Átt þú barn með ADHD? Hólmfríður Árnadóttir skrifar 28. september 2023 07:01 Margir foreldrar geta ekki svarað þessari spurningu, þó þau gruni sterklega svarið, því börnin þeirra eru föst á biðlista og mörg hver í mikilli þörf á þjónustu. Það er sárt að horfa upp á þessa vangetu heilbrigðiskerfisins er snýr að geðheilbrigðisþjónustu barna. Að þau sem eru okkur dýrmætust og um leið viðkvæmust fái ekki þá þjónustu sem þau þurfa og að biðlistar eftir greiningum lengist stöðugt þrátt fyrir oft og tíðum fögur fyrirheit stjórnvalda um annað. Biðlistar Nú eru 1672 börn á biðlista eftir greiningu, flest bíða eftir ADHD greiningu eða 802 börn (Umboðsmaður barna sept. 2023). Biðlistar eftir greiningum hafa aldrei verið lengri og fyrir ung börn skiptir það öllu máli að snemma sé tekið á málum og þau fái þjónustu við hæfi. Þriggja til fjögurra ára dvöl á biðlista getur staðið þroska barna algerlega fyrir þrifum, bugað þau og fjölskyldur þeirra þegar mikil þjónustuþörf er til staðar. Ef við viljum hafa þá hugmyndafræði að leiðarljósi að öll börn skipti máli, að öll börn eigi að fá þjónustu við hæfi og að öll börn eigi að hafa kost á farsælu lífi þar sem hlúð er að geðheilsu þeirra á viðeigandi hátt þarf að bregðast skjótt við. Því þegar almenna heilbrigðiskerfið nær ekki að sinna þessum verkefnum eru mörg knúin til að leita annað. Einkastofur vinna greiningar sem kosta hundruði þúsunda. Einkareknar sálfræðistofur taka rúmlega tuttugu þúsund á tímann fyrir sálfræðiaðstoð barna. Oft þarf að koma vikulega þegar bregðast á við og þessi þjónusta er ekki niðurgreidd. Það sér hver manneskja að þetta umhverfi er algerlega óboðlegt börnum og fjölskyldum þeirra. Yfirvöld vita samt að pottur er brotinn og aðgerða sé þörf og geta á engan hátt borið fyrir sig að upplýsingar um stöðuna skorti. Þjónustuskortur Nú þarf að hrista upp í öllum ferlum og vinna markvisst að úrbótum á dapurlegum niðurstöðum skýrslunnar hlutverk og verkefni veitenda geðheilbrigðisþjónustu, því fyrr verða engar almennilegar aðgerðir. Í skýrslunni stendur að óásættanlega löng bið sé eftir sumum úrræðum. Skortur sé á skilgreindu verklagi fyrir boðleiðir milli þjónustuaðila og þjónustustiga og fjölmargar hindranir við lýði sem gera kerfið flókið, óskilvirkt og götótt. Þar er sagt að yfirfærsla milli stiga gangi illa, hlutverk séu óljós og skilningur misjafn enda engir vegvísar sem hægt er að styðjast við. Skilningur á því hvar þjónusta á heima er ólíkur og skortur á samráði, samtali og samvinnu milli stofnanna. Þarna fá þjónustustofnanir falleinkunn sem bregðst þarf við en stefið er vissulega gamalkunnugt og fréttirnar ekki nýjar. Aðgerðir! Bregðast þarf við með framkvæmdum og fjármagni sem aldrei fyrr. Sjá til þess að biðstími sé styttur niður í fáa mánuði og að greininga- og sálfræðiþjónustu sé niðurgreidd fyrir börn og ungmenni. Börnunum okkar líður sífellt verr líkt og rannsóknir sýna fram á. Líðan barna með sérþarfir er marktækt síðri hvað snertir almenna líðan, sjálfsmynd, heilsu, félagatengsl, skólalíðan og samskipti við fjölskyldu. Ef ekki er gripið til róttækra aðgerða núna þarf að gera það síðar með enn fjölþættari þjónustu, tilheyrandi umfangi og kostnaði, já og mikilli vanlíðan ungs fólks sem heilbrigðiskerfið hefur svikið. Það hafa dæmin margoft sýnt okkur. Börnin okkar eiga betra skilið. Höfundur er leik- og grunnskólakennari og hefur komið að þjónustu ótal barna sem biðu og bíða enn eftir greiningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Heilbrigðismál Hólmfríður Árnadóttir ADHD Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Margir foreldrar geta ekki svarað þessari spurningu, þó þau gruni sterklega svarið, því börnin þeirra eru föst á biðlista og mörg hver í mikilli þörf á þjónustu. Það er sárt að horfa upp á þessa vangetu heilbrigðiskerfisins er snýr að geðheilbrigðisþjónustu barna. Að þau sem eru okkur dýrmætust og um leið viðkvæmust fái ekki þá þjónustu sem þau þurfa og að biðlistar eftir greiningum lengist stöðugt þrátt fyrir oft og tíðum fögur fyrirheit stjórnvalda um annað. Biðlistar Nú eru 1672 börn á biðlista eftir greiningu, flest bíða eftir ADHD greiningu eða 802 börn (Umboðsmaður barna sept. 2023). Biðlistar eftir greiningum hafa aldrei verið lengri og fyrir ung börn skiptir það öllu máli að snemma sé tekið á málum og þau fái þjónustu við hæfi. Þriggja til fjögurra ára dvöl á biðlista getur staðið þroska barna algerlega fyrir þrifum, bugað þau og fjölskyldur þeirra þegar mikil þjónustuþörf er til staðar. Ef við viljum hafa þá hugmyndafræði að leiðarljósi að öll börn skipti máli, að öll börn eigi að fá þjónustu við hæfi og að öll börn eigi að hafa kost á farsælu lífi þar sem hlúð er að geðheilsu þeirra á viðeigandi hátt þarf að bregðast skjótt við. Því þegar almenna heilbrigðiskerfið nær ekki að sinna þessum verkefnum eru mörg knúin til að leita annað. Einkastofur vinna greiningar sem kosta hundruði þúsunda. Einkareknar sálfræðistofur taka rúmlega tuttugu þúsund á tímann fyrir sálfræðiaðstoð barna. Oft þarf að koma vikulega þegar bregðast á við og þessi þjónusta er ekki niðurgreidd. Það sér hver manneskja að þetta umhverfi er algerlega óboðlegt börnum og fjölskyldum þeirra. Yfirvöld vita samt að pottur er brotinn og aðgerða sé þörf og geta á engan hátt borið fyrir sig að upplýsingar um stöðuna skorti. Þjónustuskortur Nú þarf að hrista upp í öllum ferlum og vinna markvisst að úrbótum á dapurlegum niðurstöðum skýrslunnar hlutverk og verkefni veitenda geðheilbrigðisþjónustu, því fyrr verða engar almennilegar aðgerðir. Í skýrslunni stendur að óásættanlega löng bið sé eftir sumum úrræðum. Skortur sé á skilgreindu verklagi fyrir boðleiðir milli þjónustuaðila og þjónustustiga og fjölmargar hindranir við lýði sem gera kerfið flókið, óskilvirkt og götótt. Þar er sagt að yfirfærsla milli stiga gangi illa, hlutverk séu óljós og skilningur misjafn enda engir vegvísar sem hægt er að styðjast við. Skilningur á því hvar þjónusta á heima er ólíkur og skortur á samráði, samtali og samvinnu milli stofnanna. Þarna fá þjónustustofnanir falleinkunn sem bregðst þarf við en stefið er vissulega gamalkunnugt og fréttirnar ekki nýjar. Aðgerðir! Bregðast þarf við með framkvæmdum og fjármagni sem aldrei fyrr. Sjá til þess að biðstími sé styttur niður í fáa mánuði og að greininga- og sálfræðiþjónustu sé niðurgreidd fyrir börn og ungmenni. Börnunum okkar líður sífellt verr líkt og rannsóknir sýna fram á. Líðan barna með sérþarfir er marktækt síðri hvað snertir almenna líðan, sjálfsmynd, heilsu, félagatengsl, skólalíðan og samskipti við fjölskyldu. Ef ekki er gripið til róttækra aðgerða núna þarf að gera það síðar með enn fjölþættari þjónustu, tilheyrandi umfangi og kostnaði, já og mikilli vanlíðan ungs fólks sem heilbrigðiskerfið hefur svikið. Það hafa dæmin margoft sýnt okkur. Börnin okkar eiga betra skilið. Höfundur er leik- og grunnskólakennari og hefur komið að þjónustu ótal barna sem biðu og bíða enn eftir greiningu.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun