Mannskæðir vatnavextir í úrhelli á Spáni Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2023 12:24 Björgumenn leita að fjölskylduföður sem hvarf þegar aurskriða ýtti bíl hans út í á við Aldea del Fresno í Madridarhéraði í gær. Vísir/EPA Að minnsta kostir tveir eru látnir í miklum vatnavöxtum á Spáni. Fólki hefur verið bjargað af húsþökum og vegir og járnbrautarlínur hafa lokast vegna úrhellisrigningarinnar sem byrjaði að falla í gær. Rauðar veðurviðvaranir vegna aftakaúrkomu voru gefnar út í Madrid, Toledo og Cádiz vegna óveðursins Dönu í gær. Íbúar í höfuðborginni voru beðnir um að halda sig heima og knattspyrnuleik Atlético Madrid og Sevilla var frestað í gær. Mikið álag var á viðbragðsaðilum þar sem sinntu á annað þúsund útköllum. Spáð er áframhaldandi rigningu, að minnsta kosti til síðdegis í dag. Tveir fórust í dreifbýli við borgina Toledo, rúma sjötíu kílómetra suðvestur af Madrid á miðjum Spáni. Annar þeirra fórst í bíl sínum á hraðbraut við bæinn Bargas. Hinn maðurinn lést þegar hann festist í lyftu í bænum Casarrubios de Montes. Slökkviliðsmenn reyndu að bjarga honum þaðan árangurslaust, að sögn spænska ríkisútvarpsins RTVE. Major flooding unfolding in Spain right now as heavy storms batter the peninsula. This from Camping Alfacs in Tarragona.pic.twitter.com/igKOGjcGk8— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) September 3, 2023 Tíu ára bjargað úr tré eftir átta klukkutíma Eins manns, sem hvarf þegar bíll hans og fjölskyldu hans hafnaði út í ánni Alberche þegar hann varð fyrir aurskriðu, er leitað við Aldea del Fresno, einnig suðvestur af Madrid. Tíu ára gömlum syni hans, sem var með honum í bílnum, var bjargað átta klukkustundum síðar. Hann hafði náð að klifra upp í tré. Móðir hans og systir, sem voru einnig í bílnum, höfðu áður fundist að lífi, að sögn spænska dagblaðsins El País. Þá er 83 ára gamals karlmanns leitað en vatnselgurinn hreif hann með sér í bænum Villamanta í sjálfstjórnarhéraði Madridar. Yfirvöld í Madrid og Toledo eru sögð ætla að fara fram á að svæðin verði lýst hamfarasvæði. Vegir breyttust í ólgandi stórfljót vatns og eðju í Madrid, Castilla-La Mancha, Katalóníu og Valencia. Sum staðar gerði jafnvel haglél. Í Castelló-héraði í sjálfstjórnarhéraðinu Valencia björguðu slökkviliðsmenn manni sem sat fastur í bíl sínum í mittisháu flóðvatni. Sobering scenes from Toledo pic.twitter.com/0Sb9RsoLFf— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) September 3, 2023 Þyrlur voru notaðar til þess að bjarga fólki af húsþökum í kringum Toledo, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Úrhellið kemur í kjölfar ákafra hitabylgna á Spáni í ágúst. Slökkviliðsmenn hafa glímt við mikla gróðurelda víðs vegar um landið en tugir þúsunda hektara lands hafa orðið eldi að bráð á þessu ári. Spánn Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Rauðar veðurviðvaranir vegna aftakaúrkomu voru gefnar út í Madrid, Toledo og Cádiz vegna óveðursins Dönu í gær. Íbúar í höfuðborginni voru beðnir um að halda sig heima og knattspyrnuleik Atlético Madrid og Sevilla var frestað í gær. Mikið álag var á viðbragðsaðilum þar sem sinntu á annað þúsund útköllum. Spáð er áframhaldandi rigningu, að minnsta kosti til síðdegis í dag. Tveir fórust í dreifbýli við borgina Toledo, rúma sjötíu kílómetra suðvestur af Madrid á miðjum Spáni. Annar þeirra fórst í bíl sínum á hraðbraut við bæinn Bargas. Hinn maðurinn lést þegar hann festist í lyftu í bænum Casarrubios de Montes. Slökkviliðsmenn reyndu að bjarga honum þaðan árangurslaust, að sögn spænska ríkisútvarpsins RTVE. Major flooding unfolding in Spain right now as heavy storms batter the peninsula. This from Camping Alfacs in Tarragona.pic.twitter.com/igKOGjcGk8— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) September 3, 2023 Tíu ára bjargað úr tré eftir átta klukkutíma Eins manns, sem hvarf þegar bíll hans og fjölskyldu hans hafnaði út í ánni Alberche þegar hann varð fyrir aurskriðu, er leitað við Aldea del Fresno, einnig suðvestur af Madrid. Tíu ára gömlum syni hans, sem var með honum í bílnum, var bjargað átta klukkustundum síðar. Hann hafði náð að klifra upp í tré. Móðir hans og systir, sem voru einnig í bílnum, höfðu áður fundist að lífi, að sögn spænska dagblaðsins El País. Þá er 83 ára gamals karlmanns leitað en vatnselgurinn hreif hann með sér í bænum Villamanta í sjálfstjórnarhéraði Madridar. Yfirvöld í Madrid og Toledo eru sögð ætla að fara fram á að svæðin verði lýst hamfarasvæði. Vegir breyttust í ólgandi stórfljót vatns og eðju í Madrid, Castilla-La Mancha, Katalóníu og Valencia. Sum staðar gerði jafnvel haglél. Í Castelló-héraði í sjálfstjórnarhéraðinu Valencia björguðu slökkviliðsmenn manni sem sat fastur í bíl sínum í mittisháu flóðvatni. Sobering scenes from Toledo pic.twitter.com/0Sb9RsoLFf— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) September 3, 2023 Þyrlur voru notaðar til þess að bjarga fólki af húsþökum í kringum Toledo, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Úrhellið kemur í kjölfar ákafra hitabylgna á Spáni í ágúst. Slökkviliðsmenn hafa glímt við mikla gróðurelda víðs vegar um landið en tugir þúsunda hektara lands hafa orðið eldi að bráð á þessu ári.
Spánn Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent