Norðmaðurinn dæmdur fyrir ósæmilega meðferð á líki Lovísa Arnardóttir skrifar 11. september 2023 13:47 Frystikistan sem maðurinn geymdi konuna í. Åklagarmyndigheten Norskur karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar í Svíþjóð. Hann geymdi lík sambýliskonu sinnar í frysti á sveitabæ sínum í fimm ár. Norskur karlmaður hefur verið dæmdur í 3,5 hálfs árs fangelsi fyrir að vanhelga líkamsleifar, að brjóta á reglum um greftrun, skjalafals og fjársvik. Maðurinn geymdi lík látinnar sambýliskonu sinnar í frystikistu á sveitabæ sínum í Svíþjóð í um fimm ár, færði ýmsar eignir hennar yfir á sig og innheimti bætur í hennar nafni í fimm ár. Auk þess að sitja í fangelsi hefur honum því verið gert að greiða NAV, sem er norska velferðar- og vinnumálastofnunin, 1,5 milljón norskra króna til baka. Það samsvara um tæpum 19 milljónum íslenskum króna. Maðurinn var upprunalega kærður fyrir manndráp en nákvæm dánarorsök fannst ekki við krufningu og var sú kæra því látin falla niður. Í ágúst var hann svo fundinn sakhæfur og í kjölfarið dæmdur til fangelsisvistar. Við yfirheyrslu sagði maðurinn að hann hefði lofað konunni sinni að jarða hana á sama stað og hundurinn þeirra, Loki, var jarðaður. Hann hafi þannig ætlað að geyma hana í frystinum þar til að vori en að hann svo aldrei lokið verkinu vegna ýmissa vandamála, tengdum geðheilsu hans og misnotkun á áfengi. „Ég missti stjórnina og hugsaði bara um hana. Ég jarðaði hana aldrei og hún var bara áfram í frystinum,“ sagði maðurinn. Haft er eftir lögmanni mannsins í frétt VG að hann telji refsinguna of háa, en ekki er ljóst hvort hann ætli að áfrýja. Maðurinn á að baki langan sakaferil og hefur áður hlotið dóm fyrir tvær nauðganir. Hann hefur alltaf neitað því að hafa myrt konuna. Noregur Erlend sakamál Tengdar fréttir Fundu líkamsleifar konu í frysti Lögreglan í Vermalandi í Svíþjóð fann hluta af líki konu í frystikistu á sveitabæ í fyrradag. Talið er að líkið hafi verið í frystinum í fjölda ára og karlmaður er sagður hafa játað að hafa myrt konuna. 18. mars 2023 13:32 Játar að hafa sett konuna í frystinn og er með nauðgunardóma á bakinu Norskur karlmaður, sem var handtekinn á fimmtudag eftir að lík sambýliskonu hans fannst í frystikistu á sveitabæ hans í Vermalandi í Svíþjóð, hefur játað að hafa vanvirt lík konunnar en neitar að hafa myrt hana. Hann á langan sakaferil að baki og hefur meðal annars hlotið dóma fyrir tvær nauðganir. 20. mars 2023 23:46 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Norskur karlmaður hefur verið dæmdur í 3,5 hálfs árs fangelsi fyrir að vanhelga líkamsleifar, að brjóta á reglum um greftrun, skjalafals og fjársvik. Maðurinn geymdi lík látinnar sambýliskonu sinnar í frystikistu á sveitabæ sínum í Svíþjóð í um fimm ár, færði ýmsar eignir hennar yfir á sig og innheimti bætur í hennar nafni í fimm ár. Auk þess að sitja í fangelsi hefur honum því verið gert að greiða NAV, sem er norska velferðar- og vinnumálastofnunin, 1,5 milljón norskra króna til baka. Það samsvara um tæpum 19 milljónum íslenskum króna. Maðurinn var upprunalega kærður fyrir manndráp en nákvæm dánarorsök fannst ekki við krufningu og var sú kæra því látin falla niður. Í ágúst var hann svo fundinn sakhæfur og í kjölfarið dæmdur til fangelsisvistar. Við yfirheyrslu sagði maðurinn að hann hefði lofað konunni sinni að jarða hana á sama stað og hundurinn þeirra, Loki, var jarðaður. Hann hafi þannig ætlað að geyma hana í frystinum þar til að vori en að hann svo aldrei lokið verkinu vegna ýmissa vandamála, tengdum geðheilsu hans og misnotkun á áfengi. „Ég missti stjórnina og hugsaði bara um hana. Ég jarðaði hana aldrei og hún var bara áfram í frystinum,“ sagði maðurinn. Haft er eftir lögmanni mannsins í frétt VG að hann telji refsinguna of háa, en ekki er ljóst hvort hann ætli að áfrýja. Maðurinn á að baki langan sakaferil og hefur áður hlotið dóm fyrir tvær nauðganir. Hann hefur alltaf neitað því að hafa myrt konuna.
Noregur Erlend sakamál Tengdar fréttir Fundu líkamsleifar konu í frysti Lögreglan í Vermalandi í Svíþjóð fann hluta af líki konu í frystikistu á sveitabæ í fyrradag. Talið er að líkið hafi verið í frystinum í fjölda ára og karlmaður er sagður hafa játað að hafa myrt konuna. 18. mars 2023 13:32 Játar að hafa sett konuna í frystinn og er með nauðgunardóma á bakinu Norskur karlmaður, sem var handtekinn á fimmtudag eftir að lík sambýliskonu hans fannst í frystikistu á sveitabæ hans í Vermalandi í Svíþjóð, hefur játað að hafa vanvirt lík konunnar en neitar að hafa myrt hana. Hann á langan sakaferil að baki og hefur meðal annars hlotið dóma fyrir tvær nauðganir. 20. mars 2023 23:46 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Fundu líkamsleifar konu í frysti Lögreglan í Vermalandi í Svíþjóð fann hluta af líki konu í frystikistu á sveitabæ í fyrradag. Talið er að líkið hafi verið í frystinum í fjölda ára og karlmaður er sagður hafa játað að hafa myrt konuna. 18. mars 2023 13:32
Játar að hafa sett konuna í frystinn og er með nauðgunardóma á bakinu Norskur karlmaður, sem var handtekinn á fimmtudag eftir að lík sambýliskonu hans fannst í frystikistu á sveitabæ hans í Vermalandi í Svíþjóð, hefur játað að hafa vanvirt lík konunnar en neitar að hafa myrt hana. Hann á langan sakaferil að baki og hefur meðal annars hlotið dóma fyrir tvær nauðganir. 20. mars 2023 23:46