Íslensk fátækt - Örlög eða áskapað víti? Unnur H. Jóhannsdóttir skrifar 14. september 2023 13:00 Að vera eða vera ekki er spurning sem margir hafa velt og velta fyrir sér. Þannig eru sumir fátækari en aðrir, líka á Íslandi. En er íslensk fátækt eitthvað öðruvísi en annars staðar, t.d. í Afríku? Já, í þeim heimshluta eru hluti íbúa skilgreindur sem sárafátækur. Íbúar hafa þá ekki meira sér til grunnviðurværis en sem nemur um 2 dollurum, en það samsvarar um 270 íslenskum krónum. Á Íslandi hafa fátækir úr mun meiru að moða, enda er litið fremur á fátækt í hagsælum ríkjum sem afstæða. Þar ríkir ekki alger skortur á gæðum eins og fæði, fatnaði og húsnæði, svo eitthvað sé nefnt, heldur er fátækt skilgreind sem skortur á getu til að njóta þeirra gæða sem þykir sjálfsögð og eðlileg í samfélaginu. Snýst fátækt þá um örlög eða er þetta áskapað víti? Tugþúsundir eru fátækir á Íslandi En hvað er þessi hópur stór hérlendis? Í nýlegri skýrslu sem gerð var að beiðni Alþingis til forsætisráðherra um áætlaðan samfélagslegan kostnað af fátækt á Íslandi (maí 2023, höf. Halldór S. Guðmundsson o.fl.) kemur fram að á hverjum tíma er allnokkur hópur fólks sem ekki nær endum saman þrátt fyrir að flestir telji að hér sé rekið búsældarlegt velferðarkerfi. Kerfið grípur sem sagt ekki alla. Það getur verið allt frá því að fólk hafi ekki efni á húsnæði, hvort sem það er eigið eða til leigu, að kaupa mat, að nota heilbrigðisþjónustu, að leysa út lyf, að vera í tómstundum og að fara í frí svo eitthvað sé nefnt. Sérstaklega kemur þetta niður á börnum þessa hóps þar sem þau fá ekki að njóta gæða sem almennt þykja sjálfsögð. Þessi hópur hleypur sennilega á nokkrum tugþúsundum ef miðað er við ákveðin lágtekjumörk. Það er mun stærri hópur en ég hafði gert mér í hugarlund. Þeir sem eru sérstaklega útsettir fyrir fátækt eru einstæðir, einstæð foreldri, öryrkjar og námsfólk, innflytjendur og í einhverjum tilvikum ellilífeyrisþegar. Félagslegur hreyfanleiki er vissulega til staðar, enda erum við oftast að tala um ,,á hverjum tíma” en það er alltaf einhver hópur sem festist í fátæktargildrum, t.d. á húsnæðismarkaði, vegna menntunarskorts, láglaunastarfa, heilsubrest og svo framvegis. Langvarandi áhrif fátæktar á börn Verðbólga, verðhækkanir sem og himinháir stýrivextir hitta þessa hópa illa fyrir. Það þarf engan snilling til að komast að þeirri niðurstöðu. Fjármála- og efnahagsráðherra er hins vegar tíðrætt um áskoranir og á þá við hina hagrænu þætti sem veruleikinn nú snýst um. Hvernig í ósköpunum eiga þessir hópar að takast á við þessar áskoranir? Hafa þeir einhvern sveigjanleika? Eiga þeir einhvern afgang? Það kostar að skulda og vindur yfirleitt margfalt upp á sig og getur orðið að vítahring. Það þarf ekkert að ræða þann forsendubrest sem orðið hefur á svo mörgum samfélagslegum og fjárhagslegum þáttum á síðustu 2-3 árum. Snúast þeir um örlög eða eru þeir áskapað víti? Við ættum að hafa börn í huga í þessari umræðu. Fátækt í æsku getur haft langvarandi áhrif á einstaklinga. Nú er talið að um 10.000 börn búi á heimilum hér á landi sem eru undir fátæktarmörkum. Rannsóknir sýna að nokkurt hlutfall barna sem búa við fátækt muni sjálf vera undir lágtekjumörkum á fullorðinsárum. Það eru væntanlega örlög. Skýrsluhöfundar telja að heildarkostnaður samfélagsins vegna fátæktar á Íslandi sé sennilega á bilinu 32-92 milljarðar kr. á ári. En ekki er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Mikil umsvif í íslenska hagkerfinu, eins og fjármála- og efnahagsráðherra kallar það hafa leitt til þess að afkoma ríkissjóðs stefnir í að verða 100 milljörðum kr. betri á þessu ári en áætlanir gerður ráð fyrir. Það eru góðar fréttir. Væri ekki ráð að fjárfesta í fólki og útrýma því víti sem fátækt er? Við sem samfélag eigum ekki að líða fátækt í okkar ranni. Við erum svo lánsöm að hafa tæki og tól til að útrýma henni – og pening líka. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Að vera eða vera ekki er spurning sem margir hafa velt og velta fyrir sér. Þannig eru sumir fátækari en aðrir, líka á Íslandi. En er íslensk fátækt eitthvað öðruvísi en annars staðar, t.d. í Afríku? Já, í þeim heimshluta eru hluti íbúa skilgreindur sem sárafátækur. Íbúar hafa þá ekki meira sér til grunnviðurværis en sem nemur um 2 dollurum, en það samsvarar um 270 íslenskum krónum. Á Íslandi hafa fátækir úr mun meiru að moða, enda er litið fremur á fátækt í hagsælum ríkjum sem afstæða. Þar ríkir ekki alger skortur á gæðum eins og fæði, fatnaði og húsnæði, svo eitthvað sé nefnt, heldur er fátækt skilgreind sem skortur á getu til að njóta þeirra gæða sem þykir sjálfsögð og eðlileg í samfélaginu. Snýst fátækt þá um örlög eða er þetta áskapað víti? Tugþúsundir eru fátækir á Íslandi En hvað er þessi hópur stór hérlendis? Í nýlegri skýrslu sem gerð var að beiðni Alþingis til forsætisráðherra um áætlaðan samfélagslegan kostnað af fátækt á Íslandi (maí 2023, höf. Halldór S. Guðmundsson o.fl.) kemur fram að á hverjum tíma er allnokkur hópur fólks sem ekki nær endum saman þrátt fyrir að flestir telji að hér sé rekið búsældarlegt velferðarkerfi. Kerfið grípur sem sagt ekki alla. Það getur verið allt frá því að fólk hafi ekki efni á húsnæði, hvort sem það er eigið eða til leigu, að kaupa mat, að nota heilbrigðisþjónustu, að leysa út lyf, að vera í tómstundum og að fara í frí svo eitthvað sé nefnt. Sérstaklega kemur þetta niður á börnum þessa hóps þar sem þau fá ekki að njóta gæða sem almennt þykja sjálfsögð. Þessi hópur hleypur sennilega á nokkrum tugþúsundum ef miðað er við ákveðin lágtekjumörk. Það er mun stærri hópur en ég hafði gert mér í hugarlund. Þeir sem eru sérstaklega útsettir fyrir fátækt eru einstæðir, einstæð foreldri, öryrkjar og námsfólk, innflytjendur og í einhverjum tilvikum ellilífeyrisþegar. Félagslegur hreyfanleiki er vissulega til staðar, enda erum við oftast að tala um ,,á hverjum tíma” en það er alltaf einhver hópur sem festist í fátæktargildrum, t.d. á húsnæðismarkaði, vegna menntunarskorts, láglaunastarfa, heilsubrest og svo framvegis. Langvarandi áhrif fátæktar á börn Verðbólga, verðhækkanir sem og himinháir stýrivextir hitta þessa hópa illa fyrir. Það þarf engan snilling til að komast að þeirri niðurstöðu. Fjármála- og efnahagsráðherra er hins vegar tíðrætt um áskoranir og á þá við hina hagrænu þætti sem veruleikinn nú snýst um. Hvernig í ósköpunum eiga þessir hópar að takast á við þessar áskoranir? Hafa þeir einhvern sveigjanleika? Eiga þeir einhvern afgang? Það kostar að skulda og vindur yfirleitt margfalt upp á sig og getur orðið að vítahring. Það þarf ekkert að ræða þann forsendubrest sem orðið hefur á svo mörgum samfélagslegum og fjárhagslegum þáttum á síðustu 2-3 árum. Snúast þeir um örlög eða eru þeir áskapað víti? Við ættum að hafa börn í huga í þessari umræðu. Fátækt í æsku getur haft langvarandi áhrif á einstaklinga. Nú er talið að um 10.000 börn búi á heimilum hér á landi sem eru undir fátæktarmörkum. Rannsóknir sýna að nokkurt hlutfall barna sem búa við fátækt muni sjálf vera undir lágtekjumörkum á fullorðinsárum. Það eru væntanlega örlög. Skýrsluhöfundar telja að heildarkostnaður samfélagsins vegna fátæktar á Íslandi sé sennilega á bilinu 32-92 milljarðar kr. á ári. En ekki er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Mikil umsvif í íslenska hagkerfinu, eins og fjármála- og efnahagsráðherra kallar það hafa leitt til þess að afkoma ríkissjóðs stefnir í að verða 100 milljörðum kr. betri á þessu ári en áætlanir gerður ráð fyrir. Það eru góðar fréttir. Væri ekki ráð að fjárfesta í fólki og útrýma því víti sem fátækt er? Við sem samfélag eigum ekki að líða fátækt í okkar ranni. Við erum svo lánsöm að hafa tæki og tól til að útrýma henni – og pening líka. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun