Telja sig hafa komist að því hvers vegna heilafrumurnar deyja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. september 2023 08:30 Uppgötvunin þykir lofa góðu en mikil rannsóknarvinna er framundan. Getty Vísindamenn í Bretlandi og Belgíu telja sig hafa komist að því af hverju heilafrumur deyja í Alzheimersjúklingum. Dauði heilafrumanna hefur verið ráðgáta í marga áratugi en vonir eru bundnar við að uppgötvunin greiði fyrir þróun nýrra lyfja við sjúkdómnum. Niðurstöður umræddrar rannsóknar hafa verið birtar í tímaritinu Science. Það er frumudauðinn sem veldur einkennum Alzheimers, til að mynda minnistapi, en vísindamennirnir telja sig nú vita að uppsöfnun óeðlilegra prótína leiði til nokkurs konar sjálfsvígs frumanna, kallað „necroptosis“ á ensku. Það hefur löngum verið talið víst að Alzheimersjúkdómurinn tengist uppsöfnun amyloid-útfellinga og tau-prótína í heilanum. Vísindamennirnir við Dementia Research Institute við University College London og KU Leuven í Belgíu telja nú að ferlið sé þannig að útfellingar fari að myndast á milli heilafrumanna, sem leiði til bólgusvars. Bólgusvarið leiði til þess að frumurnar bregðast við með því að umbreytast. Þegar svokallaðar tau-flækjur fari að myndast bregðist frumurnar við með því að framleiða sameindina MEG3, sem leiði til frumudauða. Umrætt ferli, það er að segja þetta „sjálfsvíg“ frumanna, er ein leið líkamans til að losa sig við óæskilegar frumur þegar nýjar myndast. Teyminu tókst að koma í veg fyrir frumudauða með því að koma í veg fyrir framleiðslu MEG3. Bart De Strooper, prófessor við Dementia Research Institute, segir um að ræða afar áhugaverða og mikilvæga uppgötvun. Menn hafi lengi velt því fyrir sér hvers vegna og hvernig heilafrumur deyji í Alzheimersjúklingum og nú sé svarið fundið. Hann segist vonast til þess að uppgötvunin muni leiða til þróunnar nýrra og áhrifaríkra lyfja gegn sjúkdómnum en margra ára rannsóknarvinna sé framundan áður en það geti orðið. Hér má finna umfjöllun BBC um málið. Vísindi Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Niðurstöður umræddrar rannsóknar hafa verið birtar í tímaritinu Science. Það er frumudauðinn sem veldur einkennum Alzheimers, til að mynda minnistapi, en vísindamennirnir telja sig nú vita að uppsöfnun óeðlilegra prótína leiði til nokkurs konar sjálfsvígs frumanna, kallað „necroptosis“ á ensku. Það hefur löngum verið talið víst að Alzheimersjúkdómurinn tengist uppsöfnun amyloid-útfellinga og tau-prótína í heilanum. Vísindamennirnir við Dementia Research Institute við University College London og KU Leuven í Belgíu telja nú að ferlið sé þannig að útfellingar fari að myndast á milli heilafrumanna, sem leiði til bólgusvars. Bólgusvarið leiði til þess að frumurnar bregðast við með því að umbreytast. Þegar svokallaðar tau-flækjur fari að myndast bregðist frumurnar við með því að framleiða sameindina MEG3, sem leiði til frumudauða. Umrætt ferli, það er að segja þetta „sjálfsvíg“ frumanna, er ein leið líkamans til að losa sig við óæskilegar frumur þegar nýjar myndast. Teyminu tókst að koma í veg fyrir frumudauða með því að koma í veg fyrir framleiðslu MEG3. Bart De Strooper, prófessor við Dementia Research Institute, segir um að ræða afar áhugaverða og mikilvæga uppgötvun. Menn hafi lengi velt því fyrir sér hvers vegna og hvernig heilafrumur deyji í Alzheimersjúklingum og nú sé svarið fundið. Hann segist vonast til þess að uppgötvunin muni leiða til þróunnar nýrra og áhrifaríkra lyfja gegn sjúkdómnum en margra ára rannsóknarvinna sé framundan áður en það geti orðið. Hér má finna umfjöllun BBC um málið.
Vísindi Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira