Réttlát umskipti fyrir öll, ekki bara þau efnameiri Andrés Ingi Jónsson skrifar 14. september 2023 17:01 Baráttan gegn loftslagsbreytingum er á sama tíma baráttan fyrir réttlátari og betri heimi. Aðgerðir stjórnvalda þurfa að taka mið af því og tryggja það að öll geti tekið þátt í grænu umskiptunum, ekki bara þau efnameiri. Því miður hefur þetta verulega skort í aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Á sama tíma stefnir í að ríkisstjórnin nái ekki einu sinni helmingi af loftslagsmarkmiðum sínum. Það ríkir neyðarástand í loftslagsmálum, en ekkert í aðgerðum ríkisstjórnarinnar ber þess merki. Samdráttur í losun nær ekki 55% markmiði ríkisstjórnarinnar heldur stefnir aðeins í 24% samdrátt fyrir árið 2030 miðað við útreikninga Umhverfisstofnunar. Þegar kemur að þeirri losun gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð stjórnvalda, þá er langstærsta sneiðin líka sú sem einfaldast er að ná böndum á: losun af völdum vegasamgangna er þriðjungur þeirrar losunar. Hreinorkubílar eru hluti af lausninni, og sá hluti sem mest fjármagn hefur verið lagt í til þessa, en skilvirkustu aðgerðirnar eru svo einfaldar að við höfum öll þekkt þær lengi: að fá fólk til að taka strætó, hjóla og ganga. Auk þess að vera góðar loftslagsaðgerðir þá fylgir þeim svo margt annað jákvætt; þær nýtast fólki óháð efnahag, fólki af ólíkum aldri og þær leyfa yfirvöldum að hanna öruggara og skemmtilegra umhverfi í þéttbýli. Hjólum í aðgerðir Undanfarin ár hefur orðið gríðarleg breyting á því hversu mikið fólk notar reiðhjól sem samgöngumáta og orðið augljóst að með því að styðja við þá þróun er hægt að ná raunverulegum orkuskiptum. Þegar fjármálaráðherra talar um að fjárhagslegar forsendur fyrir samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins séu ekki lengur til staðar og að endurskoða þurfi sáttmálann, þá er hægt að benda honum á að slík endurskoðun geti aldrei haft annað en eitt í för með sér: að auka vægi almenningssamgangna, göngu- og hjólastíga. Það er eiginlega ótrúlegt að hugsa til þess að það var ekki fyrr en í kringum afgreiðslu fjárlaga 2019 sem ákveðið var að fella niður virðisaukaskatt af hjólum og rafhjólum – eftir að hafði komið í ljós í svari við fyrirspurn minni að sú aðgerð hefði ekki kostað nema 8% sem á þeim tíma rann til ívilnunar á rafmagns- og tengiltvinnbílum. Árið 2018 – áður en virðisaukaskattur var felldur niður upp að ákveðnu hámarki – voru flutt inn rúmlega 19 þúsund reiðhjól og rafmagnsreiðhjól. Í nýlegu svari við fyrirspurn varaþingmanns Pírata kemur fram að innflutningur hefur aukist jafnt og þétt, þannig að á síðasta ári voru samanlagt flutt inn 22% fleiri reiðhjól og rafmagnsreiðhjól en árið 2018. Rafmagnsreiðhjólin hafa tekið hraustlegt stökk upp á við, 45% aukning hefur orðið í innflutning þeirra á milli áranna 2018 til 2022. Hér er auðveldlega hægt að gera mikið betur. Almenningur er tilbúinn að leggja stjórnvöldum lið við að ná markmiðum í loftslagsmálum. Hámark niðurfellingar á virðisaukaskatti er í dag orðið allt of lágt miðað við það sem góð hjól kosta – og þá sérstaklega góð rafmagnshjól sem gera fólki auðvelt að stunda virka samgöngumáta árið um kring. Áætlað er að þessi skattastyrkur kosti ríkið 325 milljónir á ári. Til samanburðar fengu þrír stærstu styrkhafarnir í Orkusjóði álíka upphæð fyrir helgi, 306 milljónir samanlagt eða þriðjung af því sem Orkusjóður úthlutaði. Þarna er um að ræða stórfyrirtækin Samherja, Ísfélagið og Arnarlax, sem undanfarið hafa skilað gríðarlegum hagnaði, m.a. í krafti þess að þau nýta sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar án þess að greiða eðlilegt gjald fyrir. Auðvitað er mikilvægt að ýta undir orkuskipti í atvinnulífinu. Ef stjórnvöldum finnst hins vegar þurfa að forgangsraða fjármunum er augljóst að fókusinn þarf að breytast – allt fólkið sem knýr reiðhjólabyltinguna áfram hlýtur að eiga skilið meiri stuðning til raunverulegra orkuskipta en þrjú stórfyrirtæki. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Loftslagsmál Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Baráttan gegn loftslagsbreytingum er á sama tíma baráttan fyrir réttlátari og betri heimi. Aðgerðir stjórnvalda þurfa að taka mið af því og tryggja það að öll geti tekið þátt í grænu umskiptunum, ekki bara þau efnameiri. Því miður hefur þetta verulega skort í aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Á sama tíma stefnir í að ríkisstjórnin nái ekki einu sinni helmingi af loftslagsmarkmiðum sínum. Það ríkir neyðarástand í loftslagsmálum, en ekkert í aðgerðum ríkisstjórnarinnar ber þess merki. Samdráttur í losun nær ekki 55% markmiði ríkisstjórnarinnar heldur stefnir aðeins í 24% samdrátt fyrir árið 2030 miðað við útreikninga Umhverfisstofnunar. Þegar kemur að þeirri losun gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð stjórnvalda, þá er langstærsta sneiðin líka sú sem einfaldast er að ná böndum á: losun af völdum vegasamgangna er þriðjungur þeirrar losunar. Hreinorkubílar eru hluti af lausninni, og sá hluti sem mest fjármagn hefur verið lagt í til þessa, en skilvirkustu aðgerðirnar eru svo einfaldar að við höfum öll þekkt þær lengi: að fá fólk til að taka strætó, hjóla og ganga. Auk þess að vera góðar loftslagsaðgerðir þá fylgir þeim svo margt annað jákvætt; þær nýtast fólki óháð efnahag, fólki af ólíkum aldri og þær leyfa yfirvöldum að hanna öruggara og skemmtilegra umhverfi í þéttbýli. Hjólum í aðgerðir Undanfarin ár hefur orðið gríðarleg breyting á því hversu mikið fólk notar reiðhjól sem samgöngumáta og orðið augljóst að með því að styðja við þá þróun er hægt að ná raunverulegum orkuskiptum. Þegar fjármálaráðherra talar um að fjárhagslegar forsendur fyrir samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins séu ekki lengur til staðar og að endurskoða þurfi sáttmálann, þá er hægt að benda honum á að slík endurskoðun geti aldrei haft annað en eitt í för með sér: að auka vægi almenningssamgangna, göngu- og hjólastíga. Það er eiginlega ótrúlegt að hugsa til þess að það var ekki fyrr en í kringum afgreiðslu fjárlaga 2019 sem ákveðið var að fella niður virðisaukaskatt af hjólum og rafhjólum – eftir að hafði komið í ljós í svari við fyrirspurn minni að sú aðgerð hefði ekki kostað nema 8% sem á þeim tíma rann til ívilnunar á rafmagns- og tengiltvinnbílum. Árið 2018 – áður en virðisaukaskattur var felldur niður upp að ákveðnu hámarki – voru flutt inn rúmlega 19 þúsund reiðhjól og rafmagnsreiðhjól. Í nýlegu svari við fyrirspurn varaþingmanns Pírata kemur fram að innflutningur hefur aukist jafnt og þétt, þannig að á síðasta ári voru samanlagt flutt inn 22% fleiri reiðhjól og rafmagnsreiðhjól en árið 2018. Rafmagnsreiðhjólin hafa tekið hraustlegt stökk upp á við, 45% aukning hefur orðið í innflutning þeirra á milli áranna 2018 til 2022. Hér er auðveldlega hægt að gera mikið betur. Almenningur er tilbúinn að leggja stjórnvöldum lið við að ná markmiðum í loftslagsmálum. Hámark niðurfellingar á virðisaukaskatti er í dag orðið allt of lágt miðað við það sem góð hjól kosta – og þá sérstaklega góð rafmagnshjól sem gera fólki auðvelt að stunda virka samgöngumáta árið um kring. Áætlað er að þessi skattastyrkur kosti ríkið 325 milljónir á ári. Til samanburðar fengu þrír stærstu styrkhafarnir í Orkusjóði álíka upphæð fyrir helgi, 306 milljónir samanlagt eða þriðjung af því sem Orkusjóður úthlutaði. Þarna er um að ræða stórfyrirtækin Samherja, Ísfélagið og Arnarlax, sem undanfarið hafa skilað gríðarlegum hagnaði, m.a. í krafti þess að þau nýta sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar án þess að greiða eðlilegt gjald fyrir. Auðvitað er mikilvægt að ýta undir orkuskipti í atvinnulífinu. Ef stjórnvöldum finnst hins vegar þurfa að forgangsraða fjármunum er augljóst að fókusinn þarf að breytast – allt fólkið sem knýr reiðhjólabyltinguna áfram hlýtur að eiga skilið meiri stuðning til raunverulegra orkuskipta en þrjú stórfyrirtæki. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar