Vaktin: Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Atli Ísleifsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 4. október 2023 07:30 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar Seðlabankans. Hér er hann í púltinu í morgun. Vísir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá nefndinni sem birt var klukkan 8:30. Fulltrúar nefndarinnar munu rökstyðja ákvörðun sína og sitja fyrir svörum á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30 og hægt verður að fylgjast með í spilaranum að neðan. Þróunin í samræmi við mat nefndarinnar Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að á heildina litið hafi þróun efnahagsmála verið í samræmi við mat nefndarinnar á síðasta fundi. „Verðbólga hefur aukist á ný og mældist 8% í september. Verðbólga án húsnæðis jókst einnig en undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað lítillega. Vísbendingar eru um að heldur hafi dregið úr tíðni verðhækkana og að þær séu ekki á eins breiðum grunni og áður. Þótt verðbólguvæntingar séu áfram of háar hafa þær lækkað á suma mælikvarða. Hagvöxtur mældist 5,8% á fyrri hluta þessa árs en var ríflega 7% á síðasta ári. Nokkuð hefur því hægt á vexti efnahagsumsvifa og vísbendingar eru um að hægt hafi enn frekar á eftirspurn á þriðja fjórðungi ársins. Aftur á móti er enn nokkur spenna á vinnumarkaði og í þjóðarbúskapnum í heild. Raunvextir bankans hafa hins vegar hækkað það sem af er ári og áhrif vaxtahækkana bankans eru farin að koma fram í meira mæli,“ segir í yfirlýsingunni. Ákveðið að staldra við Þá segir einnig að á þessum tímapunkti sé nokkur óvissa um efnahagsframvinduna og hvort núverandi taumhald sé nægjanlegt. „Nefndin hefur því ákveðið að staldra við en á næsta fundi mun liggja fyrir ný þjóðhags- og verðbólguspá bankans. Peningastefnan mun á næstunni ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar en næsti ákvörðunardagur er 22. nóvember, að átta vikum liðnum. Sýnt verður beint frá fréttamannafundinum í spilaranum að neðan. Einnig verður hægt fylgjast með málinu í vaktinni þar að neðan þar sem fréttastofa mun segja frá ákvörðun nefndarinnar þegar hún liggur fyrir og því sem gerist á fréttamannafundi fulltrúa nefndarinnar klukkan 9:30. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá nefndinni sem birt var klukkan 8:30. Fulltrúar nefndarinnar munu rökstyðja ákvörðun sína og sitja fyrir svörum á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30 og hægt verður að fylgjast með í spilaranum að neðan. Þróunin í samræmi við mat nefndarinnar Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að á heildina litið hafi þróun efnahagsmála verið í samræmi við mat nefndarinnar á síðasta fundi. „Verðbólga hefur aukist á ný og mældist 8% í september. Verðbólga án húsnæðis jókst einnig en undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað lítillega. Vísbendingar eru um að heldur hafi dregið úr tíðni verðhækkana og að þær séu ekki á eins breiðum grunni og áður. Þótt verðbólguvæntingar séu áfram of háar hafa þær lækkað á suma mælikvarða. Hagvöxtur mældist 5,8% á fyrri hluta þessa árs en var ríflega 7% á síðasta ári. Nokkuð hefur því hægt á vexti efnahagsumsvifa og vísbendingar eru um að hægt hafi enn frekar á eftirspurn á þriðja fjórðungi ársins. Aftur á móti er enn nokkur spenna á vinnumarkaði og í þjóðarbúskapnum í heild. Raunvextir bankans hafa hins vegar hækkað það sem af er ári og áhrif vaxtahækkana bankans eru farin að koma fram í meira mæli,“ segir í yfirlýsingunni. Ákveðið að staldra við Þá segir einnig að á þessum tímapunkti sé nokkur óvissa um efnahagsframvinduna og hvort núverandi taumhald sé nægjanlegt. „Nefndin hefur því ákveðið að staldra við en á næsta fundi mun liggja fyrir ný þjóðhags- og verðbólguspá bankans. Peningastefnan mun á næstunni ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar en næsti ákvörðunardagur er 22. nóvember, að átta vikum liðnum. Sýnt verður beint frá fréttamannafundinum í spilaranum að neðan. Einnig verður hægt fylgjast með málinu í vaktinni þar að neðan þar sem fréttastofa mun segja frá ákvörðun nefndarinnar þegar hún liggur fyrir og því sem gerist á fréttamannafundi fulltrúa nefndarinnar klukkan 9:30. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Seðlabankinn Íslenska krónan Efnahagsmál Tengdar fréttir Spá 0,5 prósentustiga stýrivaxtahækkun Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,5 prósentustig í næstu viku. Hækkunin yrði sú fimmtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 9,25% í 9,75%. 29. september 2023 16:08 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Spá 0,5 prósentustiga stýrivaxtahækkun Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,5 prósentustig í næstu viku. Hækkunin yrði sú fimmtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 9,25% í 9,75%. 29. september 2023 16:08