Klingjandi málmur og hvellandi bjalla Árný Björg Blandon skrifar 2. október 2023 10:31 Mikið rosalega er erfitt að sitja undir öllum þáttum og fréttapistlum þar sem verið er að ræða við ráðherra og þingmenn stjórnarflokkana. Ég segi oft upphátt við skerminn sem þau birtast á „Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þér og þínu fólki því launin þín standa vel undir öllum kröfum, þörfum og óskum“. Þetta eru manneskjurnar sem kosnar eru til að standa með samlöndum sínum og sjá til þess að enginn líði skort, en gera það ekki fyrir alla. Bara suma og þessir sumir eru yfirleitt fólk sem hefur ekki áhyggjur af framtíðinni fjárhagslega og eru í góðum málum.En, þau eru ekki síst kosin til að sjá um að fólk í þessu landi komist af skammarlaust. Hafi húsnæði, geti borgað húsnæðislánin og átt afgang fyrir allt hitt. Matinn, sjúkrakostnað, tómstundir barnanna sinna, geta boðið fólki í mat, ferðast um, bæði innanlands og utan ofl. Á það ekki að vera hið eðlilegasta líf?Allt þetta upptalda hér fyrir ofan hefur ríkisstjórnin sjálf engar áhyggjur af því að við greiðum þeim meira en nóg til að njóta þess alls og rúmlega það.Ég er alls ekki á móti því að ráðherrar og þingmenn fái góð laun. En, mismunurinn er svo gríðarlegur hjá þeim og mörgum sem greiða þeim launin með sköttunum sínum sem eru að sliga allt of marga.Þau geta haldið stór matarboð, farið í glæsiferðir til útlanda, leyft börnunum sínum að njóta þess að læra það sem hugurinn girnist, greitt sjúkrakostnaðinn þegar þarf og ég væri ekki hissa þótt þau ættu sín húsnæði skuldlaust og bíla fyrir hvern og einn sem er með bílpróf á heimilinu. Sumir geta ekki einu sinni verslað sér eina bifreið fyrir sitt heimili.Það er stór hluti Íslendinga sem líður rosalega illa og hefur það ekki gott. Þau þurfa að horfa á skertu launin sín, ofurháuskattana sem færa þau niður í ástand sem þau ráða ekki við. Að hafa í sig og á, vera áhyggjulaus og frjáls. Að þurfa ekki að horfa í augu barnanna sinna og segja „Nei, við höfum ekki efni á því“.Margt ungt fólk sem loksins gátu keypt sér íbúð en gæti það ekki í dag, hefur nú áhyggjur af því að geta ekki borgað húsnæðislánin án þess að þeirra daglega viðurværi skerðist því vextir hafa hækkað fram úr öllu hófi og getu til að borga þau ásamt því að lifa þokkalegu lífi. Áhyggjur af því að missa húsnæðið sitt veldur mörgum kvíða og skerðir þannig lífsgæðin.Sagt er af ráðherrum að vanskil af húsnæðislánum hafi ekki aukist. Svona setningar eru klingjandi málmur og hvellandi bjalla því fólk er að reyna að standa sig gagnvart afborgunum til bankanna til að halda í húsnæðið sitt. Á móti þurfa þau að skera niður ýmislegt sem þau voru vön að geta eða langar til að gera en verða nú að skoða hverja krónu. Hætta að fara á leiksýningar, í bíó, sund, út að borða, utanlandsferðir, halda upp á afmæli og allt hitt. Það er orðinn lúxus fyrir marga í dag. En ríkisstjórnin vill greinilega ekki sjá það. Bara að lánin séu greidd, þá er allt í fínu lagi frá þeirra hálfu séð.Það er sama hver málin eru, hvað er rætt, hvernig talað er um að gera nú eitthvað, einhvern tímann, fólk bíður eftir lausn og frelsi. Þau eru ábyrg, ríkisstjórnin,sem við eigum að geta treyst á.Öryrkjar og eldri borgarar sem eiga að fá að lifa sem best og öruggast, hafa það mjög mörg sem verst. Það er ekki eðlilegt og býr til ljóta stéttaskiptingu í landinu okkar og er algjört sinnuleysi og ábyrgðarleysi af hendi ríkisstjórnarinnar.Ég spyr mig oft, hvernig sofa þessir ráðamenn og konur á nóttunni? Og hvernig geta þau ekki skammast sín fyrir neðan allar hellur fyrir kosningaloforð sem eru gefin fyrir kosningar og fólk lítur til. Loforðin sem skipta þau mestu máli verða flest að engu. Svik, prettir, græðgi og blinda verða leiðandi afl.Í dag skoðar maður að kjósa ekki eða skila auðu til að mótmæla og koma þeim skilaboðum til flokkanna að það virðist vera sama hver þeirra kemst í stjórn, þeir falla allir í sömu gryfju þegar sest er í stólana. Þau bregðast fólkinu sem treysti á þau.Þetta er ástand sem Góða bókin, Biblían, kallar „klingjandi málm og hvellandi bjöllu“. Ærandi og óþolandi. Höfundur starfar við textaritun og þýðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Björg Blandon Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Mikið rosalega er erfitt að sitja undir öllum þáttum og fréttapistlum þar sem verið er að ræða við ráðherra og þingmenn stjórnarflokkana. Ég segi oft upphátt við skerminn sem þau birtast á „Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þér og þínu fólki því launin þín standa vel undir öllum kröfum, þörfum og óskum“. Þetta eru manneskjurnar sem kosnar eru til að standa með samlöndum sínum og sjá til þess að enginn líði skort, en gera það ekki fyrir alla. Bara suma og þessir sumir eru yfirleitt fólk sem hefur ekki áhyggjur af framtíðinni fjárhagslega og eru í góðum málum.En, þau eru ekki síst kosin til að sjá um að fólk í þessu landi komist af skammarlaust. Hafi húsnæði, geti borgað húsnæðislánin og átt afgang fyrir allt hitt. Matinn, sjúkrakostnað, tómstundir barnanna sinna, geta boðið fólki í mat, ferðast um, bæði innanlands og utan ofl. Á það ekki að vera hið eðlilegasta líf?Allt þetta upptalda hér fyrir ofan hefur ríkisstjórnin sjálf engar áhyggjur af því að við greiðum þeim meira en nóg til að njóta þess alls og rúmlega það.Ég er alls ekki á móti því að ráðherrar og þingmenn fái góð laun. En, mismunurinn er svo gríðarlegur hjá þeim og mörgum sem greiða þeim launin með sköttunum sínum sem eru að sliga allt of marga.Þau geta haldið stór matarboð, farið í glæsiferðir til útlanda, leyft börnunum sínum að njóta þess að læra það sem hugurinn girnist, greitt sjúkrakostnaðinn þegar þarf og ég væri ekki hissa þótt þau ættu sín húsnæði skuldlaust og bíla fyrir hvern og einn sem er með bílpróf á heimilinu. Sumir geta ekki einu sinni verslað sér eina bifreið fyrir sitt heimili.Það er stór hluti Íslendinga sem líður rosalega illa og hefur það ekki gott. Þau þurfa að horfa á skertu launin sín, ofurháuskattana sem færa þau niður í ástand sem þau ráða ekki við. Að hafa í sig og á, vera áhyggjulaus og frjáls. Að þurfa ekki að horfa í augu barnanna sinna og segja „Nei, við höfum ekki efni á því“.Margt ungt fólk sem loksins gátu keypt sér íbúð en gæti það ekki í dag, hefur nú áhyggjur af því að geta ekki borgað húsnæðislánin án þess að þeirra daglega viðurværi skerðist því vextir hafa hækkað fram úr öllu hófi og getu til að borga þau ásamt því að lifa þokkalegu lífi. Áhyggjur af því að missa húsnæðið sitt veldur mörgum kvíða og skerðir þannig lífsgæðin.Sagt er af ráðherrum að vanskil af húsnæðislánum hafi ekki aukist. Svona setningar eru klingjandi málmur og hvellandi bjalla því fólk er að reyna að standa sig gagnvart afborgunum til bankanna til að halda í húsnæðið sitt. Á móti þurfa þau að skera niður ýmislegt sem þau voru vön að geta eða langar til að gera en verða nú að skoða hverja krónu. Hætta að fara á leiksýningar, í bíó, sund, út að borða, utanlandsferðir, halda upp á afmæli og allt hitt. Það er orðinn lúxus fyrir marga í dag. En ríkisstjórnin vill greinilega ekki sjá það. Bara að lánin séu greidd, þá er allt í fínu lagi frá þeirra hálfu séð.Það er sama hver málin eru, hvað er rætt, hvernig talað er um að gera nú eitthvað, einhvern tímann, fólk bíður eftir lausn og frelsi. Þau eru ábyrg, ríkisstjórnin,sem við eigum að geta treyst á.Öryrkjar og eldri borgarar sem eiga að fá að lifa sem best og öruggast, hafa það mjög mörg sem verst. Það er ekki eðlilegt og býr til ljóta stéttaskiptingu í landinu okkar og er algjört sinnuleysi og ábyrgðarleysi af hendi ríkisstjórnarinnar.Ég spyr mig oft, hvernig sofa þessir ráðamenn og konur á nóttunni? Og hvernig geta þau ekki skammast sín fyrir neðan allar hellur fyrir kosningaloforð sem eru gefin fyrir kosningar og fólk lítur til. Loforðin sem skipta þau mestu máli verða flest að engu. Svik, prettir, græðgi og blinda verða leiðandi afl.Í dag skoðar maður að kjósa ekki eða skila auðu til að mótmæla og koma þeim skilaboðum til flokkanna að það virðist vera sama hver þeirra kemst í stjórn, þeir falla allir í sömu gryfju þegar sest er í stólana. Þau bregðast fólkinu sem treysti á þau.Þetta er ástand sem Góða bókin, Biblían, kallar „klingjandi málm og hvellandi bjöllu“. Ærandi og óþolandi. Höfundur starfar við textaritun og þýðingar.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun