„Eitthvað sem við viljum keppa að á hverju ári“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. september 2023 11:30 Ásgeir Sigurgeirsson og félagar hans í KA fá tækifæri til að vinna sinn fyrsta bikarmeistaratitil í dag. Vísir/Hulda Margrét Ásgeir Sigurgeirsson og félagar hans í KA mæta til leiks á Laugardalsvöll í dag er liðið mætir Víkingum í úrslitum Mjólkurbikars karla. „Eins og þú segir er langt síðan KA var síðast í úrslitum, en spennustigið er mjög gott. Bæði innan liðsins og í klúbbnum öllum,“ sagði Ásgeir í samtali við Aron Guðmundsson í gær. „Þetta er eitthvað sem við viljum vera að keppa að á hverju ári, að koma með titil norður, og við fáum tækifæri til þess núna um helgina.“ Hann segir að KA þurfi að halda sig við sitt skipulag til að geta tryggt sér bikarinn og að veður gæti sett strik í reikninginn. „Ég held bara að við þurfum að spila okkar leik og halda í okkar plan sem við erum búnir að setja upp fyrir leikinn. Við þurfum að mæta þeim líkamlega og ég gæti trúað því að þetta verði líkamlega erfiður leikur. Það verður slæmt veður og völlurinn þungur þannig að við þurfum að spila bara okkar leik,“ bætti Ásgeir við. Kærkomin pása eftir erfitt prógram Eftir tímabil þar sem KA-menn spiluðu þétt vegna þátttöku sinnar í Evrópukeppni hefur liðið nú fengið góða pásu til að endurhlaða batteríin fyrir leikinn stóra í dag. „Það var gott prógram á okkur í júlí og ágúst þar sem við vorum að spila marga leiki og bara geggjaða leiki. Við vorum að spila Evrópuleiki þar sem við viljum vera og keppa í deildinni. En þetta var kærkomin pása og við komum bara ferskir inn í þennan leik á laugardaginn.“ KA er á leið í sinn fjórða bikarúrslitaleik í sögunni, en liðið á enn eftir að fagna bikarmeistaratitlinum. Á sama tíma er Víkingur á leið í sinni fjórða bikarúrslitaleik í röð og getur að sama skapi orðið bikarmeistari í fjórða sinni í röð. Ásgeir segir það þó spennandi að geta bundið enda á sigurgöngu Víkinga. „Þetta er verðugt verkefni, en við höfum trú á að við getum unnið þá. Það er langt síðan seinast að það kom titill norður og langt síðan við unnum úrslitaleik þannig það er kominn tími á það núna. Klippa: Ásgeir Sigurgeirs fyrir bikarúrslit Mjólkurbikar karla KA Víkingur Reykjavík Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira
„Eins og þú segir er langt síðan KA var síðast í úrslitum, en spennustigið er mjög gott. Bæði innan liðsins og í klúbbnum öllum,“ sagði Ásgeir í samtali við Aron Guðmundsson í gær. „Þetta er eitthvað sem við viljum vera að keppa að á hverju ári, að koma með titil norður, og við fáum tækifæri til þess núna um helgina.“ Hann segir að KA þurfi að halda sig við sitt skipulag til að geta tryggt sér bikarinn og að veður gæti sett strik í reikninginn. „Ég held bara að við þurfum að spila okkar leik og halda í okkar plan sem við erum búnir að setja upp fyrir leikinn. Við þurfum að mæta þeim líkamlega og ég gæti trúað því að þetta verði líkamlega erfiður leikur. Það verður slæmt veður og völlurinn þungur þannig að við þurfum að spila bara okkar leik,“ bætti Ásgeir við. Kærkomin pása eftir erfitt prógram Eftir tímabil þar sem KA-menn spiluðu þétt vegna þátttöku sinnar í Evrópukeppni hefur liðið nú fengið góða pásu til að endurhlaða batteríin fyrir leikinn stóra í dag. „Það var gott prógram á okkur í júlí og ágúst þar sem við vorum að spila marga leiki og bara geggjaða leiki. Við vorum að spila Evrópuleiki þar sem við viljum vera og keppa í deildinni. En þetta var kærkomin pása og við komum bara ferskir inn í þennan leik á laugardaginn.“ KA er á leið í sinn fjórða bikarúrslitaleik í sögunni, en liðið á enn eftir að fagna bikarmeistaratitlinum. Á sama tíma er Víkingur á leið í sinni fjórða bikarúrslitaleik í röð og getur að sama skapi orðið bikarmeistari í fjórða sinni í röð. Ásgeir segir það þó spennandi að geta bundið enda á sigurgöngu Víkinga. „Þetta er verðugt verkefni, en við höfum trú á að við getum unnið þá. Það er langt síðan seinast að það kom titill norður og langt síðan við unnum úrslitaleik þannig það er kominn tími á það núna. Klippa: Ásgeir Sigurgeirs fyrir bikarúrslit
Mjólkurbikar karla KA Víkingur Reykjavík Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira