Samstaða í stað samsæriskenninga Finnur Th. Eiríksson skrifar 29. september 2023 14:00 Um þessar mundir steðja raunverulegar ógnir að Vesturlöndum, meðal annars frá vopnaskaki Pútíns í Úkraínu og auknum umsvifum kínverskra yfirvalda í Evrópu. Þótt Vesturlandabúar hafi ærið tilefni til að þétta raðirnar, er langt um liðið síðan vestrænt samfélag var jafn sundrað. Það einkennist í auknum mæli af hugmyndafræðilega einangruðum afkimum og skotgrafastjórnmálum. Þessi þróun er reyndar ekki ný af nálinni. Undanfarna áratugi hafa andvestræn alræðisríki markvisst beitt upplýsingahernaði gegn Vesturlöndum. Mikið af áróðri þeirra rekur uppruna sinn til yfirvalda í Rússlandi. En vestrænir fjölmiðlar og samfélagsmiðlar eru einnig meðsekir í útbreiðslu hans. Þeir hafa átt sinn þátt í að skapa umræðuhefð sem er fjandsamleg málamiðlunum og elur á sundrung. Algrímar samfélagsmiðlanna magna öfgaraddir á meðan skynsemisraddir eru kaffærðar. Í þessu óreiðukennda umhverfi er að ákveðnu leyti skiljanlegt að fólk leiðist út á braut samsæriskenninga. Fjölskyldum sundrað Í mörgum samsæriskenningum má finna stök sannleikskorn. En í höndum samsæriskenningafólks er þessum kornum undantekningarlaust hnoðað saman við óstaðfestar og beinlínis rangar upplýsingar. Afleiðingin er sú að kenningarnar eru ekki til þess fallnar að valda vitundarvakningu heldur sundrung.Þrátt fyrir að vera hugmyndafræðilegs eðlis geta þær engu að síður haft raunveruleg og samfélagslega skaðleg áhrif. Ég hef áður skrifað umhvernig þær geta bókstaflega stofnað samfélagshópum í lífshættu. En samsæriskenningar geta einnig haft lúmskari áhrif. Þær hafa meðal annars sundrað vinahópum og fjölskyldum. Stofnaðir hafa verið stuðningshópar fyrir aðstandendur þeirra sem hafa orðið gagnteknir af samsæriskenningum. En hvers vegna ná samsæriskenningar tangarhaldi á ákveðnum einstaklingum? Svarið er að samsæriskenningar eru sérsniðnar til að hafa áhrif á frumstæð varnarviðbrögð heilans. Þessi viðbrögð eru heilbrigð upp að ákveðnu marki, en hjá sumum virðast þau vera öðrum kenndum yfirsterkari. Auk þess getur hópþrýstingur og félagsleg viðurkenning viðhaldið trúnni á samsæriskenningar. Hafi einstaklingur tileinkað sér slíkar kenningar gæti honum reynst erfitt að fylla upp í tómarúmið sem myndast þegar hann segir skilið við þær. Leiðin til baka Margir tengja samsæriskenningar eingöngu við hægri-öfgamenn en staðreyndin er sú að þær er einnig að finna meðal vinstri-öfgamanna. Fyrir um áratug síðan var ég hallur undir ýmsar samsæriskenningar sem nutu vinsælda á vinstri vængnum. En smám saman rann upp fyrir mér að sannleiksgildi þessara kenninga var lítið sem ekkert og að þær höfðu haft neikvæð áhrif á andlega líðan mína. Það var lítil furða því þær ólu á tortryggni og neikvæðni gagnvart öðrum samfélagshópum. Til að losna undan áhrifum þeirra þurfti ég að yfirgefa bergmálshellana sem ég hafði dvalið í. Árið 2016 eyddi ég reikningum mínum á samfélagsmiðlum og byrjaði á nýjum grunni. Í stað reyfarakenndra myndskeiða á Youtube og svipuðum síðum fór ég að afla mér heimilda í virtum fræðiritum. Til dæmis varð ég fljótt mikill aðdáandi alfræðibókarinnar Encyclopædia Britannica, sem hefur verið stöðugt uppfærð frá árinu 1768 og hefur að geyma fjöldann allan af ritrýndum fræðigreinum. Ég er einnig dyggur lesandi Ground News sem safnar sambærilegum fréttum frá ólíkum fréttamiðlum og tiltekur hvort þeir hafi hægri- eða vinstrisveiflu. Þessi breyting krafðist sjálfsaga, en hún hefur einungis haft jákvæð áhrif á líf mitt. Lokaorð Þrátt fyrir sundrungina sem einkennir Vesturlönd um þessar mundir er enn fullt tilefni til bjartsýni. Til dæmis eru lífsgæði og mannréttindi hvergi meiri en á Vesturlöndum. Frjáls fjölmiðlun, þrískipting ríkisvaldsins og fleiri aðalsmerki vestrænna ríkja eru eitur í beinum alræðisríkja sem neita þegnum sínum um slíkan munað. Þau þrá því ekkert heitar en að sjá Vesturlandabúa sóa velmegun sinni í skotgrafastjórnmál og samsæriskenningar. Það er hafið yfir allan vafa að fyrrnefnd alræðisríki hafi markvisst alið á þessari sundrung. Munum við koma þeim upp með það? Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir steðja raunverulegar ógnir að Vesturlöndum, meðal annars frá vopnaskaki Pútíns í Úkraínu og auknum umsvifum kínverskra yfirvalda í Evrópu. Þótt Vesturlandabúar hafi ærið tilefni til að þétta raðirnar, er langt um liðið síðan vestrænt samfélag var jafn sundrað. Það einkennist í auknum mæli af hugmyndafræðilega einangruðum afkimum og skotgrafastjórnmálum. Þessi þróun er reyndar ekki ný af nálinni. Undanfarna áratugi hafa andvestræn alræðisríki markvisst beitt upplýsingahernaði gegn Vesturlöndum. Mikið af áróðri þeirra rekur uppruna sinn til yfirvalda í Rússlandi. En vestrænir fjölmiðlar og samfélagsmiðlar eru einnig meðsekir í útbreiðslu hans. Þeir hafa átt sinn þátt í að skapa umræðuhefð sem er fjandsamleg málamiðlunum og elur á sundrung. Algrímar samfélagsmiðlanna magna öfgaraddir á meðan skynsemisraddir eru kaffærðar. Í þessu óreiðukennda umhverfi er að ákveðnu leyti skiljanlegt að fólk leiðist út á braut samsæriskenninga. Fjölskyldum sundrað Í mörgum samsæriskenningum má finna stök sannleikskorn. En í höndum samsæriskenningafólks er þessum kornum undantekningarlaust hnoðað saman við óstaðfestar og beinlínis rangar upplýsingar. Afleiðingin er sú að kenningarnar eru ekki til þess fallnar að valda vitundarvakningu heldur sundrung.Þrátt fyrir að vera hugmyndafræðilegs eðlis geta þær engu að síður haft raunveruleg og samfélagslega skaðleg áhrif. Ég hef áður skrifað umhvernig þær geta bókstaflega stofnað samfélagshópum í lífshættu. En samsæriskenningar geta einnig haft lúmskari áhrif. Þær hafa meðal annars sundrað vinahópum og fjölskyldum. Stofnaðir hafa verið stuðningshópar fyrir aðstandendur þeirra sem hafa orðið gagnteknir af samsæriskenningum. En hvers vegna ná samsæriskenningar tangarhaldi á ákveðnum einstaklingum? Svarið er að samsæriskenningar eru sérsniðnar til að hafa áhrif á frumstæð varnarviðbrögð heilans. Þessi viðbrögð eru heilbrigð upp að ákveðnu marki, en hjá sumum virðast þau vera öðrum kenndum yfirsterkari. Auk þess getur hópþrýstingur og félagsleg viðurkenning viðhaldið trúnni á samsæriskenningar. Hafi einstaklingur tileinkað sér slíkar kenningar gæti honum reynst erfitt að fylla upp í tómarúmið sem myndast þegar hann segir skilið við þær. Leiðin til baka Margir tengja samsæriskenningar eingöngu við hægri-öfgamenn en staðreyndin er sú að þær er einnig að finna meðal vinstri-öfgamanna. Fyrir um áratug síðan var ég hallur undir ýmsar samsæriskenningar sem nutu vinsælda á vinstri vængnum. En smám saman rann upp fyrir mér að sannleiksgildi þessara kenninga var lítið sem ekkert og að þær höfðu haft neikvæð áhrif á andlega líðan mína. Það var lítil furða því þær ólu á tortryggni og neikvæðni gagnvart öðrum samfélagshópum. Til að losna undan áhrifum þeirra þurfti ég að yfirgefa bergmálshellana sem ég hafði dvalið í. Árið 2016 eyddi ég reikningum mínum á samfélagsmiðlum og byrjaði á nýjum grunni. Í stað reyfarakenndra myndskeiða á Youtube og svipuðum síðum fór ég að afla mér heimilda í virtum fræðiritum. Til dæmis varð ég fljótt mikill aðdáandi alfræðibókarinnar Encyclopædia Britannica, sem hefur verið stöðugt uppfærð frá árinu 1768 og hefur að geyma fjöldann allan af ritrýndum fræðigreinum. Ég er einnig dyggur lesandi Ground News sem safnar sambærilegum fréttum frá ólíkum fréttamiðlum og tiltekur hvort þeir hafi hægri- eða vinstrisveiflu. Þessi breyting krafðist sjálfsaga, en hún hefur einungis haft jákvæð áhrif á líf mitt. Lokaorð Þrátt fyrir sundrungina sem einkennir Vesturlönd um þessar mundir er enn fullt tilefni til bjartsýni. Til dæmis eru lífsgæði og mannréttindi hvergi meiri en á Vesturlöndum. Frjáls fjölmiðlun, þrískipting ríkisvaldsins og fleiri aðalsmerki vestrænna ríkja eru eitur í beinum alræðisríkja sem neita þegnum sínum um slíkan munað. Þau þrá því ekkert heitar en að sjá Vesturlandabúa sóa velmegun sinni í skotgrafastjórnmál og samsæriskenningar. Það er hafið yfir allan vafa að fyrrnefnd alræðisríki hafi markvisst alið á þessari sundrung. Munum við koma þeim upp með það? Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun