80 dauðsföll á þessu ári Sigmar Guðmundsson skrifar 21. september 2023 08:00 Það hafa fimm einstaklingar látið lífið það sem af er ári í umferðarslysum. Við erum sammála um að það er of mikið, þótt vissulega hafi fleiri látist í umferðinni en nú í ár. Í samfélaginu er stöðugt ákall um öruggari umferð og er það vel. Gerðar eru áætlanir og samgöngusáttmálar langt fram í tímann um úrbætur á vegakerfinu sem meðal annars eiga að auka öryggi og fækka dauðsföllum. Fimm dauðsföll er of há tala. En hvað segir þá samfélagið við þeirri staðreynd að á þessu ári stefnir í að allt að 80 einstaklingar, yngri en 50 ára, deyi af völdum fíknisjúkdóms á þessu ári? Ef fram heldur sem horfir. Þetta eru tölur úr gagnagrunni SÁÁ og inn í þær vantar fólk sem er yfir fimmtugu og fólk sem deyr úr sjúkdómnum en hefur aldrei farið á Vog. Þetta eru sturlaðar tölur. Þetta þýðir að á tíu árum látast álíka margir úr fíknisjúkdómi og búa í Grundarfjarðabæ. Samt bólar lítið á langtímaáætlunum, samningum eða sáttmálum til að koma í veg fyrir þessi dauðsföll. Eru þau þó margfalt fleiri en í umferðinni. Það er orðið tímabært að almenningur átti sig á hversu mikill fórnarkostnaður samfélagsins er vegna þessa sjúkdóms. Það er líka brýnt að stjórnvöld vakni af sínum þyrnirósarsvefni og uppfylli þá lágmarkskröfu að lífsbjargandi meðferðarstofnanir þurfi ekki að loka yfir sumartímann. SÁÁ þurfti að loka eftirmeðferðarstöðinni Vík í sumar vegna fjárskorts. Þetta þekki ég vel því ég þurfti sjálfur að leita mér aðstoðar á Vogi í sumar. Engin framhalds meðferð í boði fyrr en löngu eftir útskrift af Vogi. Samfellan sem þarf að vera í meðferðarvinnu algerlega rofin. Ég er hins vegar svo heppinn að félagsleg staða mín er betri en margra annara og þetta kom ekki að sök í mínu tilfelli. Engu að síður er það svo að margra vikna bið á milli Vogs og Víkur fyrir fjölmarga sem berjast við þennan sjúkdóm dregur stórlega úr batalíkum. Og oft gerist það að fólk deyr á meðan það bíður eftir plássi á Vogi eða Vík. Í fyrra létust 12 einstaklingar á meðan þeir biðu eftir plássi. Þessi sjúkdómur fer ekki í sumarfríi og því ætti meðferðarstarfið ekki heldur að gera það. Í dag háttar svo til að það geisar ópíóðafaraldur þar sem fjöldi ungra manna og kvenna berjast á vígvelli dauðans. Margir deyja, nú síðast móðir frá tveimur ungum börnum. Sjálfsaflafé SÁÁ rennur að miklu leiti í viðbragð við þessum faraldri vegna þess að þeir fjármunir sem ríkið setur í þessa tilteknu meðferð hrekkur engan veginn til. Ekki bólar heldur á viðbótarfjárframlagi ríkisins sem lofað var hátíðlega þegar umræðan um faraldurinn var sem mest fyrr á árinu. Þeir peningar hafa ekki skilað sér, sem svo aftur gerir það að verkum að meðferðarstarfið líður fyrir. Heilbrigðisráðherra er öflugur maður og ég veit að hann hefur skilning á vandanum. Það voru þess vegna mikil vonbrigði að heyra hann tala með þeim hætti í vikunni að þetta snerist meira um vilja SÁÁ til að hafa opið en fjárskort. „Við getum svo auðveldlega haldið því opnu ef það er vilji til þess. Ég hef komið því á framfæri margoft við SÁÁ að við erum alltaf tilbúin að skoða það og halda því gangandi.“ Það er verkefni ráðamanna að tryggja að lífsbjargandi starfsemi sé ekki lögð af yfir hásumarið. Það er ekki stórmannlegt að varpa ábyrgðinni frá sér. Staðreyndin er sú að það kostar engar óskaplega fjárhæðir að kippa þessu í liðinn. Mun minna en mislæg gatnamót svo dæmi sé tekið. Vilji er allt sem þarf. Ef það stefndi í að 80 manns myndu látast í umferðinni í ár, þá væri búið að lýsa yfir neyðarástandi. Við værum að stórauka fjárframlög í samgöngur. Göng yrðu grafin, vegir breikkaðir, gatnamót löguð og umferðarfræðsla efld. Við bregðumst ekki eins við þegar fólk deyr úr fíknisjúkdómi. Við getum ekki einu sinni tryggt að meðferð standi til boða á sumrin og bjargað þannig mannslífum. Það er umhugsunarefni, vægast sagt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson SÁÁ Geðheilbrigði Fíkn Lyf Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Það hafa fimm einstaklingar látið lífið það sem af er ári í umferðarslysum. Við erum sammála um að það er of mikið, þótt vissulega hafi fleiri látist í umferðinni en nú í ár. Í samfélaginu er stöðugt ákall um öruggari umferð og er það vel. Gerðar eru áætlanir og samgöngusáttmálar langt fram í tímann um úrbætur á vegakerfinu sem meðal annars eiga að auka öryggi og fækka dauðsföllum. Fimm dauðsföll er of há tala. En hvað segir þá samfélagið við þeirri staðreynd að á þessu ári stefnir í að allt að 80 einstaklingar, yngri en 50 ára, deyi af völdum fíknisjúkdóms á þessu ári? Ef fram heldur sem horfir. Þetta eru tölur úr gagnagrunni SÁÁ og inn í þær vantar fólk sem er yfir fimmtugu og fólk sem deyr úr sjúkdómnum en hefur aldrei farið á Vog. Þetta eru sturlaðar tölur. Þetta þýðir að á tíu árum látast álíka margir úr fíknisjúkdómi og búa í Grundarfjarðabæ. Samt bólar lítið á langtímaáætlunum, samningum eða sáttmálum til að koma í veg fyrir þessi dauðsföll. Eru þau þó margfalt fleiri en í umferðinni. Það er orðið tímabært að almenningur átti sig á hversu mikill fórnarkostnaður samfélagsins er vegna þessa sjúkdóms. Það er líka brýnt að stjórnvöld vakni af sínum þyrnirósarsvefni og uppfylli þá lágmarkskröfu að lífsbjargandi meðferðarstofnanir þurfi ekki að loka yfir sumartímann. SÁÁ þurfti að loka eftirmeðferðarstöðinni Vík í sumar vegna fjárskorts. Þetta þekki ég vel því ég þurfti sjálfur að leita mér aðstoðar á Vogi í sumar. Engin framhalds meðferð í boði fyrr en löngu eftir útskrift af Vogi. Samfellan sem þarf að vera í meðferðarvinnu algerlega rofin. Ég er hins vegar svo heppinn að félagsleg staða mín er betri en margra annara og þetta kom ekki að sök í mínu tilfelli. Engu að síður er það svo að margra vikna bið á milli Vogs og Víkur fyrir fjölmarga sem berjast við þennan sjúkdóm dregur stórlega úr batalíkum. Og oft gerist það að fólk deyr á meðan það bíður eftir plássi á Vogi eða Vík. Í fyrra létust 12 einstaklingar á meðan þeir biðu eftir plássi. Þessi sjúkdómur fer ekki í sumarfríi og því ætti meðferðarstarfið ekki heldur að gera það. Í dag háttar svo til að það geisar ópíóðafaraldur þar sem fjöldi ungra manna og kvenna berjast á vígvelli dauðans. Margir deyja, nú síðast móðir frá tveimur ungum börnum. Sjálfsaflafé SÁÁ rennur að miklu leiti í viðbragð við þessum faraldri vegna þess að þeir fjármunir sem ríkið setur í þessa tilteknu meðferð hrekkur engan veginn til. Ekki bólar heldur á viðbótarfjárframlagi ríkisins sem lofað var hátíðlega þegar umræðan um faraldurinn var sem mest fyrr á árinu. Þeir peningar hafa ekki skilað sér, sem svo aftur gerir það að verkum að meðferðarstarfið líður fyrir. Heilbrigðisráðherra er öflugur maður og ég veit að hann hefur skilning á vandanum. Það voru þess vegna mikil vonbrigði að heyra hann tala með þeim hætti í vikunni að þetta snerist meira um vilja SÁÁ til að hafa opið en fjárskort. „Við getum svo auðveldlega haldið því opnu ef það er vilji til þess. Ég hef komið því á framfæri margoft við SÁÁ að við erum alltaf tilbúin að skoða það og halda því gangandi.“ Það er verkefni ráðamanna að tryggja að lífsbjargandi starfsemi sé ekki lögð af yfir hásumarið. Það er ekki stórmannlegt að varpa ábyrgðinni frá sér. Staðreyndin er sú að það kostar engar óskaplega fjárhæðir að kippa þessu í liðinn. Mun minna en mislæg gatnamót svo dæmi sé tekið. Vilji er allt sem þarf. Ef það stefndi í að 80 manns myndu látast í umferðinni í ár, þá væri búið að lýsa yfir neyðarástandi. Við værum að stórauka fjárframlög í samgöngur. Göng yrðu grafin, vegir breikkaðir, gatnamót löguð og umferðarfræðsla efld. Við bregðumst ekki eins við þegar fólk deyr úr fíknisjúkdómi. Við getum ekki einu sinni tryggt að meðferð standi til boða á sumrin og bjargað þannig mannslífum. Það er umhugsunarefni, vægast sagt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar