Spá Vísis fyrir Subway (1.-3.): Liðin sem berjast um deildarmeistaratitilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2023 12:01 Pavel Ermolinskij var búinn að gera Tindastól að Íslandsmeisturum í fyrsta skiptið innan við hálfu ári eftir að hann tók við sínu fyrsta þjálfarastarfi. Vísir/Hulda Margrét Subway deild karla í körfubolta hefst í kvöld og Vísir telur niður í mótið með því að spá fyrir um lokaröð liða deildarinnar næstu daga. Í dag er komið að lokakaflanum og þeim þremur liðum sem við teljum að muni berjast um deildarmeistaratitilinn í vetur. Tindastóll og Valur hafa boðið upp á magnað einvígi um Íslandsmeistaratitilinn tvö tímabil í röð og það lítur út fyrir að það gæti orðið þannig þriðja árið í röð. Miðað við fjörið, tilþrifin og áhugann undanfarin tvö ár væru það frábærar fréttir fyrir íslenska körfuboltann. Valur vann leik liðanna í Meistarakeppninni á dögunum og það án þess að vera með Kára Jónsson í liðinu. Stólarnir stóðu sig á móti vel í Evrópukeppninni í vikunni og unnu fyrsta Evrópusigur íslensks félagsliðs í sautján ár. Oddaleikir síðustu tveggja tímabil hafa verið ógleymanlegir og liðin hafa þar skipts á því að vinna titilinn. Það er því alveg hægt að líta á þetta tímabil sem þriðja og úrslitatímabilið í einvígi Vals og Tindastóls. Eins og útlitið er í dag þá er nokkuð stórt bil á milli tveggja efstu liðanna og pakkans sem kemur á eftir. Við höfum sett Keflvíkinga efsta í spá okkar fyrir þann pakka. Það þurfti að hreinsa út og lofta inn í Keflavíkinni eftir tvö mjög þung tímabil í röð. Óhætt er að segja að Keflvíkingar hafi gert það. Tveggja manna leikurinn á milli Dominykas Milka og Harðar Axels Vilhjálmssonar heyrir nú sögunni til og liðið réði þjálfara sem spilar allt annan körfubolta. Pétur Ingvarsson fær nú það verkefni að koma Keflavíkurhraðlestinn aftur á teinanna og gott fyrsta skref var að ráða bandarískan leikmann sem önnur lið hræðast. Hingað til hafa andstæðingar Keflavíkur verið meira að pæla í Milka og Herði en að óttast mikið bandarískan leikmann liðsins. Remy Martin er aftur á móti leikmaður sem mótherjar Keflvíkinga munu lenda í vandræðum með í allan vetur. Martin var frábær með Arizona State í háskóla (tvö 19 stiga tímabil) og meistari með Kansas 2022 þar sem hann skoraði 8,4 stig og gaf 2,6 stoðsendingar í leik. Það verður líka gaman að sjá hvort aðrir erlendir leikmenn eins og þeir Igor Maric og Jaka Brodnik rífi sig í gang og geri betur en í fyrra. Martin dregur mikið í sig og ætti að gefa þeim nægt pláss til að gera eitthvað gott. Valsmenn voru grátlega nálægt fullkomnu tímabili í fyrra en það er ein stór breyting á liðinu í ár. Callum Lawson hoppaði nefnilega yfir til Stólanna og það verður skarð sem Valsliðið þarf að fylla sem fyrst. Valsliðið þurfti að bæta við sig en ekki að missa einn mikilvægast mann sinn yfir til aðalkeppinautanna. Finnur Freyr Stefánsson hefur ekki oft misst af stóra titlinum sem þjálfari en nú reynir á hann að ná aftur í hælana á Stólunum. Meiðsli Kára Jónssonar eru áhyggjuefni og verður vonandi ekki framhaldssagan í kringum Valsliðið í vetur. Auðvitað verður mikil pressa á Stólunum í vetur en eftir að vera með titlaþrá heils bæjarfélags á bakinu í öll þessi ár þá ættu menn að vera vanir að spila undir pressu. Króksarar hafa skemmt sér og öðrum á pöllunum síðust ár og búið til einstaka stemmningu í kringum liðið. Þeir hafa allt til alls til að halda sigurgöngu sinni áfram í vetur og ef það er einhver maður sem þekkir það betur en aðrir að verja titilinn þá er það þjálfarinn Pavel Ermolinskij. Jaka Brodnik þarf að spila miklu betur en á síðasta tímabili.Vísir/Bára Keflavík - 3. sæti Síðustu tímabil hjá Keflavík: 2022-23: 4. sæti í A-deild (Átta liða úrslit) 2021-22: 5. sæti í A-deild (Átta liða úrslit) 2020-21: 1. sæti í A-deild (Silfur) 2019-20: 2. sæti í A-deild 2018-19: 4. sæti í A-deild (Átta liða úrslit) Árið í fyrra: Enn á ný var tímabilið endasleppt hjá Keflvíkingum. Þeir töpuðu sex af síðustu sjö deildarleikjum sínum og duttu síðan út 3-1 í átta liða úrslitunum þrátt fyrir að vera með heimavallarréttinn. Eftir áralangan og misheppnaðan eltingaleik við þann stóra var kominn tími á uppstokkun. Besta frétt sumarsins: Keflvíkingar þurftu að fá ferska vinda inn í félagið eftir þyngslin síðustu ár og þeir duttu í lukkupottinn þegar Pétur Ingvarsson samþykkti að þjálfa liðið. Pétur kom með son sinn Sigurð Pétursson sem bónus og það var alvöru bónusvinningur. Pétur fær nú tækifæri að innleiða hraða bolta sinn á heimavelli Keflavíkurhraðlestarinnar sem lofar góðu. Áhyggjuefnið: Keflvíkingar hafa verið öflugir inn í teig síðustu ár með stóra og þunga menn eins og Dominykas Milka og David Okeke. Nú eru þeir báðir farnir og fyrir fram vantar liðið kíló og sentímetra inn í teig. Keflvíkingar spila örugglega mun hraðari bolta í vetur en gætu lent í vandræðum með stór lið sem kunna að stýra hraðanum. Þarf að eiga gott tímabil: Jaka Brodnik er einn af þeim leikmönnum Keflavíkur sem vilja helst gleyma tímabilinu í fyrra enda dapur. Hann hefur gæði og reynslu til að nýtast liðinu mun betur í vetur enda ætti hraðari leikur bara að henta honum vel. Gæti slegið í gegn: Sigurður Pétursson er sonur þjálfarans en hann þekkir líka ekkert nema að spila fyrir pabba sinn. Sigurður hefur vaxið síðustu árin og hefur allt til alls til að taka risaskref í vetur. Hann spilar líka eins og stuðningsmenn Keflavíkur elska eða með krafti og klókindum. Bjartsýni: Vinna fyrsta titilinn í meira en áratug. Svartsýni: Ná ekki heimavallarrétti í úrslitakeppni. Kristófer Acox ákvað að vera áfram í Val og verður áfram einn allra besti leikmaður Subway deildarinnar.Vísir/Hulda Margrét Valur - 2. sæti Síðustu tímabil hjá Val 2022-23: 4. sæti í A-deild (Silfur) 2021-22: 3. sæti í A-deild (Íslandsmeistari) 2020-21: 4. sæti í A-deild (Átta liða úrslit) 2019-20: 10. sæti í A-deild 2018-19: 9. sæti í A-deild Árið í fyrra: Valsmenn voru aðeins nokkrum sekúndum frá fullkomnu tímabili í fyrra. Þeir urðu deildarmeistarar og bikarmeistarar og töpuðu síðan Íslandsmeistaratitlinum á síðustu sekúndu í oddaleik. Valsliðið hefur unnið þrjá titla síðustu tvö ár og boðið upp á magnað einvígi við Tindastól um titilinn. Besta frétt sumarsins: Það var verið að kroppa í bæði þjálfara og fyrirliða Valsliðsins í sumar með vænum tilboðum en bestu körfuboltafréttir sumarsins á Hlíðarenda voru þær að stjórnarmenn Vals náðu að ganga frá samningum við við bæði Finn Frey Stefánsson og Kristófer Acox. Áhyggjuefnið: Valsmenn fara oft eins langt og Kári Jónsson ber þá. Það var koma hans á sínum tíma sem breytti liðinu úr góðu liði í besta lið landsins. Kári hefur glímt við meiðsli í haust og var ekki með Valsmönnum í Meistarakeppninni. Löng fjarvera hans gæti sett strik í reikninginn. Þarf að eiga gott tímabil: Kristinn Pálsson er kominn til Valsmanna og þetta er mikill liðstyrkur ef marka má það sem hann gerði í leik meistara meistaranna. Kristinn er landsliðsmaður, býr nú að dýrmætri reynslu sem atvinnumaður og lítur út fyrir að vera leikmaður sem er að taka næsta stóra skrefið á ferli sínum. Gæti slegið í gegn: Valsmenn hafa verið að bíða eftir Ástþóri Svalasyni í mörg ár en þessi efnilegi strákur hefur verið ótrúlega óheppinn með meiðsli. Það hefur hægt mikið á hans framþróun og því bíðum við enn eftir að strákurinn taki stóra skrefið. Vonandi tekst honum að fæla í burtu meiðsladrauginn og stimpla sig almennilega inn. Bjartsýni: Vinna allt í boði og verða tvöfaldir meistarar í fyrsta sinn síðan 1983. Svartsýni: Ná ekki heimavallarrétti í úrslitakeppni. Stólarnir voru frábærir inn á vellinum en jafnvel enn betri í stúkunni.Vísir/Hulda Margrét Tindastóll - 1. sæti Síðustu tímabil hjá Tindastóli 2022-23: 5. sæti í A-deild (Íslandsmeistari) 2021-22: 4. sæti í A-deild (Silfur) 2020-21: 8. sæti í A-deild (Átta liða úrslit) 2019-20: 3. sæti í A-deild 2018-19: 3. sæti í A-deild (Átta liða úrslit) Árið í fyrra: Sögulegt tímabil og ein lengsta biðin í íslenskum körfubolta er nú loksins á enda. Stólarnir lönduðu langþráðum Íslandsmeistaratitli og nú eftir sigur á Val í odddaleik á útivelli. Það voru flestir, nema auðvitað Valsmenn, sem gátu glaðst fyrir þeirra hönd. Annað tímabilið komst liðið alla leið í oddaleik eftir bras í byrjun tímabilsins en núna fengu Króksarar loksins að fagna í mótslok. Besta frétt sumarsins: Callum Lawson hefur unnið stóran titil á öllum tímabil sínum á Íslandi og Stólarnir gerðu því vel að krækja í hann frá Valsmönnum í sumar. Lawson hefur hugarfar sigurvegarans og er einn af þessum leikmönnum sem leysa vandamál fyrir þjálfara inn á vellinum. Mikill missir fyrir aðalkeppinautana og mikill styrkur fyrir Stólana. Áhyggjuefnið: Pavel Ermolinskij gerði lið að Íslandsmeisturum í fyrstu tilraun sem þjálfari en hann kom inn á miðjum vetri og fékk liðið í hendurnar. Nú verður þetta aftur á móti í fyrsta sinn sem Pavel undirbýr lið fyrir mót og þeir sem muna eftir honum sem leikmanni undir loks ferilsins þá gerðist oft voðalítið hjá Pavel fyrr en eftir áramót. Þarf að eiga gott tímabil: Adomas Drunglias þekkir ekkert annað en að fagna Íslandsmeistaratitlinum þegar hann spilar á Íslandi. Hann varð meistari með Þór 2021 og svo aftur með Tindastól í vor. Hann skrifaði því söguna með báðum klúbbum sem voru þarna Íslandsmeistarar í fyrsta skiptið. Stólarnir þurfa að treysta áfram á Drunglias ætli þeir alla leið annað árið í röð. Gæti slegið í gegn: Þórir Þorbjarnarson er vissulega þekkt stærð í boltanum en hann hefur allt til alls til að taka af sér hlutverk Taiwo Badmus í vetur. Badmus kveikti hvað eftir annað í Stólastúkunni með miklum tilþrifum og Þórir hefur hæfileikana til að gera slíkt hið sama og slá í gegn hjá einum öflugasta stuðningsmannahópi landsins. Bjartsýni: Vinna allt í boði og skrifa þarna með söguna annað árið í röð. Svartsýni: Ná ekki heimavallarrétti í úrslitakeppni. Subway-deild karla Valur Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Tindastóll og Valur hafa boðið upp á magnað einvígi um Íslandsmeistaratitilinn tvö tímabil í röð og það lítur út fyrir að það gæti orðið þannig þriðja árið í röð. Miðað við fjörið, tilþrifin og áhugann undanfarin tvö ár væru það frábærar fréttir fyrir íslenska körfuboltann. Valur vann leik liðanna í Meistarakeppninni á dögunum og það án þess að vera með Kára Jónsson í liðinu. Stólarnir stóðu sig á móti vel í Evrópukeppninni í vikunni og unnu fyrsta Evrópusigur íslensks félagsliðs í sautján ár. Oddaleikir síðustu tveggja tímabil hafa verið ógleymanlegir og liðin hafa þar skipts á því að vinna titilinn. Það er því alveg hægt að líta á þetta tímabil sem þriðja og úrslitatímabilið í einvígi Vals og Tindastóls. Eins og útlitið er í dag þá er nokkuð stórt bil á milli tveggja efstu liðanna og pakkans sem kemur á eftir. Við höfum sett Keflvíkinga efsta í spá okkar fyrir þann pakka. Það þurfti að hreinsa út og lofta inn í Keflavíkinni eftir tvö mjög þung tímabil í röð. Óhætt er að segja að Keflvíkingar hafi gert það. Tveggja manna leikurinn á milli Dominykas Milka og Harðar Axels Vilhjálmssonar heyrir nú sögunni til og liðið réði þjálfara sem spilar allt annan körfubolta. Pétur Ingvarsson fær nú það verkefni að koma Keflavíkurhraðlestinn aftur á teinanna og gott fyrsta skref var að ráða bandarískan leikmann sem önnur lið hræðast. Hingað til hafa andstæðingar Keflavíkur verið meira að pæla í Milka og Herði en að óttast mikið bandarískan leikmann liðsins. Remy Martin er aftur á móti leikmaður sem mótherjar Keflvíkinga munu lenda í vandræðum með í allan vetur. Martin var frábær með Arizona State í háskóla (tvö 19 stiga tímabil) og meistari með Kansas 2022 þar sem hann skoraði 8,4 stig og gaf 2,6 stoðsendingar í leik. Það verður líka gaman að sjá hvort aðrir erlendir leikmenn eins og þeir Igor Maric og Jaka Brodnik rífi sig í gang og geri betur en í fyrra. Martin dregur mikið í sig og ætti að gefa þeim nægt pláss til að gera eitthvað gott. Valsmenn voru grátlega nálægt fullkomnu tímabili í fyrra en það er ein stór breyting á liðinu í ár. Callum Lawson hoppaði nefnilega yfir til Stólanna og það verður skarð sem Valsliðið þarf að fylla sem fyrst. Valsliðið þurfti að bæta við sig en ekki að missa einn mikilvægast mann sinn yfir til aðalkeppinautanna. Finnur Freyr Stefánsson hefur ekki oft misst af stóra titlinum sem þjálfari en nú reynir á hann að ná aftur í hælana á Stólunum. Meiðsli Kára Jónssonar eru áhyggjuefni og verður vonandi ekki framhaldssagan í kringum Valsliðið í vetur. Auðvitað verður mikil pressa á Stólunum í vetur en eftir að vera með titlaþrá heils bæjarfélags á bakinu í öll þessi ár þá ættu menn að vera vanir að spila undir pressu. Króksarar hafa skemmt sér og öðrum á pöllunum síðust ár og búið til einstaka stemmningu í kringum liðið. Þeir hafa allt til alls til að halda sigurgöngu sinni áfram í vetur og ef það er einhver maður sem þekkir það betur en aðrir að verja titilinn þá er það þjálfarinn Pavel Ermolinskij. Jaka Brodnik þarf að spila miklu betur en á síðasta tímabili.Vísir/Bára Keflavík - 3. sæti Síðustu tímabil hjá Keflavík: 2022-23: 4. sæti í A-deild (Átta liða úrslit) 2021-22: 5. sæti í A-deild (Átta liða úrslit) 2020-21: 1. sæti í A-deild (Silfur) 2019-20: 2. sæti í A-deild 2018-19: 4. sæti í A-deild (Átta liða úrslit) Árið í fyrra: Enn á ný var tímabilið endasleppt hjá Keflvíkingum. Þeir töpuðu sex af síðustu sjö deildarleikjum sínum og duttu síðan út 3-1 í átta liða úrslitunum þrátt fyrir að vera með heimavallarréttinn. Eftir áralangan og misheppnaðan eltingaleik við þann stóra var kominn tími á uppstokkun. Besta frétt sumarsins: Keflvíkingar þurftu að fá ferska vinda inn í félagið eftir þyngslin síðustu ár og þeir duttu í lukkupottinn þegar Pétur Ingvarsson samþykkti að þjálfa liðið. Pétur kom með son sinn Sigurð Pétursson sem bónus og það var alvöru bónusvinningur. Pétur fær nú tækifæri að innleiða hraða bolta sinn á heimavelli Keflavíkurhraðlestarinnar sem lofar góðu. Áhyggjuefnið: Keflvíkingar hafa verið öflugir inn í teig síðustu ár með stóra og þunga menn eins og Dominykas Milka og David Okeke. Nú eru þeir báðir farnir og fyrir fram vantar liðið kíló og sentímetra inn í teig. Keflvíkingar spila örugglega mun hraðari bolta í vetur en gætu lent í vandræðum með stór lið sem kunna að stýra hraðanum. Þarf að eiga gott tímabil: Jaka Brodnik er einn af þeim leikmönnum Keflavíkur sem vilja helst gleyma tímabilinu í fyrra enda dapur. Hann hefur gæði og reynslu til að nýtast liðinu mun betur í vetur enda ætti hraðari leikur bara að henta honum vel. Gæti slegið í gegn: Sigurður Pétursson er sonur þjálfarans en hann þekkir líka ekkert nema að spila fyrir pabba sinn. Sigurður hefur vaxið síðustu árin og hefur allt til alls til að taka risaskref í vetur. Hann spilar líka eins og stuðningsmenn Keflavíkur elska eða með krafti og klókindum. Bjartsýni: Vinna fyrsta titilinn í meira en áratug. Svartsýni: Ná ekki heimavallarrétti í úrslitakeppni. Kristófer Acox ákvað að vera áfram í Val og verður áfram einn allra besti leikmaður Subway deildarinnar.Vísir/Hulda Margrét Valur - 2. sæti Síðustu tímabil hjá Val 2022-23: 4. sæti í A-deild (Silfur) 2021-22: 3. sæti í A-deild (Íslandsmeistari) 2020-21: 4. sæti í A-deild (Átta liða úrslit) 2019-20: 10. sæti í A-deild 2018-19: 9. sæti í A-deild Árið í fyrra: Valsmenn voru aðeins nokkrum sekúndum frá fullkomnu tímabili í fyrra. Þeir urðu deildarmeistarar og bikarmeistarar og töpuðu síðan Íslandsmeistaratitlinum á síðustu sekúndu í oddaleik. Valsliðið hefur unnið þrjá titla síðustu tvö ár og boðið upp á magnað einvígi við Tindastól um titilinn. Besta frétt sumarsins: Það var verið að kroppa í bæði þjálfara og fyrirliða Valsliðsins í sumar með vænum tilboðum en bestu körfuboltafréttir sumarsins á Hlíðarenda voru þær að stjórnarmenn Vals náðu að ganga frá samningum við við bæði Finn Frey Stefánsson og Kristófer Acox. Áhyggjuefnið: Valsmenn fara oft eins langt og Kári Jónsson ber þá. Það var koma hans á sínum tíma sem breytti liðinu úr góðu liði í besta lið landsins. Kári hefur glímt við meiðsli í haust og var ekki með Valsmönnum í Meistarakeppninni. Löng fjarvera hans gæti sett strik í reikninginn. Þarf að eiga gott tímabil: Kristinn Pálsson er kominn til Valsmanna og þetta er mikill liðstyrkur ef marka má það sem hann gerði í leik meistara meistaranna. Kristinn er landsliðsmaður, býr nú að dýrmætri reynslu sem atvinnumaður og lítur út fyrir að vera leikmaður sem er að taka næsta stóra skrefið á ferli sínum. Gæti slegið í gegn: Valsmenn hafa verið að bíða eftir Ástþóri Svalasyni í mörg ár en þessi efnilegi strákur hefur verið ótrúlega óheppinn með meiðsli. Það hefur hægt mikið á hans framþróun og því bíðum við enn eftir að strákurinn taki stóra skrefið. Vonandi tekst honum að fæla í burtu meiðsladrauginn og stimpla sig almennilega inn. Bjartsýni: Vinna allt í boði og verða tvöfaldir meistarar í fyrsta sinn síðan 1983. Svartsýni: Ná ekki heimavallarrétti í úrslitakeppni. Stólarnir voru frábærir inn á vellinum en jafnvel enn betri í stúkunni.Vísir/Hulda Margrét Tindastóll - 1. sæti Síðustu tímabil hjá Tindastóli 2022-23: 5. sæti í A-deild (Íslandsmeistari) 2021-22: 4. sæti í A-deild (Silfur) 2020-21: 8. sæti í A-deild (Átta liða úrslit) 2019-20: 3. sæti í A-deild 2018-19: 3. sæti í A-deild (Átta liða úrslit) Árið í fyrra: Sögulegt tímabil og ein lengsta biðin í íslenskum körfubolta er nú loksins á enda. Stólarnir lönduðu langþráðum Íslandsmeistaratitli og nú eftir sigur á Val í odddaleik á útivelli. Það voru flestir, nema auðvitað Valsmenn, sem gátu glaðst fyrir þeirra hönd. Annað tímabilið komst liðið alla leið í oddaleik eftir bras í byrjun tímabilsins en núna fengu Króksarar loksins að fagna í mótslok. Besta frétt sumarsins: Callum Lawson hefur unnið stóran titil á öllum tímabil sínum á Íslandi og Stólarnir gerðu því vel að krækja í hann frá Valsmönnum í sumar. Lawson hefur hugarfar sigurvegarans og er einn af þessum leikmönnum sem leysa vandamál fyrir þjálfara inn á vellinum. Mikill missir fyrir aðalkeppinautana og mikill styrkur fyrir Stólana. Áhyggjuefnið: Pavel Ermolinskij gerði lið að Íslandsmeisturum í fyrstu tilraun sem þjálfari en hann kom inn á miðjum vetri og fékk liðið í hendurnar. Nú verður þetta aftur á móti í fyrsta sinn sem Pavel undirbýr lið fyrir mót og þeir sem muna eftir honum sem leikmanni undir loks ferilsins þá gerðist oft voðalítið hjá Pavel fyrr en eftir áramót. Þarf að eiga gott tímabil: Adomas Drunglias þekkir ekkert annað en að fagna Íslandsmeistaratitlinum þegar hann spilar á Íslandi. Hann varð meistari með Þór 2021 og svo aftur með Tindastól í vor. Hann skrifaði því söguna með báðum klúbbum sem voru þarna Íslandsmeistarar í fyrsta skiptið. Stólarnir þurfa að treysta áfram á Drunglias ætli þeir alla leið annað árið í röð. Gæti slegið í gegn: Þórir Þorbjarnarson er vissulega þekkt stærð í boltanum en hann hefur allt til alls til að taka af sér hlutverk Taiwo Badmus í vetur. Badmus kveikti hvað eftir annað í Stólastúkunni með miklum tilþrifum og Þórir hefur hæfileikana til að gera slíkt hið sama og slá í gegn hjá einum öflugasta stuðningsmannahópi landsins. Bjartsýni: Vinna allt í boði og skrifa þarna með söguna annað árið í röð. Svartsýni: Ná ekki heimavallarrétti í úrslitakeppni.
Síðustu tímabil hjá Keflavík: 2022-23: 4. sæti í A-deild (Átta liða úrslit) 2021-22: 5. sæti í A-deild (Átta liða úrslit) 2020-21: 1. sæti í A-deild (Silfur) 2019-20: 2. sæti í A-deild 2018-19: 4. sæti í A-deild (Átta liða úrslit)
Síðustu tímabil hjá Val 2022-23: 4. sæti í A-deild (Silfur) 2021-22: 3. sæti í A-deild (Íslandsmeistari) 2020-21: 4. sæti í A-deild (Átta liða úrslit) 2019-20: 10. sæti í A-deild 2018-19: 9. sæti í A-deild
Síðustu tímabil hjá Tindastóli 2022-23: 5. sæti í A-deild (Íslandsmeistari) 2021-22: 4. sæti í A-deild (Silfur) 2020-21: 8. sæti í A-deild (Átta liða úrslit) 2019-20: 3. sæti í A-deild 2018-19: 3. sæti í A-deild (Átta liða úrslit)
Subway-deild karla Valur Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum