Jóhann Kristinn: „Það er ekki oft sem maður tapar svona rosalega ósanngjarnt“ Árni Gísli Magnússon skrifar 30. september 2023 17:58 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var ansi svekktur eftir tapið í dag Vísir/Vilhelm Stjarnan vann 3-1 sigur á Þór/KA norður á Akureyri í fjórðu umferð efri hluta Bestu deildar kvenna í dag. Heimakonur komust yfir í fyrri hálfleik en gestirnir skoruðu þrjú mörk í þeim seinni þar sem varamaðurinn Hulda Hrund Arnarsdóttir skoraði tvö mörk. Stjarnan á enn möguleika á öðru sæti eftir sigurinn. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, hafði margt að segja eftir leik og m.a. að sitt lið hafi verið miklu betri aðilinn í dag og átt skilið að sigra leikinn. „Ef ég er að tala við tvo hópa af fólki, þá sem að sáu leikinn; ég þarf ekkert að segja við þá. Þau sáu hvernig þetta var og hversu ósanngjörn íþróttin getur verið, ég þarf ekki að útskýra það neitt frekar fyrir þeim. Þeir sem sáu ekki leikinn þá bara gaman að geta sagt frá því að Stjáni (Kristján Guðmundsson) og Stjarnan hafa lært af síðasta leik sem þær spiluðu og lærðu af Blikum og gerðu það mjög vel í dag þó að ég hafi nú ekki trú á því að margir leggi upp leikina til þess að fá á sig mikið af galopnum færum og vonast til að andstæðingurinn fari illa með þau en ef að það var uppleggið þá gekk það hundrað prósent upp hjá þeim. Það er ekki oft sem maður tapar svona rosalega ósanngjarnt.“ Vill Jóhann þá einfaldlega meina að Þór/KA hafi verið miklu betri aðilinn í leiknum en Stjarnan nýtt færin sín betur? „Já ég held að það liggi nokkuð ljóst fyrir að þær eiga þarna mjög sniðuga tilraun í fyrri hálfleik sem endar í stönginni en annars er þess eign okkar frá A til Ö þangað til í rauninni við opnum þetta með því að reyna elta þegar við erum búin að gefa tvö léleg mörk. Í 1-2 opnast þetta og þær líta betur út á meðan enda erum við farin að skvetta þessu en við vorum miklu betri í leiknum en það bara telur ekki því eftir örfáa daga, eins og ég var að segja við stelpurnar, þá horfum við bara í það að leikurinn endaði 1-3 og bara til hamingju Stjarnan, þær eru að ná í þetta sæti sýnist mér sem þær eru að sækja í og hafa náttúrulega lagt mikið í til þess að ná þannig bara til hamingju.“ Í stöðunni 1-0 fyrir Þór/KA á 51. mínútu kemst Hulda Ósk ein í gegn óáreitt á móti Erin í marki Stjörnunnar sem ver frá henni og Karen María skýtur svo yfir úr frákastinu. Sjö mínútum seinna jafnar Stjarnan leikinn sem hlýtur að hafa verið erfitt að horfa upp á. „Það er auðvitað erfitt að horfa upp á það þegar þú færð á þig mark og skorar ekki úr góðu færi. Það voru ekki bara opnu færin okkar í leiknum sem svíða, við vorum líka í frábærum stöðum og vörnin þeirra vara bara að hlaupa í hringi og það voru líka þessar síðustu sendingar sem við hefðum getað búið til enn fleiri færi en það er alltaf sárt að þurfa sjá þegar það gengur ekki upp.“ Ósáttur að deildin hafi ekki verið kláruð fyrir landsleikjahlé Dominique Randle virtist meiðast nokkuð illa þegar tæpar 80 mínútur voru liðnar af leiknum og lá eftir í dálitla stund áður en hún var studd af velli. Enginn leikmaður var nálægt henni þegar þetta gerðist sem er oft ávísun á eitthvað slæmt. „Hún er náttúrulega með svolitla sögu á hnjánum og það er búið að skera þetta allt saman og þess vegna erum við svolítið smeyk um það hennar vegna auðvitað. Þetta leit ekki vel út og ég svo sem var búinn að óttast nákvæmlega þetta. Einhver var að segja mér hérna fyrir leikjunum sem byrjuðu klukkan tvö að menn hefðu verið að meiðast, það er galið ástand að vera stoppa þetta í tvær vikur fyrir síðustu tvo leikina í aðstæðunum sem eru uppi akkúrat núna; veður, vallaraðstæður og fleira. Við áttum að vera spila síðasta leikinn í þessari deild fyrir landsleikjahléið og ég var hræddur fyrir þessa síðustu tvo leiki að það yrðu meiðsli á leikmönnum“, sagði Jóhann að lokum og var augljóslega langt frá því að vera sáttur við stöðuna. Besta deild kvenna Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Sjá meira
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, hafði margt að segja eftir leik og m.a. að sitt lið hafi verið miklu betri aðilinn í dag og átt skilið að sigra leikinn. „Ef ég er að tala við tvo hópa af fólki, þá sem að sáu leikinn; ég þarf ekkert að segja við þá. Þau sáu hvernig þetta var og hversu ósanngjörn íþróttin getur verið, ég þarf ekki að útskýra það neitt frekar fyrir þeim. Þeir sem sáu ekki leikinn þá bara gaman að geta sagt frá því að Stjáni (Kristján Guðmundsson) og Stjarnan hafa lært af síðasta leik sem þær spiluðu og lærðu af Blikum og gerðu það mjög vel í dag þó að ég hafi nú ekki trú á því að margir leggi upp leikina til þess að fá á sig mikið af galopnum færum og vonast til að andstæðingurinn fari illa með þau en ef að það var uppleggið þá gekk það hundrað prósent upp hjá þeim. Það er ekki oft sem maður tapar svona rosalega ósanngjarnt.“ Vill Jóhann þá einfaldlega meina að Þór/KA hafi verið miklu betri aðilinn í leiknum en Stjarnan nýtt færin sín betur? „Já ég held að það liggi nokkuð ljóst fyrir að þær eiga þarna mjög sniðuga tilraun í fyrri hálfleik sem endar í stönginni en annars er þess eign okkar frá A til Ö þangað til í rauninni við opnum þetta með því að reyna elta þegar við erum búin að gefa tvö léleg mörk. Í 1-2 opnast þetta og þær líta betur út á meðan enda erum við farin að skvetta þessu en við vorum miklu betri í leiknum en það bara telur ekki því eftir örfáa daga, eins og ég var að segja við stelpurnar, þá horfum við bara í það að leikurinn endaði 1-3 og bara til hamingju Stjarnan, þær eru að ná í þetta sæti sýnist mér sem þær eru að sækja í og hafa náttúrulega lagt mikið í til þess að ná þannig bara til hamingju.“ Í stöðunni 1-0 fyrir Þór/KA á 51. mínútu kemst Hulda Ósk ein í gegn óáreitt á móti Erin í marki Stjörnunnar sem ver frá henni og Karen María skýtur svo yfir úr frákastinu. Sjö mínútum seinna jafnar Stjarnan leikinn sem hlýtur að hafa verið erfitt að horfa upp á. „Það er auðvitað erfitt að horfa upp á það þegar þú færð á þig mark og skorar ekki úr góðu færi. Það voru ekki bara opnu færin okkar í leiknum sem svíða, við vorum líka í frábærum stöðum og vörnin þeirra vara bara að hlaupa í hringi og það voru líka þessar síðustu sendingar sem við hefðum getað búið til enn fleiri færi en það er alltaf sárt að þurfa sjá þegar það gengur ekki upp.“ Ósáttur að deildin hafi ekki verið kláruð fyrir landsleikjahlé Dominique Randle virtist meiðast nokkuð illa þegar tæpar 80 mínútur voru liðnar af leiknum og lá eftir í dálitla stund áður en hún var studd af velli. Enginn leikmaður var nálægt henni þegar þetta gerðist sem er oft ávísun á eitthvað slæmt. „Hún er náttúrulega með svolitla sögu á hnjánum og það er búið að skera þetta allt saman og þess vegna erum við svolítið smeyk um það hennar vegna auðvitað. Þetta leit ekki vel út og ég svo sem var búinn að óttast nákvæmlega þetta. Einhver var að segja mér hérna fyrir leikjunum sem byrjuðu klukkan tvö að menn hefðu verið að meiðast, það er galið ástand að vera stoppa þetta í tvær vikur fyrir síðustu tvo leikina í aðstæðunum sem eru uppi akkúrat núna; veður, vallaraðstæður og fleira. Við áttum að vera spila síðasta leikinn í þessari deild fyrir landsleikjahléið og ég var hræddur fyrir þessa síðustu tvo leiki að það yrðu meiðsli á leikmönnum“, sagði Jóhann að lokum og var augljóslega langt frá því að vera sáttur við stöðuna.
Besta deild kvenna Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Sjá meira