Tugir þúsunda hátíðargesta fastir í eyðimörkinni vegna rigningar Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2023 08:07 Gervihnattarmynd af hátíðarsvæðinu en talið er að 73 þúsund manns hafi sótt hátíðina. Margir þeirra eru fastir á svæðinu vegna leðju. AP/Maxar Gestum Burning man hátíðarinnar í eyðimörk Nevada í Bandaríkjunum var sagt í gær að spara matvæli, vatn og eldsneyti þar sem þúsundir sitja fastir á hátíðarsvæðinu vegna mikilla rigninga. Hátíðarsvæðið og nærliggjandi umhverfi er þakið þykkri leðju eftir rigningarnar. Öllum vegum við hátíðarsvæðið hefur verið lokað og hefur ekki verið hægt að tæma klósett á hátíðarsvæðinu um helgina. Von er á enn meiri rigningu í dag en hátíðinni líkur formlega á morgun og er áætlað að um 73 þúsund manns séu á hátíðarsvæðinu. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að enn sé ekki ljóst hvenær hátíðargestir munu geta yfirgefið svæðið. Héraðsmiðillinn Reno Gazette Journal segir þó að einhverjir hafi gengið rúma átta kílómetra í gegnum leðjuna til að komast af svæðinu. Í frétt RGJ segir að gífurlega erfitt sé að ganga í leðjunni. Fógetinn í Washoe-sýslu, þar sem hátíðin er haldin, hefur beðið gesti um að reyna ekki að keyra af hátíðarsvæðinu eða inn á það. Fólk hefur líka verið beðið um að hætta að hringja í Neyðarlínuna til að fá almennar upplýsingar en forsvarsmenn hátíðarinnar hafa sett upp vefsíðu þar sem gestir eiga að geta nálgast helstu upplýsingar. Due to flooding, the Nevada Department of Transportation has announced the closure of all travel lanes at Nevada State Route 447 near W Pyramid Lake Rd.— Washoe Sheriff (@WashoeSheriff) September 2, 2023 Ákveðið var að fresta því að halda hina frægu brennu, sem hátíðin fær nafn sitt frá, en það átti að gerast í gærkvöldi. Óttast var að fólk myndi reyna að yfirgefa svæðið í massavís eftir brennuna. Bandaríkin Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Öllum vegum við hátíðarsvæðið hefur verið lokað og hefur ekki verið hægt að tæma klósett á hátíðarsvæðinu um helgina. Von er á enn meiri rigningu í dag en hátíðinni líkur formlega á morgun og er áætlað að um 73 þúsund manns séu á hátíðarsvæðinu. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að enn sé ekki ljóst hvenær hátíðargestir munu geta yfirgefið svæðið. Héraðsmiðillinn Reno Gazette Journal segir þó að einhverjir hafi gengið rúma átta kílómetra í gegnum leðjuna til að komast af svæðinu. Í frétt RGJ segir að gífurlega erfitt sé að ganga í leðjunni. Fógetinn í Washoe-sýslu, þar sem hátíðin er haldin, hefur beðið gesti um að reyna ekki að keyra af hátíðarsvæðinu eða inn á það. Fólk hefur líka verið beðið um að hætta að hringja í Neyðarlínuna til að fá almennar upplýsingar en forsvarsmenn hátíðarinnar hafa sett upp vefsíðu þar sem gestir eiga að geta nálgast helstu upplýsingar. Due to flooding, the Nevada Department of Transportation has announced the closure of all travel lanes at Nevada State Route 447 near W Pyramid Lake Rd.— Washoe Sheriff (@WashoeSheriff) September 2, 2023 Ákveðið var að fresta því að halda hina frægu brennu, sem hátíðin fær nafn sitt frá, en það átti að gerast í gærkvöldi. Óttast var að fólk myndi reyna að yfirgefa svæðið í massavís eftir brennuna.
Bandaríkin Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira