Þegar orkan er uppseld Gunnar Guðni Tómasson skrifar 7. október 2023 10:00 Öll starfsemi Landsvirkjunar miðast við það hlutverk að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem okkur er treyst fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Við höfum gert marga og misstóra samninga um afhendingu á orku sem taka mið af mögulegri orkuvinnslu í vinnslukerfinu okkar. Við verðum að standa við skuldbindingar okkar, en um leið reikna með náttúrulegum sveiflum í vatnsbúskapnum. Við búum við einstakar aðstæður, þar sem öll okkar raforka er unnin úr endurnýjanlegum orkugjöfum í einangruðu raforkukerfi. Um þessar mundir er orkuvinnslukerfið okkar nýtt til hins ítrasta. Við náum þó að afhenda alla þá orku sem við höfum samið um, en við slíkar aðstæður koma hins vegar tímabil þar sem við náum ekki að afhenda öllum sem vilja alla þá orku sem óskað er eftir. Slíkar skerðingar hafa átt sér stað undanfarin misseri og þær verða tíðari, nú þegar eftirspurn er með þeim hætti að í raun er hægt að tala um að orkan okkar sé uppseld. Viðskiptavinir okkar vita af skerðingarmöguleikum, enda er kveðið á um slíkt í samningum þeirra. Umframorka til orkuskipta Þótt eftirspurnin sé núna mikil og oft þröngt um afhendingu orku koma einnig tímabil í góðum vatnsárum þar sem við eigum enn meiri orku en við höfum skuldbundið okkur til að selja. Við höfum boðið þá umframorku á hagstæðu verði til m.a. fiskimjölsverksmiðja og fjarvarmaveitna, sem hafa þar með getað ráðist í orkuskipti og sparað sér brennslu jarðefnaeldsneytis. Á undanförnum árum hafa þær verið eins og hybrid bíll, oftast nægir raforkan ein en grípa þarf til jarðefnaeldsneytis inn á milli. Auðvitað er bagalegt þegar það gerist en algjörlega eðlilegt miðað við þær forsendur sem þessir samningar byggja á. Grundvallaratriði í rekstri okkar er að meta hversu mikla orku er hægt að selja út úr vinnslukerfinu. Á tímabilinu 2010-2020 jókst geta okkar til orkuvinnslu um 18%. Það gerðist með byggingu vatnsaflstöðvanna við Búðarháls og að Búrfelli II, auk jarðvarmastöðvarinnar að Þeistareykjum. Á sama tíma jókst möguleg orkuvinnsla einnig vegna aukins innrennslis í lónin okkar tengt hlýnandi veðurfari og aukinni bráðnun jökla. Okkur tókst að nýta þetta aukna innrennsli og náðum með því að nýta auðlindina og fjárfestingar okkar enn betur en áður. Orkan og aflið Núna rekum við okkur hins vegar á að skortur á afli er farinn að há okkur. Orkan er oft nægileg en aflið vantar. Þessu má líkja við rútu sem ekur eftir þjóðveginum. Hún er með nægilegt bensín (orku), en hún þarf líka að vera með nógu öfluga vél (afl) til að komast upp allar brekkur. Við þurfum að auka afl í vinnslukerfinu okkar, til að nýta aukið innrennsli og svara um leið aukinni eftirspurn eftir sveigjanleika, m.a. tengt orkuskiptum. Til þess að svara þessari þörf erum við m.a. að undirbúa stækkun Sigöldustöðvar. Það er hins vegar ekki einfalt mál að auka afl í kerfinu, leyfismál taka mjög langan tíma og framkvæmdatíminn er langur. Nánar verður fjallað um orku- og aflstöðu á Haustfundi Landsvirkjunar miðvikudaginn 11. október, sjá Landsvirkjun.is Höfundur er framkvæmdastjóri Vatnsafls hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Orkuskipti Gunnar Guðni Tómasson Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Öll starfsemi Landsvirkjunar miðast við það hlutverk að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem okkur er treyst fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Við höfum gert marga og misstóra samninga um afhendingu á orku sem taka mið af mögulegri orkuvinnslu í vinnslukerfinu okkar. Við verðum að standa við skuldbindingar okkar, en um leið reikna með náttúrulegum sveiflum í vatnsbúskapnum. Við búum við einstakar aðstæður, þar sem öll okkar raforka er unnin úr endurnýjanlegum orkugjöfum í einangruðu raforkukerfi. Um þessar mundir er orkuvinnslukerfið okkar nýtt til hins ítrasta. Við náum þó að afhenda alla þá orku sem við höfum samið um, en við slíkar aðstæður koma hins vegar tímabil þar sem við náum ekki að afhenda öllum sem vilja alla þá orku sem óskað er eftir. Slíkar skerðingar hafa átt sér stað undanfarin misseri og þær verða tíðari, nú þegar eftirspurn er með þeim hætti að í raun er hægt að tala um að orkan okkar sé uppseld. Viðskiptavinir okkar vita af skerðingarmöguleikum, enda er kveðið á um slíkt í samningum þeirra. Umframorka til orkuskipta Þótt eftirspurnin sé núna mikil og oft þröngt um afhendingu orku koma einnig tímabil í góðum vatnsárum þar sem við eigum enn meiri orku en við höfum skuldbundið okkur til að selja. Við höfum boðið þá umframorku á hagstæðu verði til m.a. fiskimjölsverksmiðja og fjarvarmaveitna, sem hafa þar með getað ráðist í orkuskipti og sparað sér brennslu jarðefnaeldsneytis. Á undanförnum árum hafa þær verið eins og hybrid bíll, oftast nægir raforkan ein en grípa þarf til jarðefnaeldsneytis inn á milli. Auðvitað er bagalegt þegar það gerist en algjörlega eðlilegt miðað við þær forsendur sem þessir samningar byggja á. Grundvallaratriði í rekstri okkar er að meta hversu mikla orku er hægt að selja út úr vinnslukerfinu. Á tímabilinu 2010-2020 jókst geta okkar til orkuvinnslu um 18%. Það gerðist með byggingu vatnsaflstöðvanna við Búðarháls og að Búrfelli II, auk jarðvarmastöðvarinnar að Þeistareykjum. Á sama tíma jókst möguleg orkuvinnsla einnig vegna aukins innrennslis í lónin okkar tengt hlýnandi veðurfari og aukinni bráðnun jökla. Okkur tókst að nýta þetta aukna innrennsli og náðum með því að nýta auðlindina og fjárfestingar okkar enn betur en áður. Orkan og aflið Núna rekum við okkur hins vegar á að skortur á afli er farinn að há okkur. Orkan er oft nægileg en aflið vantar. Þessu má líkja við rútu sem ekur eftir þjóðveginum. Hún er með nægilegt bensín (orku), en hún þarf líka að vera með nógu öfluga vél (afl) til að komast upp allar brekkur. Við þurfum að auka afl í vinnslukerfinu okkar, til að nýta aukið innrennsli og svara um leið aukinni eftirspurn eftir sveigjanleika, m.a. tengt orkuskiptum. Til þess að svara þessari þörf erum við m.a. að undirbúa stækkun Sigöldustöðvar. Það er hins vegar ekki einfalt mál að auka afl í kerfinu, leyfismál taka mjög langan tíma og framkvæmdatíminn er langur. Nánar verður fjallað um orku- og aflstöðu á Haustfundi Landsvirkjunar miðvikudaginn 11. október, sjá Landsvirkjun.is Höfundur er framkvæmdastjóri Vatnsafls hjá Landsvirkjun.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun