Loftslagsmál í lausagangi hjá umhverfisráðherra Andrés Ingi Jónsson skrifar 8. september 2023 13:30 Forystuleysi ríkisstjórnarinnar er að verða að sjálfstæðu vandamáli í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Hjá umhverfisráðherra birtist það gjarnan í því að hann víkur sér undan umræðu um aðgerðir með því að fara með margtuggða rullu um hitaveituvæðinguna. Horfir til fortíðar frekar en framtíðar. Með því að spyrja réttra spurninga er síðan hægt að fá skýrari innsýn í áhuga- og aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Í dag fékk ég loksins svar frá umhverfisráðherra um stóru línurnar í loftslagsmálum. Sú staðreynd að ráðuneytið tók sér níu mánuði að svara segir sitt, en svörin eru auk þess áhyggjuefni. Aukinn metnaður í orði, ekki á borði Í febrúar 2021 uppfærði Ísland markmið sín gagnvart loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna, samstíga Evrópusambandinu og Noregi. Þegar ný ríkisstjórn var síðan mynduð í nóvember 2021 sagðist hún vera að auka metnað í loftslagsmálum frá því sem var á síðasta kjörtímabili. Allan síðasta vetur hef ég reynt að fá umhverfisráðherra til að svara einfaldri spurningu: Hvernig á þessi aukni metnaður að birtast í formlegum skuldbindingum? „Ekki hefur verið tekin frekari ákvörðun um að uppfæra landsmarkmið Íslands gagnvart loftslagssamningnum,“ segir í svarinu. Hálft kjörtímabil án skýrrar forystu Ég spurði líka hvenær ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum muni líta dagsins ljós. Sú sem unnið er eftir í dag er nefnilega frá 2020, áður en formlegu markmiðin gagnvart loftslagssamningnum breyttust, áður en ríkisstjórnin tók við með nýjum stjórnarsáttmála. Þar er álíka lítið að frétta af aðgerðum ráðherrans. „Undirbúningur er hafinn að því að uppfæra og aðlaga aðgerðaáætlun í loftslagsmálum að hinum hertu markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.“ Atvinnulífinu hefur verið falið að setja sér markmið um ákveðna geira, en algjörlega án þeirrar pólitísku forystu sem nauðsynleg er um heildarsýnina. Næstum tvö ár eru liðin frá því að nýr ráðherra settist í umhverfisráðuneytið. Metnaðarleysið fyrir loftslagsmálum er himinhrópandi. Það birtist sjaldan skýrar en í því að það sé ekki einu sinni búið að uppfæra þessi grundvallarmarkmið – þennan ramma fyrir aðgerðir samfélagsins gegn loftslagsbreytingum sem þarf pólitíska forystu til að setja. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Loftslagsmál Píratar Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Hver vill verða öryrki? Grétar Pétur Geirsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Forystuleysi ríkisstjórnarinnar er að verða að sjálfstæðu vandamáli í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Hjá umhverfisráðherra birtist það gjarnan í því að hann víkur sér undan umræðu um aðgerðir með því að fara með margtuggða rullu um hitaveituvæðinguna. Horfir til fortíðar frekar en framtíðar. Með því að spyrja réttra spurninga er síðan hægt að fá skýrari innsýn í áhuga- og aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Í dag fékk ég loksins svar frá umhverfisráðherra um stóru línurnar í loftslagsmálum. Sú staðreynd að ráðuneytið tók sér níu mánuði að svara segir sitt, en svörin eru auk þess áhyggjuefni. Aukinn metnaður í orði, ekki á borði Í febrúar 2021 uppfærði Ísland markmið sín gagnvart loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna, samstíga Evrópusambandinu og Noregi. Þegar ný ríkisstjórn var síðan mynduð í nóvember 2021 sagðist hún vera að auka metnað í loftslagsmálum frá því sem var á síðasta kjörtímabili. Allan síðasta vetur hef ég reynt að fá umhverfisráðherra til að svara einfaldri spurningu: Hvernig á þessi aukni metnaður að birtast í formlegum skuldbindingum? „Ekki hefur verið tekin frekari ákvörðun um að uppfæra landsmarkmið Íslands gagnvart loftslagssamningnum,“ segir í svarinu. Hálft kjörtímabil án skýrrar forystu Ég spurði líka hvenær ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum muni líta dagsins ljós. Sú sem unnið er eftir í dag er nefnilega frá 2020, áður en formlegu markmiðin gagnvart loftslagssamningnum breyttust, áður en ríkisstjórnin tók við með nýjum stjórnarsáttmála. Þar er álíka lítið að frétta af aðgerðum ráðherrans. „Undirbúningur er hafinn að því að uppfæra og aðlaga aðgerðaáætlun í loftslagsmálum að hinum hertu markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.“ Atvinnulífinu hefur verið falið að setja sér markmið um ákveðna geira, en algjörlega án þeirrar pólitísku forystu sem nauðsynleg er um heildarsýnina. Næstum tvö ár eru liðin frá því að nýr ráðherra settist í umhverfisráðuneytið. Metnaðarleysið fyrir loftslagsmálum er himinhrópandi. Það birtist sjaldan skýrar en í því að það sé ekki einu sinni búið að uppfæra þessi grundvallarmarkmið – þennan ramma fyrir aðgerðir samfélagsins gegn loftslagsbreytingum sem þarf pólitíska forystu til að setja. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar