Fagnar afmæli sjö mánuðum eftir að banalegan hófst Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2023 13:32 Jimmy Carter árið 2019. Getty/Paul Hennessy Þegar Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hóf líknandi meðferð í febrúar, bjuggust aðstandendur hans við því að hann myndi falla frá á næstu dögum. Carter er þó enn á lífi og stefnir á að halda upp á 99 ára afmæli sitt í næstu viku. Jason Carter, barnabarn Jimmy Carter, sagði í samtali við New York Times að aðstandendur forsetans fyrrverandi kvöddu hann þegar hann fór á líknandi meðferð. Hann flutti því aftur í hús sem hann og eiginkona hans hafa búið í frá árinu 1961. „Ég var á sjúkrahúsinu með honum og kvaddi hann á. Við bjuggumst við að þessu myndi ljúka á einni viku og núna eru liðnir sjö mánuði,“ sagði Jason Carter. Í frétt New York Times segir að engin sérstök veikindi hafi leitt til þess að Carter hafi tekið þá ákvörðun að fara á líknandi meðferð. Hann hafi verið orðinn þreyttur á því að fara ítrekað á sjúkrahús. Enginn forseti Bandaríkjanna hefur lifað lengur en Jimmy Carter. Hann fæddist árið 1924 í Georgíu í Bandaríkjunum. Hann varð 39. forseti Bandaríkjanna árið 1977 en sat bara eitt kjörtímabil í Hvíta húsinu. Þrátt fyrir að vera hafnað af kjósendum á sínum tíma hefur Carter unnið sér sess í hjarta Bandaríkjamanna með miklum góðgerðarstörfum í gegnum árinu. Hann fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2002 fyrir og vinnu í að finna friðsamar lausnir á deilum á alþjóðasviðinu, störf í þágu lýðræðis og mannréttinda og fyrir góðgerðastörf sín. Á undanförnum árum hefur Carter varið miklum tíma í góðgerðastarf í Bandaríkjunum og í að byggja hús fyrir illa statt fólk. Hann hefur einnig átt við veikindi og heilsukvilla að stríða og greindist meðal annars með krabbamein í lifur árið 2015. Læknum tókst þó að fjarlægja það. Hann féll einnig nokkrum sinnum árið 2019 og braut meðal annars mjöðm. NYT hefur eftir fjölskyldumeðlimum Carters að frá því hann fór af sjúkrahúsinu og heim til sín í Georgíu hafi honum borist mikið af lofræðum og kveðjum. Í raun má segja að hann hafi fengið að hlusta á og lesa líkræður sínar og segir fjölskylda hans að hann sé mjög þakklátur fyrir öll hlýju orðin. Stofnunin Carter Center hefur beðið stuðningsmenn og fólk sem Carter hefur haft áhrif á um að senda inn afmæliskveðjur og minningar. Búa á til stafræna mósaík úr þessum kveðjum og skilaboðum sem Carter mun svo skoða með fjölskyldu sinni. Almenningur mun einnig fá aðgang í verkinu. Fjölmargar kveðjur hafa borist á fyrstu dögunum. Bandaríkin Jimmy Carter Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Jason Carter, barnabarn Jimmy Carter, sagði í samtali við New York Times að aðstandendur forsetans fyrrverandi kvöddu hann þegar hann fór á líknandi meðferð. Hann flutti því aftur í hús sem hann og eiginkona hans hafa búið í frá árinu 1961. „Ég var á sjúkrahúsinu með honum og kvaddi hann á. Við bjuggumst við að þessu myndi ljúka á einni viku og núna eru liðnir sjö mánuði,“ sagði Jason Carter. Í frétt New York Times segir að engin sérstök veikindi hafi leitt til þess að Carter hafi tekið þá ákvörðun að fara á líknandi meðferð. Hann hafi verið orðinn þreyttur á því að fara ítrekað á sjúkrahús. Enginn forseti Bandaríkjanna hefur lifað lengur en Jimmy Carter. Hann fæddist árið 1924 í Georgíu í Bandaríkjunum. Hann varð 39. forseti Bandaríkjanna árið 1977 en sat bara eitt kjörtímabil í Hvíta húsinu. Þrátt fyrir að vera hafnað af kjósendum á sínum tíma hefur Carter unnið sér sess í hjarta Bandaríkjamanna með miklum góðgerðarstörfum í gegnum árinu. Hann fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2002 fyrir og vinnu í að finna friðsamar lausnir á deilum á alþjóðasviðinu, störf í þágu lýðræðis og mannréttinda og fyrir góðgerðastörf sín. Á undanförnum árum hefur Carter varið miklum tíma í góðgerðastarf í Bandaríkjunum og í að byggja hús fyrir illa statt fólk. Hann hefur einnig átt við veikindi og heilsukvilla að stríða og greindist meðal annars með krabbamein í lifur árið 2015. Læknum tókst þó að fjarlægja það. Hann féll einnig nokkrum sinnum árið 2019 og braut meðal annars mjöðm. NYT hefur eftir fjölskyldumeðlimum Carters að frá því hann fór af sjúkrahúsinu og heim til sín í Georgíu hafi honum borist mikið af lofræðum og kveðjum. Í raun má segja að hann hafi fengið að hlusta á og lesa líkræður sínar og segir fjölskylda hans að hann sé mjög þakklátur fyrir öll hlýju orðin. Stofnunin Carter Center hefur beðið stuðningsmenn og fólk sem Carter hefur haft áhrif á um að senda inn afmæliskveðjur og minningar. Búa á til stafræna mósaík úr þessum kveðjum og skilaboðum sem Carter mun svo skoða með fjölskyldu sinni. Almenningur mun einnig fá aðgang í verkinu. Fjölmargar kveðjur hafa borist á fyrstu dögunum.
Bandaríkin Jimmy Carter Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira