Åge Hareide: Getum ekki gefið svona mörg færi á okkur Hjörvar Ólafsson skrifar 8. september 2023 22:01 Åge Hareide hefur um margt að hugsa eftir tapið gegn Lúxemborg í kvöld. Vísir/Getty Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir lærisveina sína hafa gert of mörg mistök og gefið of mörg færi á sér þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Lúxemborg á útivelli í undankeppni EM 2024 í kvöld. „Það voru eintaklingsmistök sem urðu okkur að falli í þessum leik. Við hefðum getað dílað við hlutina mun betur í fyrsta markinu og gefum boltann of auðveldlega frá okkur í marki tvö. Það var það sama uppi á teningnum að þessu sinni og á móti Slóvakíu að við gefum of mörg færi á okkur. Við verðum að vinna í því,“ sagði Norðmaðurinn svekktur að leik loknum. „Að sama skapi erum við ekki að skapa nógu mörg færi. Við erum með tæknilega góða leikmenn sem ná ekki að sýna styrkleika sína með boltann og við þurfum að fara yfir það hvernig við komum þeim í betri og hættulegri stöður með boltann. Leikmenn lögðu sig alla fram í verkefnið og sýndu karakter að minnka muninn í 1-2 en það dugði ekki til,“ sagði þjálfarinn enn fremur. Hareide var ekki sammála dómarateyminu hvað vítaspyrnudóminn í fyrsta marki Lúxemborgar varðar: „Ég skil ekki hvernig VAR-herbergið sá eitthvað sem dómarinn sá ekki í því atviki. Það var í takt við allt annað í þessari kvöldstund. Það fór eiginlega allt sem mögulegt var úrskeiðis,“ sagði hann um ákvörðun dómaranna. „Við höfum hins vegar engan tíma til þess að vorkenna okkur. Það er stutt í næsta leik á móti Bosníu. Við verðum að snúa bökum saman og gera betur í þeim leik. Við munum berjast um að komast í lokakeppnina á meðan það er möguleiki á því. Eins og ég sagði áðan þá getum við ekki gert jafn mörg mistök og við höfum verið að gera. Manni er refsað fyrir það á þessu leveli og ef við ætlum að ná í hagstæð úrslit verðum við að fækka mistökunum og sýna meiri aga í aðgerðum okkar,“ sagði Hareide um framhaldið. Allt viðtalið við Åge Hareide landsliðsþjálfara má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Åge Hareide - Viðtal Íslenski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Fleiri fréttir Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Sjá meira
„Það voru eintaklingsmistök sem urðu okkur að falli í þessum leik. Við hefðum getað dílað við hlutina mun betur í fyrsta markinu og gefum boltann of auðveldlega frá okkur í marki tvö. Það var það sama uppi á teningnum að þessu sinni og á móti Slóvakíu að við gefum of mörg færi á okkur. Við verðum að vinna í því,“ sagði Norðmaðurinn svekktur að leik loknum. „Að sama skapi erum við ekki að skapa nógu mörg færi. Við erum með tæknilega góða leikmenn sem ná ekki að sýna styrkleika sína með boltann og við þurfum að fara yfir það hvernig við komum þeim í betri og hættulegri stöður með boltann. Leikmenn lögðu sig alla fram í verkefnið og sýndu karakter að minnka muninn í 1-2 en það dugði ekki til,“ sagði þjálfarinn enn fremur. Hareide var ekki sammála dómarateyminu hvað vítaspyrnudóminn í fyrsta marki Lúxemborgar varðar: „Ég skil ekki hvernig VAR-herbergið sá eitthvað sem dómarinn sá ekki í því atviki. Það var í takt við allt annað í þessari kvöldstund. Það fór eiginlega allt sem mögulegt var úrskeiðis,“ sagði hann um ákvörðun dómaranna. „Við höfum hins vegar engan tíma til þess að vorkenna okkur. Það er stutt í næsta leik á móti Bosníu. Við verðum að snúa bökum saman og gera betur í þeim leik. Við munum berjast um að komast í lokakeppnina á meðan það er möguleiki á því. Eins og ég sagði áðan þá getum við ekki gert jafn mörg mistök og við höfum verið að gera. Manni er refsað fyrir það á þessu leveli og ef við ætlum að ná í hagstæð úrslit verðum við að fækka mistökunum og sýna meiri aga í aðgerðum okkar,“ sagði Hareide um framhaldið. Allt viðtalið við Åge Hareide landsliðsþjálfara má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Åge Hareide - Viðtal
Íslenski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Fleiri fréttir Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Sjá meira