Hvernig dó hann? Arna Pálsdóttir skrifar 7. september 2023 12:30 Í dag er gulur dagur sem er hluti af samvinnuverkefninu gulur september. Gulur september er forvarnarverkefni stofnana og samtaka sem vinna að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Þegar við hugsum um forvarnir sjáum við oft fyrir okkur skilti á strætóskýlum, auglýsingar, safnanir (og oftar en ekki Þorgrím Þráinsson). Allt þetta eru vissulega forvarnir sem unnar eru með markvissum hætti m.a. með það fyrir augum að ná til tiltekinna áhættuhópa. En forvarnir eru svo miklu meira en það og okkar ábyrgð í forvörnum er gríðarlega mikil. Ég var 16 ára þegar ég missti pabba minn í sjálfsvígi. Í langan tíma eftir að pabbi dó var erfitt að segja að hann væri dáinn en verst af öllu var að segja hvernig hann dó. Það var ekkert sem ég hræddist meira en spurningin: Hvernig dó hann? Þögnin og óþægilega andrúmsloftið sem tók yfir þegar dánarorsök hans lá fyrir varð til þess að maður vildi helst af öllu vera ósýnilegur. Það var löngu seinna sem ég áttaði mig á tilfinningunni sem bjó þarna að baki. Tilfinningin var skömm. Ég skammaðist mín fyrir það að pabbi minn hefði framið sjálfsvíg. Ég skammaðist mín ekki fyrir pabba minn heldur sjálfsvígið. Ég hræddist fordóma og ég upplifði fordóma. Orðið fordómar er gagnsætt orð. Við dæmum, myndum okkur skoðun og tjáum okkur án þekkingar. Þannig er eina leiðin til að uppræta fordóma þekking og opin umræða. Þarna höfum við öll mikinn mátt og þarna kemur okkar ábyrgð í forvörnum inn. Það að tala opinskátt um sjálfsvíg og deila reynslu sinni getur reynst öðrum ómetanlegt. Opin umræða breytir menningu og úreltum gildum. Verum meðvituð um getu okkar og hæfni til að ræða tiltekin mál áður en við tjáum skoðanir okkar. Skoðanir sem geta verið særandi og meiðandi fyrir aðra. Það reynist mörgum erfitt að skilja sjálfsvíg og það er eðlilegt og allt í lagi. Sjálfsvíg eru flókin og að baki hverju sjálfsvígi er sjálfstæður aðdragandi. Ekkert sjálfsvíg er eins og við þurfum ekki að skilja hvert og eitt sjálfsvíg til þess að sýna mildi og umburðarlyndi. Það er svo margt annað sem við getum öðlast skilning á. Við getum skilið að sjálfsvíg eru heilbrigðismál, skilið áhættuþætti og gildi forvarna. Við getum skilið að einstaklingur sem vill binda enda á líf sitt er í baráttu og við getum skilið að þessi einstaklingur þarf aðgengi að heilbrigðiskerfi. Hann þarf að finna fyrir samstöðu og stuðning í menningu okkar. Að baki hverju sjálfsvígi er ekki sjálfhverfa eða heigulskapur heldur þjáning, vonleysi og örvænting. Það eru til líkamleg veikindi og geðræn veikindi. Bæði geta dregið fólk til dauða. Geðræn veikindi og sjálfvíg gera ekki greinarmun á stöðu fólks eða lífsgæðum. Þau eru alls staðar, alveg eins og önnur veikindi. Umræðan um sjálfsvíg má því ekki vera tabú eða óþægileg. Gefum geðrækt og sjálfsvígum meira vægi, í heilbrigðiskerfinu og í umræðu okkar á milli. Dæmum ekki það sem við ekki þekkjum og verum góð hvort við annað. Bara þannig upprætum við fordóma og skömm. Höfundur situr í stjórn Píeta samtakanna. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Pálsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag er gulur dagur sem er hluti af samvinnuverkefninu gulur september. Gulur september er forvarnarverkefni stofnana og samtaka sem vinna að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Þegar við hugsum um forvarnir sjáum við oft fyrir okkur skilti á strætóskýlum, auglýsingar, safnanir (og oftar en ekki Þorgrím Þráinsson). Allt þetta eru vissulega forvarnir sem unnar eru með markvissum hætti m.a. með það fyrir augum að ná til tiltekinna áhættuhópa. En forvarnir eru svo miklu meira en það og okkar ábyrgð í forvörnum er gríðarlega mikil. Ég var 16 ára þegar ég missti pabba minn í sjálfsvígi. Í langan tíma eftir að pabbi dó var erfitt að segja að hann væri dáinn en verst af öllu var að segja hvernig hann dó. Það var ekkert sem ég hræddist meira en spurningin: Hvernig dó hann? Þögnin og óþægilega andrúmsloftið sem tók yfir þegar dánarorsök hans lá fyrir varð til þess að maður vildi helst af öllu vera ósýnilegur. Það var löngu seinna sem ég áttaði mig á tilfinningunni sem bjó þarna að baki. Tilfinningin var skömm. Ég skammaðist mín fyrir það að pabbi minn hefði framið sjálfsvíg. Ég skammaðist mín ekki fyrir pabba minn heldur sjálfsvígið. Ég hræddist fordóma og ég upplifði fordóma. Orðið fordómar er gagnsætt orð. Við dæmum, myndum okkur skoðun og tjáum okkur án þekkingar. Þannig er eina leiðin til að uppræta fordóma þekking og opin umræða. Þarna höfum við öll mikinn mátt og þarna kemur okkar ábyrgð í forvörnum inn. Það að tala opinskátt um sjálfsvíg og deila reynslu sinni getur reynst öðrum ómetanlegt. Opin umræða breytir menningu og úreltum gildum. Verum meðvituð um getu okkar og hæfni til að ræða tiltekin mál áður en við tjáum skoðanir okkar. Skoðanir sem geta verið særandi og meiðandi fyrir aðra. Það reynist mörgum erfitt að skilja sjálfsvíg og það er eðlilegt og allt í lagi. Sjálfsvíg eru flókin og að baki hverju sjálfsvígi er sjálfstæður aðdragandi. Ekkert sjálfsvíg er eins og við þurfum ekki að skilja hvert og eitt sjálfsvíg til þess að sýna mildi og umburðarlyndi. Það er svo margt annað sem við getum öðlast skilning á. Við getum skilið að sjálfsvíg eru heilbrigðismál, skilið áhættuþætti og gildi forvarna. Við getum skilið að einstaklingur sem vill binda enda á líf sitt er í baráttu og við getum skilið að þessi einstaklingur þarf aðgengi að heilbrigðiskerfi. Hann þarf að finna fyrir samstöðu og stuðning í menningu okkar. Að baki hverju sjálfsvígi er ekki sjálfhverfa eða heigulskapur heldur þjáning, vonleysi og örvænting. Það eru til líkamleg veikindi og geðræn veikindi. Bæði geta dregið fólk til dauða. Geðræn veikindi og sjálfvíg gera ekki greinarmun á stöðu fólks eða lífsgæðum. Þau eru alls staðar, alveg eins og önnur veikindi. Umræðan um sjálfsvíg má því ekki vera tabú eða óþægileg. Gefum geðrækt og sjálfsvígum meira vægi, í heilbrigðiskerfinu og í umræðu okkar á milli. Dæmum ekki það sem við ekki þekkjum og verum góð hvort við annað. Bara þannig upprætum við fordóma og skömm. Höfundur situr í stjórn Píeta samtakanna. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun