Í þágu hverra á að forgangsraða innan Samgöngusáttmálans? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 10. september 2023 10:00 Samgöngusáttmálinn er tímamótasamningur um skýra framtíðarsýn í fjölbreyttum samgöngumátum fyrir höfuðborgarsvæðið. Vinna við uppfærslu hans er í gangi. Skilaboð síðustu daga eru að endurskoða þurfi samninginn. Ekki er til nægt fjármagn til að gera allt fyrir alla strax. Það þarf að forgangsraða verkefnum og fjármunum. Hvernig er hægt að uppfylla markmið sáttmálans um að þjóna öllum ferðamátum en á sama tíma forgangsraða takmörkuðum fjármunum. Í þágu hverra á að forgangsraða? Breiðholt er fjölmennasta hverfi borgarinnar með stærstu stoppistöðina Breiðholt er fjölmennasta hverfi borgarinnar með stærstu stoppistöð Strætó í Mjódd, stöð sem er stærri en Hlemmur, stærri en Hamraborg, Lækjartorg og Fjörður. Mjóddin er fjölförnust, mest notuð. Frá áramótum hafa tæplega 39 þúsund inn- og útstig á virkum dögum vikulega komið í gegnum Mjóddina. Þannig er það ekki bara loftslags- og lýðheilsumál að draga úr umferð úr fjölmennasta hverfi borgarinnar heldur þarf líka horfa til hvar fjölförnustu staðirnir eru, hvar býr flesta fólkið sem nú þegar nýtir sér almenningssamgöngur. Hvar er hægt að draga úr umferð til að skapa pláss fyrir aðra bíla. Þannig er brýnt að horfa á heildarmyndina til að uppfylla markmið sáttmálans, þjóna öllum ferðamátum. Íbúaráð Breiðholts minnir á viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Betri samgangna Á fundi íbúaráðs Breiðholts í maí 2021 kom fram skýr vilji ráðsins að hvetja til að forgangsröðun Borgarlínu yrði endurskoðuð og að Breiðholtið yrði fært framar á forgangslista uppbyggingarinar. Ári seinna var undirrituð viljayfirlýsing Reykjavíkurborgar og Betri samgangna í apríl 2022, er byggir á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið undirrituðu í september árið 2019, um vilja aðilanna til að flýta Borgalínuleið frá Vogabyggð upp í Breiðholt. Þann 30. ágúst sl. birtist vilji ráðsins á fundi sem brýndi hversu mikilvægt það væri að flýta uppbyggingu og forhönnun Borgarlínu upp í Mjódd sér í lagi þar sem vinna við nýtt deiliskipulag er í gangi, sviðsmyndagreining Vegagerðar og Betri samgangna er í vinnslu með svæði Borgarlínu milli Vogabyggðar og Mjóddar í gegnum Reykjanesbraut. Einstakt tækifæri er því núna að hlusta á íbúaráðið, virða viljayfirlýsinguna frá apríl 2022, forgangsraða fjármagni þar sem fjölmennasta stoppustoð höfuðborgarsvæðins er og nýta þau tækifæri sem felast í nýrri uppbyggingu sem fyrirhuguð er í Mjódd. Borgarlínu forgangsraðað beint upp í Breiðholt Við sem búum í Austurborginni teljum að brýnir almanna- og umhverfislegir hagsmunir liggi í því tækifæri, að setja í uppfærslu sáttmálanns breytta forgansröðun borgarlínunnar og flýta uppbyggingu upp í Breiðholt þannig að það þjóni þeim 23 þúsund íbúum sem búa í hverfinu. Fjárfestingartækifæri framtíðar býr í Mjódd. Svæði sem dregur að sér þéttari byggð og skapar ný tækifæri fyrir fjárfestingu samhliða uppbyggingu Borgarlínu. Nýjar íbúðir kalla á fleiri íbúa - fjölbreytt fólk, fleiri fjölskyldur - tækifæri til að móta hágæða borgarumhverfi í grónu hverfi. Hópa sem nýta innviði sem fyrir eru innan hverfanna en á sama tíma skapa grundvöll fyrir frekari þjónustu í blandaðri byggð. Íbúar halda uppi þjónustu, atvinnulíf dafnar og dregur að sér ennþá meiri fjárfestingu. Þetta helst í hendur, íbúar, þjónusta og vistvænir fjölbreyttir ferðamátar. Besta leiðin er græna leiðin Besta leiðin til að draga úr umferð er að forgangsraða í þágu í almenningssamganga - Borgarlínu, strætó og annara vistvænni ferðamáta. Ferja fólkið þar sem flest fólk býr, þar sem fjölmennustu stoppistöðvar strætó eru og taka frá akreinar sem eingöngu eru ætlaðar undir almenningssamgöngur og fjölbreytta ferðamáta. Til þess þarf pólitískt hugrekki, hugrekki til að standa með almenningssamgöngum, forgangsraða fjármunum í þágu grænni lausna, fyrir fólk, fyrir umhverfið, fyrir heilsuna. Fjöldi ökutækja mun halda áfram að aukast í takt við aukna fólksfjölgun og því þarf hugrekki til að velja rétt. Forgangsraða rétt. Geymum stofnvegaframkvæmdir sem eingöngu þjóna einkabílnum, eru umferðar hvetjandi og hafa slæm áhrif á loftgæði. Framkvæmdir sem ekkert hafa með góðar og sterkar almenningssamgöngur að gera. Þar er lausnin. Græna leiðin er besta leiðin. Höfundur er formaður íbúaráðsins í Breiðholti og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Strætó Reykjavík Borgarlína Sveitarstjórnarmál Sara Björg Sigurðardóttir Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Samgöngusáttmálinn er tímamótasamningur um skýra framtíðarsýn í fjölbreyttum samgöngumátum fyrir höfuðborgarsvæðið. Vinna við uppfærslu hans er í gangi. Skilaboð síðustu daga eru að endurskoða þurfi samninginn. Ekki er til nægt fjármagn til að gera allt fyrir alla strax. Það þarf að forgangsraða verkefnum og fjármunum. Hvernig er hægt að uppfylla markmið sáttmálans um að þjóna öllum ferðamátum en á sama tíma forgangsraða takmörkuðum fjármunum. Í þágu hverra á að forgangsraða? Breiðholt er fjölmennasta hverfi borgarinnar með stærstu stoppistöðina Breiðholt er fjölmennasta hverfi borgarinnar með stærstu stoppistöð Strætó í Mjódd, stöð sem er stærri en Hlemmur, stærri en Hamraborg, Lækjartorg og Fjörður. Mjóddin er fjölförnust, mest notuð. Frá áramótum hafa tæplega 39 þúsund inn- og útstig á virkum dögum vikulega komið í gegnum Mjóddina. Þannig er það ekki bara loftslags- og lýðheilsumál að draga úr umferð úr fjölmennasta hverfi borgarinnar heldur þarf líka horfa til hvar fjölförnustu staðirnir eru, hvar býr flesta fólkið sem nú þegar nýtir sér almenningssamgöngur. Hvar er hægt að draga úr umferð til að skapa pláss fyrir aðra bíla. Þannig er brýnt að horfa á heildarmyndina til að uppfylla markmið sáttmálans, þjóna öllum ferðamátum. Íbúaráð Breiðholts minnir á viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Betri samgangna Á fundi íbúaráðs Breiðholts í maí 2021 kom fram skýr vilji ráðsins að hvetja til að forgangsröðun Borgarlínu yrði endurskoðuð og að Breiðholtið yrði fært framar á forgangslista uppbyggingarinar. Ári seinna var undirrituð viljayfirlýsing Reykjavíkurborgar og Betri samgangna í apríl 2022, er byggir á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið undirrituðu í september árið 2019, um vilja aðilanna til að flýta Borgalínuleið frá Vogabyggð upp í Breiðholt. Þann 30. ágúst sl. birtist vilji ráðsins á fundi sem brýndi hversu mikilvægt það væri að flýta uppbyggingu og forhönnun Borgarlínu upp í Mjódd sér í lagi þar sem vinna við nýtt deiliskipulag er í gangi, sviðsmyndagreining Vegagerðar og Betri samgangna er í vinnslu með svæði Borgarlínu milli Vogabyggðar og Mjóddar í gegnum Reykjanesbraut. Einstakt tækifæri er því núna að hlusta á íbúaráðið, virða viljayfirlýsinguna frá apríl 2022, forgangsraða fjármagni þar sem fjölmennasta stoppustoð höfuðborgarsvæðins er og nýta þau tækifæri sem felast í nýrri uppbyggingu sem fyrirhuguð er í Mjódd. Borgarlínu forgangsraðað beint upp í Breiðholt Við sem búum í Austurborginni teljum að brýnir almanna- og umhverfislegir hagsmunir liggi í því tækifæri, að setja í uppfærslu sáttmálanns breytta forgansröðun borgarlínunnar og flýta uppbyggingu upp í Breiðholt þannig að það þjóni þeim 23 þúsund íbúum sem búa í hverfinu. Fjárfestingartækifæri framtíðar býr í Mjódd. Svæði sem dregur að sér þéttari byggð og skapar ný tækifæri fyrir fjárfestingu samhliða uppbyggingu Borgarlínu. Nýjar íbúðir kalla á fleiri íbúa - fjölbreytt fólk, fleiri fjölskyldur - tækifæri til að móta hágæða borgarumhverfi í grónu hverfi. Hópa sem nýta innviði sem fyrir eru innan hverfanna en á sama tíma skapa grundvöll fyrir frekari þjónustu í blandaðri byggð. Íbúar halda uppi þjónustu, atvinnulíf dafnar og dregur að sér ennþá meiri fjárfestingu. Þetta helst í hendur, íbúar, þjónusta og vistvænir fjölbreyttir ferðamátar. Besta leiðin er græna leiðin Besta leiðin til að draga úr umferð er að forgangsraða í þágu í almenningssamganga - Borgarlínu, strætó og annara vistvænni ferðamáta. Ferja fólkið þar sem flest fólk býr, þar sem fjölmennustu stoppistöðvar strætó eru og taka frá akreinar sem eingöngu eru ætlaðar undir almenningssamgöngur og fjölbreytta ferðamáta. Til þess þarf pólitískt hugrekki, hugrekki til að standa með almenningssamgöngum, forgangsraða fjármunum í þágu grænni lausna, fyrir fólk, fyrir umhverfið, fyrir heilsuna. Fjöldi ökutækja mun halda áfram að aukast í takt við aukna fólksfjölgun og því þarf hugrekki til að velja rétt. Forgangsraða rétt. Geymum stofnvegaframkvæmdir sem eingöngu þjóna einkabílnum, eru umferðar hvetjandi og hafa slæm áhrif á loftgæði. Framkvæmdir sem ekkert hafa með góðar og sterkar almenningssamgöngur að gera. Þar er lausnin. Græna leiðin er besta leiðin. Höfundur er formaður íbúaráðsins í Breiðholti og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun