Vildi ekki borga 25 þúsund og situr uppi með 405 þúsund króna reikning Árni Sæberg skrifar 19. september 2023 10:24 Maðurinn átti í stappi við bílaumboðið BL. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur til að greiða bílaumboðinu BL um 55 þúsund krónur auk dráttarvaxta og málskostnað upp á 350 þúsund krónur. Maðurinn neitaði að borga 25 þúsund króna reikning vegna greiningar á bilun. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að BL hafi krafist þess að maðurinn yrði dæmdur til að greiða umboðinu skuld að fjárhæð 55.308 krónur ásamt dráttarvöxtum auk málskostnaðar. Maðurinn hafi á hinn bóginn krafist þess að krafa BL yrði lækkuð um 25.408 krónur. Þá segir að maðurinn hafi flutt mál sitt sjálfur og gætt hafi verið að leiðbeiningarskyldu dómara, samkvæmt lögum um meðferð einkamála. Bilaður rofi í hleðslulúgu orsök ágreinings Í málsatvikalýsingu segir að bifreiðin væti samkvæmt gögnum málsins nýskráð 30. janúar árið 2020. Maðurinn hafi komið með hana á verkstæði BL í júlí eða ágúst árið 2022 vegna gaumljóss í mælaborði sem gaf til kynna villumeldingu um hleðslulúgu. Starfsmenn BL hafi í kjölfarið greint bilunina á þann hátt að skipta þyrfti um rofa tengdan lúgunni. Undir lok ágúst árið 2022 hafi maðurinn komið aftur með bifreiðina á verkstæði BL og þá skipt um rofann. Vildi bara greiða fyrir viðgerð en ekki greiningu Í framhaldi af því hafi BL gefið út tvo reikninga til mannsins, annan að fjárhæð 25.408 krónur vegna greiningar á biluninni og hinn að fjárhæð 29.900 krónur vegna viðgerðarinnar. Maðurinn viðurkenni að hann skuldi BL þá fjárhæð sem nemur síðarnefnda reikningnum en hafni greiðsluskyldu hvað varðar þann fyrrnefnda. BL byggi á því að manninum beri að greiða félaginu hina umkröfðu fjárhæð, enda sé krafan tilkomin vegna kaupa hans á vörum, vinnu og þjónustu af BL. Bifreiðin hafi verið fallin úr ábyrgð þegar þjónustan var veitt. Maðurinn byggi hins vegar á því að starfsmaður BL hafi greint honum frá því í símtali, eftir að bilunin var greind, að viðgerðin kæmi til með að kosta 28 til 29 þúsund krónur. Honum bæri því einungis að greiða reikninginn sem hljóðar upp á 29.900 krónur en ekki þann sem nemur 25.408 krónum. Þá hafi hann byggt á því við aðalmeðferð málsins að bifreiðin kynni að hafa verið í ábyrgð þegar þjónustan var veitt. Upplýsingagjöf hefði mátt vera nákvæmari Í niðurstöðukafla dómsins segir að óumdeilt sé að reikningarnir séu báðir tilkomnir vegna þjónustu sem BL lét manninum í té að beiðni hans. Ágreiningurinn lúti að því hvort greiðsluskylda mannsins skuli takmarkast af því að starfsmaður BL hafi áður en viðgerðin fór fram gefið upp lægra verð fyrir hana en sem nemur dómkröfunni. Í málinu liggi ekki fyrir gögn sem styðja þá fullyrðingu mannsins að starfsmaður BL hafi tjáð honum að heildarkostnaður við viðgerðina, að meðtalinni greiningu hennar, yrði 28 til 29 þúsund krónur. Að virtum framburði mannsins og deildarstjóra verkstæðis BL fyrir dómnum megi ætla að upp hafi komið misskilningur milli aðila um ætlaðan viðgerðarkostnað. Hann hafi falist í því að starfsmaður BL hafi nefnt umrædda fjárhæð sem áætlaðan kostnað við viðgerðina sjálfa en maðurinn hafi talið að þar væri meðtalinn kostnaður við greiningu bilunarinnar, sem þegar hafði farið fram. Það komi einnig nokkurn veginn heim og saman við fjárhæð reikningsins sem varðar viðgerðina sjálfa, 29.900 krónur. Þótt vera kunni að upplýsingagjöf Bl til mannsins hefði mátt vera nákvæmari hvað þetta varðar leiði hugsanlegur misbrestur á því ekki til þess að greiðsluskylda mannsins vegna kostnaðar við greiningu bilunarinnar falli niður, enda ljóst að þar væri um að ræða þjónustu sem BL lét manninum í té að ósk hans. Með vísan til þess og þess að engin gögn málsins bentu til þess að bifreiðin hafi verið í ábyrgð var maðurinn dæmdur til þess að greiða BL uppsett verð, 55.308 krónur ásamt dráttarvöxtum frá 1.september 2022. Þá var hann einnig dæmdur til þess að greiða málskostnað BL, 350 þúsund krónur. Bílar Dómsmál Neytendur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að BL hafi krafist þess að maðurinn yrði dæmdur til að greiða umboðinu skuld að fjárhæð 55.308 krónur ásamt dráttarvöxtum auk málskostnaðar. Maðurinn hafi á hinn bóginn krafist þess að krafa BL yrði lækkuð um 25.408 krónur. Þá segir að maðurinn hafi flutt mál sitt sjálfur og gætt hafi verið að leiðbeiningarskyldu dómara, samkvæmt lögum um meðferð einkamála. Bilaður rofi í hleðslulúgu orsök ágreinings Í málsatvikalýsingu segir að bifreiðin væti samkvæmt gögnum málsins nýskráð 30. janúar árið 2020. Maðurinn hafi komið með hana á verkstæði BL í júlí eða ágúst árið 2022 vegna gaumljóss í mælaborði sem gaf til kynna villumeldingu um hleðslulúgu. Starfsmenn BL hafi í kjölfarið greint bilunina á þann hátt að skipta þyrfti um rofa tengdan lúgunni. Undir lok ágúst árið 2022 hafi maðurinn komið aftur með bifreiðina á verkstæði BL og þá skipt um rofann. Vildi bara greiða fyrir viðgerð en ekki greiningu Í framhaldi af því hafi BL gefið út tvo reikninga til mannsins, annan að fjárhæð 25.408 krónur vegna greiningar á biluninni og hinn að fjárhæð 29.900 krónur vegna viðgerðarinnar. Maðurinn viðurkenni að hann skuldi BL þá fjárhæð sem nemur síðarnefnda reikningnum en hafni greiðsluskyldu hvað varðar þann fyrrnefnda. BL byggi á því að manninum beri að greiða félaginu hina umkröfðu fjárhæð, enda sé krafan tilkomin vegna kaupa hans á vörum, vinnu og þjónustu af BL. Bifreiðin hafi verið fallin úr ábyrgð þegar þjónustan var veitt. Maðurinn byggi hins vegar á því að starfsmaður BL hafi greint honum frá því í símtali, eftir að bilunin var greind, að viðgerðin kæmi til með að kosta 28 til 29 þúsund krónur. Honum bæri því einungis að greiða reikninginn sem hljóðar upp á 29.900 krónur en ekki þann sem nemur 25.408 krónum. Þá hafi hann byggt á því við aðalmeðferð málsins að bifreiðin kynni að hafa verið í ábyrgð þegar þjónustan var veitt. Upplýsingagjöf hefði mátt vera nákvæmari Í niðurstöðukafla dómsins segir að óumdeilt sé að reikningarnir séu báðir tilkomnir vegna þjónustu sem BL lét manninum í té að beiðni hans. Ágreiningurinn lúti að því hvort greiðsluskylda mannsins skuli takmarkast af því að starfsmaður BL hafi áður en viðgerðin fór fram gefið upp lægra verð fyrir hana en sem nemur dómkröfunni. Í málinu liggi ekki fyrir gögn sem styðja þá fullyrðingu mannsins að starfsmaður BL hafi tjáð honum að heildarkostnaður við viðgerðina, að meðtalinni greiningu hennar, yrði 28 til 29 þúsund krónur. Að virtum framburði mannsins og deildarstjóra verkstæðis BL fyrir dómnum megi ætla að upp hafi komið misskilningur milli aðila um ætlaðan viðgerðarkostnað. Hann hafi falist í því að starfsmaður BL hafi nefnt umrædda fjárhæð sem áætlaðan kostnað við viðgerðina sjálfa en maðurinn hafi talið að þar væri meðtalinn kostnaður við greiningu bilunarinnar, sem þegar hafði farið fram. Það komi einnig nokkurn veginn heim og saman við fjárhæð reikningsins sem varðar viðgerðina sjálfa, 29.900 krónur. Þótt vera kunni að upplýsingagjöf Bl til mannsins hefði mátt vera nákvæmari hvað þetta varðar leiði hugsanlegur misbrestur á því ekki til þess að greiðsluskylda mannsins vegna kostnaðar við greiningu bilunarinnar falli niður, enda ljóst að þar væri um að ræða þjónustu sem BL lét manninum í té að ósk hans. Með vísan til þess og þess að engin gögn málsins bentu til þess að bifreiðin hafi verið í ábyrgð var maðurinn dæmdur til þess að greiða BL uppsett verð, 55.308 krónur ásamt dráttarvöxtum frá 1.september 2022. Þá var hann einnig dæmdur til þess að greiða málskostnað BL, 350 þúsund krónur.
Bílar Dómsmál Neytendur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira