki bætti úr skák fyrir hann þegar hann komst að því að Jenna aðhylltist Marxisma. „Hún gekk lengra en að vera sósíalisti. Hún er bara algjör kommúnisti og trúir því að allir sem eru ríkir séu illmenni,“ er haft eftir Musk í bókinni. Þess má geta að Musk er ríkasti maður heims samkvæmt Forbes. Valdi honum miklum sársauka Málið er sagt fara mikið fyrir brjóstið á honum. Um sé að ræða það sem hafi valdið honum mestum sársauka síðan fyrsta barnið hans lést nokkurra vikna gamalt árið 2002. Jenna umgengst ekki föður sinn þessa dagana, en Musk vill meina að hann hafi ítrekað reynt að ná sáttum við hana, en án árangurs. „Hún vill bara ekki umgangast mig,“ segir hann. Fram kemur að Musk kenni skólum sem hún stundaði nám við í Los Angeles um málið. Þar hafi hún verið innrætt af hugmyndafræðinni sem hún aðhyllist nú. Jafnframt leit hann svo á að Twitter væri orðið uppfullt af þessum sömu hugmyndum. Og það er ein megin ástæða þess að hann lét til skarar skríða og keypti Twitter, sem heitir nú X. Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Fram kemur að í aðdraganda kaupanna hafi Elon Musk verið orðinn áhyggjufullur vegna pólitískrar rétthugsunar, sem hann er sagður líkja við veiru í daglegu tali. Áhyggjur Musk byggja á máli elsta barns hans, sem tilkynnti fjölskyldumeðlimum sínum í fyrra að hún væri trans. Þá var hún sextán ára gömul. „Ekki segja föður mínum frá þessu“ „Hæ, ég er trans og ég heiti núna Jenna,“ á hún að hafa sent fjölskyldumeðlimi sínum. „Ekki segja föður mínum frá þessu,“ bætti hún við. Þegar Musk frétti af þessu hafi hann verið nokkuð sleginn yfir fregnunum. Ekki bætti úr skák fyrir hann þegar hann komst að því að Jenna aðhylltist Marxisma. „Hún gekk lengra en að vera sósíalisti. Hún er bara algjör kommúnisti og trúir því að allir sem eru ríkir séu illmenni,“ er haft eftir Musk í bókinni. Þess má geta að Musk er ríkasti maður heims samkvæmt Forbes. Valdi honum miklum sársauka Málið er sagt fara mikið fyrir brjóstið á honum. Um sé að ræða það sem hafi valdið honum mestum sársauka síðan fyrsta barnið hans lést nokkurra vikna gamalt árið 2002. Jenna umgengst ekki föður sinn þessa dagana, en Musk vill meina að hann hafi ítrekað reynt að ná sáttum við hana, en án árangurs. „Hún vill bara ekki umgangast mig,“ segir hann. Fram kemur að Musk kenni skólum sem hún stundaði nám við í Los Angeles um málið. Þar hafi hún verið innrætt af hugmyndafræðinni sem hún aðhyllist nú. Jafnframt leit hann svo á að Twitter væri orðið uppfullt af þessum sömu hugmyndum. Og það er ein megin ástæða þess að hann lét til skarar skríða og keypti Twitter, sem heitir nú X.
Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira