Verum bleik – fyrir okkur öll! Halla Þorvaldsdóttir skrifar 29. september 2023 07:00 Í dag hefst sala Bleiku slaufunnar og þar með árleg fjáröflun og vitundarvakning Krabbameinsfélagsins um krabbamein hjá konum. Krabbamein snerta okkur öll. Í lok ársins 2022 voru 17.500 manns á lífi sem höfðu fengið krabbamein. Í kringum hvern og einn er líklegt að séu að minnsta kosti tíu einstaklingar sem jafngildir því að krabbamein séu í nánasta umhverfi næstum hálfrar þjóðarinnar og það án þess að við teljum með þann mikla fjölda sem hefur misst ástvini úr krabbameinum. Reynslan í áranna rás sýnir að fólk og fyrirtæki taka fagnandi tækifærinu til að taka þátt og sýna samstöðu í verki í Bleiku slaufunni. Samstaðan og þátttakan er einmitt í lykilhlutverki í Bleiku slaufunni í ár, þannig er lífið einfaldlega betra, ekki síst þegar á móti blæs. Til að ná árangri gegn skæðri ógn eins og krabbameinum þurfum við öll að taka þátt. Við þurfum samstöðu á öllum vígstöðvum. Í heilbrigðiskerfinu, til að tryggja sem stysta bið eftir þjónustu og að fólk geti treyst á samfellu í þjónustunni og bestu meðferð. Á vinnustöðum, með stuðningi við samstarfsfólk og með því að veita svigrúm til fjarveru og endurkomu til vinnu. Í skólum, í vinahópum og fjölskyldum og í raun hvar sem gripið er niður. Krabbamein reyna á okkur öll og allt verður betra ef við stöndum saman, styðjum hvert annað, hjálpumst að og vinnum að sama marki, hver og hvar sem við erum. Enginn á að þurfa að standa einn með krabbamein. Verkefnið er stórt nú þegar og mun stækka verulega á næstu árum. Krabbameinstilvikum mun fjölga mikið hér á landi á næstu árum fyrst og fremst vegna þess að meðalaldur þjóðarinnar hækkar en líkur á krabbameinum aukast eftir því sem fólk eldist. Til að geta tekist á við það og tryggt bestan árangur varðandi krabbamein, hvort sem er í forvörnum, greiningu og meðferð eða lífsgæðum fólks, þarf skýrar og markvissar aðgerðir. Þjóðin hefur ítrekað sýnt í könnunum að heilbrigðismál eru það sem skiptir hana einna mestu og víst er að krabbamein eru þar ofarlega á lista. Mikilvægt er að stjórnvöld standi með landsmönnum. Góðu fréttirnar eru að sífellt fleiri lifa. Í hópi þeirra 9.586 kvenna sem voru á lífi eftir að hafa fengið krabbamein, í lok árs 2022 voru margar læknaðar af sínum meinum, aðrar í meðferð og enn aðrar að takast á við afleiðingar sjúkdóms eða meðferðar. Þó framfarir séu stöðugar í greiningu og meðferð eru lífshorfur misgóðar eftir því hvaða krabbamein eiga í hlut, til dæmis er fimm ára lifun kvenna sem fá brjóstakrabbamein að meðaltali um 88% en 7% eftir briskrabbamein. Við fögnum framförunum en gleymum ekki þeirri staðreynd að krabbamein eru enn orsakavaldur rúmlega fjórðungs dauðsfalla hér á landi. Við viljum ná enn betri árangri. Í starfi Krabbameinsfélagsins eru þrjú meginmarkmið; að fækka þeim sem veikjast af krabbameinum, að fjölga þeim sem lifa af og að lífsgæði þeirra sem veikjast og aðstandenda þeirra séu sem best. Með því að kaupa Bleiku slaufuna eignast þú hlutdeild í því góða starfi. Sýnum samstöðu í verki, verum bleik, fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Í dag hefst sala Bleiku slaufunnar og þar með árleg fjáröflun og vitundarvakning Krabbameinsfélagsins um krabbamein hjá konum. Krabbamein snerta okkur öll. Í lok ársins 2022 voru 17.500 manns á lífi sem höfðu fengið krabbamein. Í kringum hvern og einn er líklegt að séu að minnsta kosti tíu einstaklingar sem jafngildir því að krabbamein séu í nánasta umhverfi næstum hálfrar þjóðarinnar og það án þess að við teljum með þann mikla fjölda sem hefur misst ástvini úr krabbameinum. Reynslan í áranna rás sýnir að fólk og fyrirtæki taka fagnandi tækifærinu til að taka þátt og sýna samstöðu í verki í Bleiku slaufunni. Samstaðan og þátttakan er einmitt í lykilhlutverki í Bleiku slaufunni í ár, þannig er lífið einfaldlega betra, ekki síst þegar á móti blæs. Til að ná árangri gegn skæðri ógn eins og krabbameinum þurfum við öll að taka þátt. Við þurfum samstöðu á öllum vígstöðvum. Í heilbrigðiskerfinu, til að tryggja sem stysta bið eftir þjónustu og að fólk geti treyst á samfellu í þjónustunni og bestu meðferð. Á vinnustöðum, með stuðningi við samstarfsfólk og með því að veita svigrúm til fjarveru og endurkomu til vinnu. Í skólum, í vinahópum og fjölskyldum og í raun hvar sem gripið er niður. Krabbamein reyna á okkur öll og allt verður betra ef við stöndum saman, styðjum hvert annað, hjálpumst að og vinnum að sama marki, hver og hvar sem við erum. Enginn á að þurfa að standa einn með krabbamein. Verkefnið er stórt nú þegar og mun stækka verulega á næstu árum. Krabbameinstilvikum mun fjölga mikið hér á landi á næstu árum fyrst og fremst vegna þess að meðalaldur þjóðarinnar hækkar en líkur á krabbameinum aukast eftir því sem fólk eldist. Til að geta tekist á við það og tryggt bestan árangur varðandi krabbamein, hvort sem er í forvörnum, greiningu og meðferð eða lífsgæðum fólks, þarf skýrar og markvissar aðgerðir. Þjóðin hefur ítrekað sýnt í könnunum að heilbrigðismál eru það sem skiptir hana einna mestu og víst er að krabbamein eru þar ofarlega á lista. Mikilvægt er að stjórnvöld standi með landsmönnum. Góðu fréttirnar eru að sífellt fleiri lifa. Í hópi þeirra 9.586 kvenna sem voru á lífi eftir að hafa fengið krabbamein, í lok árs 2022 voru margar læknaðar af sínum meinum, aðrar í meðferð og enn aðrar að takast á við afleiðingar sjúkdóms eða meðferðar. Þó framfarir séu stöðugar í greiningu og meðferð eru lífshorfur misgóðar eftir því hvaða krabbamein eiga í hlut, til dæmis er fimm ára lifun kvenna sem fá brjóstakrabbamein að meðaltali um 88% en 7% eftir briskrabbamein. Við fögnum framförunum en gleymum ekki þeirri staðreynd að krabbamein eru enn orsakavaldur rúmlega fjórðungs dauðsfalla hér á landi. Við viljum ná enn betri árangri. Í starfi Krabbameinsfélagsins eru þrjú meginmarkmið; að fækka þeim sem veikjast af krabbameinum, að fjölga þeim sem lifa af og að lífsgæði þeirra sem veikjast og aðstandenda þeirra séu sem best. Með því að kaupa Bleiku slaufuna eignast þú hlutdeild í því góða starfi. Sýnum samstöðu í verki, verum bleik, fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun