„Verðum bara að bretta upp ermar og láta vaða“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. september 2023 12:01 Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings. Vísir/Hulda Margrét Nikolaj Hansen, framherji Víkings, verður í eldlínunni er liðið freistar þess að vinna sinn fjórða bikarmeistaratitil í röð í dag. Víkingur og KA eigast við á Laugardalsvelli í úrslitum Mjólkurbikarsins klukkan 16:00. „Tilfinningin er virkilega góð. Það er virkilega gaman að spila þessa leiki og þetta er líklega auðveldasti leikurinn til að gíra sig upp fyrir. Við erum með góðan hóp og þurfum líklega að nota hann allan,“ sagði Nikolaj. Þá segir hann tilfinninguna ekkert breytast þrátt fyrir að þetta sé fjórði bikarúrslitaleikur Víkings í röð. „Já, tilfinningin er alltaf eins. Þetta er einn stærsti leikur ársins og mikið af áhorfendum sem mæta. Maður er alltaf spenntur og þá sérstaklega daginn fyrir leik og þar til þú stígur inn á völlinn. En um leið og leikurinn byrjar þá er allt í góðu og þú gleymir spennuni.“ Hann segir spennustigið í hópnum einnig vera mjög gott. „Það er mjög gott. Við verðum bara að halda áfram að gera það sem við erum búnir að vera að gera í allt sumar. Við höfum spilað virkilega vel þrátt fyrir að síðustu tveir leikir hafi kannski ekki verið fullkomnir. Við þurfum bara að koma okkur til baka úr því og finna leið til að vinna þennan leik.“ Og eins og gefur að skilja býst Nikolaj við erfiðum leik gegn KA við erfiðar aðstæður. „Ég býst bara við erfiðum leik. Það er alltaf erfitt að spila við KA. Þeir eru sterkir í einvígum og veðrið verður ekki gott þannig við verðum bara að bretta upp ermar og láta vaða.“ „Við þurfum bara að gera það sem við erum búnir að vera að gera allt tímabilið. Við þurfum að vinna saman sem lið og halda hreinu. Ef við gerum það þá munum við vinna því við sköpum okkur alltaf nóg af færum.“ Að lokum nýtti Nikolaj einnig tækifærið og þakkaði stuðningsmönnum Víkings fyrirfram fyrir stuðninginn. „Stuðningsmenn Víkings hafa alltaf verið frábærir og það er gaman að hlusta á þá á meðan við spilum. Við þurfum á þessum stuðningi að halda og það verður virkilega gott að hafa þá með okkur,“ sagði Nikolaj að lokum. Klippa: Nikolaj fyrir bikarúrslit Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík KA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sjá meira
„Tilfinningin er virkilega góð. Það er virkilega gaman að spila þessa leiki og þetta er líklega auðveldasti leikurinn til að gíra sig upp fyrir. Við erum með góðan hóp og þurfum líklega að nota hann allan,“ sagði Nikolaj. Þá segir hann tilfinninguna ekkert breytast þrátt fyrir að þetta sé fjórði bikarúrslitaleikur Víkings í röð. „Já, tilfinningin er alltaf eins. Þetta er einn stærsti leikur ársins og mikið af áhorfendum sem mæta. Maður er alltaf spenntur og þá sérstaklega daginn fyrir leik og þar til þú stígur inn á völlinn. En um leið og leikurinn byrjar þá er allt í góðu og þú gleymir spennuni.“ Hann segir spennustigið í hópnum einnig vera mjög gott. „Það er mjög gott. Við verðum bara að halda áfram að gera það sem við erum búnir að vera að gera í allt sumar. Við höfum spilað virkilega vel þrátt fyrir að síðustu tveir leikir hafi kannski ekki verið fullkomnir. Við þurfum bara að koma okkur til baka úr því og finna leið til að vinna þennan leik.“ Og eins og gefur að skilja býst Nikolaj við erfiðum leik gegn KA við erfiðar aðstæður. „Ég býst bara við erfiðum leik. Það er alltaf erfitt að spila við KA. Þeir eru sterkir í einvígum og veðrið verður ekki gott þannig við verðum bara að bretta upp ermar og láta vaða.“ „Við þurfum bara að gera það sem við erum búnir að vera að gera allt tímabilið. Við þurfum að vinna saman sem lið og halda hreinu. Ef við gerum það þá munum við vinna því við sköpum okkur alltaf nóg af færum.“ Að lokum nýtti Nikolaj einnig tækifærið og þakkaði stuðningsmönnum Víkings fyrirfram fyrir stuðninginn. „Stuðningsmenn Víkings hafa alltaf verið frábærir og það er gaman að hlusta á þá á meðan við spilum. Við þurfum á þessum stuðningi að halda og það verður virkilega gott að hafa þá með okkur,“ sagði Nikolaj að lokum. Klippa: Nikolaj fyrir bikarúrslit
Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík KA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sjá meira