Ökklabrotnaði við fall í tröppum á Eiðistorgi og fær engar bætur Jón Þór Stefánsson skrifar 5. október 2023 10:47 Eiðistorg er verslunarkjarni á Seltjarnarnesi. Vísir/Vilhelm Tryggingafélagið Sjóvá er ekki skaðabótaskylt í máli manns sem féll niður tröppur í verslunarkjarnanum Seltjarnarnesi árið 2016. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu í vikunni ósannað að slysið hafi átt sér stað vegna vanrækslu Sjóvá eða vegna annarra atvika sem myndu gera félagið skaðabótaskylt. Í málsatvikakafla dómsins er því lýst að maðurinn hafi verið að ganga niður flísalagðar tröppur, þar sem hann hafi runnið og slasast á hægri ökkla. Slysið var tilkynnt til lögreglu sem skoðaði vettvang, en maðurinn var fluttur á slysadeild. Í skýrslu lögreglu um vettvang segir að flísarnar á Eiðistorgi hafi verið nokkuð hálar, sérstaklega í bleytu. Flísarnar hafi ekki verið blautar þegar lögregla skoðaði þær, en þó kom fram að bleyta hafi verið utandyra „Og fann ég að bara með smá bleytu undir skónum urðu flísarnar mjög hálar,“ segir í skýrslunni. Röntgenmyndir sýndu brot á hægri ökkla mannsins. Hann gekkst undir aðgerð vegna þess og sagðist hann hafa verið í gifsi í sex vikur. Um það bil ári eftir slysið aflaði maðurinn matsgerðar bæklunarlæknis sem sagði að hann hefði verið óvinnufær frá því að slysið hefði átt sér stað og að varanleg líffræðileg örorka hans væri tíu prósent. Málflutningur mannsins gekk út á að aðbúnaður á vettvangi hafi verið ófullnægjandi og aðstæður hættulegar og að Sjóvá sem vátryggingartaki hafi því borið ábyrgð á slysinu. Hins vegar vildi Sjóvá meina að slysið mætti rekja til aðgæsluleysis mannsins, eða þá óhappatilviljunar, en ekki vegna ófullnægjandi aðstæðna. Dómurinn leit svo á að ekki væri hægt að lesa úr gögnum málsins hvers vegna maðurinn hefði fallið. Það væri því óupplýst. Dómnum þótti að ekki hafi verið sýnt fram á að aðbúnaður á vettvang hafi verið sérstaklega hættulegur daginn sem slysið átti sér stað. Því komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að sýkna skyldi Sjóvá. Þá var málskostnaður málsins látinn niður falla. Dómsmál Tryggingar Seltjarnarnes Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Í málsatvikakafla dómsins er því lýst að maðurinn hafi verið að ganga niður flísalagðar tröppur, þar sem hann hafi runnið og slasast á hægri ökkla. Slysið var tilkynnt til lögreglu sem skoðaði vettvang, en maðurinn var fluttur á slysadeild. Í skýrslu lögreglu um vettvang segir að flísarnar á Eiðistorgi hafi verið nokkuð hálar, sérstaklega í bleytu. Flísarnar hafi ekki verið blautar þegar lögregla skoðaði þær, en þó kom fram að bleyta hafi verið utandyra „Og fann ég að bara með smá bleytu undir skónum urðu flísarnar mjög hálar,“ segir í skýrslunni. Röntgenmyndir sýndu brot á hægri ökkla mannsins. Hann gekkst undir aðgerð vegna þess og sagðist hann hafa verið í gifsi í sex vikur. Um það bil ári eftir slysið aflaði maðurinn matsgerðar bæklunarlæknis sem sagði að hann hefði verið óvinnufær frá því að slysið hefði átt sér stað og að varanleg líffræðileg örorka hans væri tíu prósent. Málflutningur mannsins gekk út á að aðbúnaður á vettvangi hafi verið ófullnægjandi og aðstæður hættulegar og að Sjóvá sem vátryggingartaki hafi því borið ábyrgð á slysinu. Hins vegar vildi Sjóvá meina að slysið mætti rekja til aðgæsluleysis mannsins, eða þá óhappatilviljunar, en ekki vegna ófullnægjandi aðstæðna. Dómurinn leit svo á að ekki væri hægt að lesa úr gögnum málsins hvers vegna maðurinn hefði fallið. Það væri því óupplýst. Dómnum þótti að ekki hafi verið sýnt fram á að aðbúnaður á vettvang hafi verið sérstaklega hættulegur daginn sem slysið átti sér stað. Því komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að sýkna skyldi Sjóvá. Þá var málskostnaður málsins látinn niður falla.
Dómsmál Tryggingar Seltjarnarnes Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira