Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Höttur 87 - 104 | Frábær sigur gestanna Siggeir Ævarsson skrifar 5. október 2023 22:48 Höttur byrjar tímabilið á sigri. Vísir/Hulda Margrét Höttur gerði sér lítið fyrir og lagði mikið breytt lið Grindavíkur í 1. umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Gestirnir voru einfaldlega miklu betri en heimamenn og virtust hafa leikinn í hendi sér svo til allan tímann. Grindvíkinga vantar tvo stóra pósta í sitt lið, en Daniel Mortensen er meiddur og DeAndre Kane er enn á ferð og flugi um Evrópu. Virtist þetta há þeim á báðum endum vallarins og þá ekki síst í teignum, en Höttur tók 51 frákst í kvöld, gegn aðeins 30 fráköstum heimamanna. Hattarmenn byrjuðu leikinn á léttri skotsýningu og fóru inn í hálfleikinn með 44 prósent nýtingu fyrir utan og tíu stiga forskot. Grindvíkingar voru þó ekki algjörlega af baki dottnir og hlóðu í sína eigin skotsýningu þar sem þeir settu fjóra þrista í röð og minnkuðu muninn í fimm stig, 57-62. Þá tók Viðar sitt fyrsta leikhlé og náði að rétta skútuna af á ný. Grindvíkingar náðu ekki að fylgja þessum góða kafla eftir, klóruðu reglulega létt í bakkann en náðu aldrei gripi og Hattarmenn kláruðu leikinn örugglega, lokatölur 87-104. Af hverju vann Höttur? Þeir voru betri á flestum sviðum í kvöld. Grindvíkingar voru sjálfum sér verstir eins og Jóhann Þór þjálfari þeirra orðaði það, gerðu sjálfum sér erfitt fyrir og gestunum oft alltof auðvelt fyrir. Þá vantaði auðvitað tvo sterka leikmenn í hóp Grindavíkur og var það vissulega skarð fyrir skyldi. Hverjir stóðu upp úr? Tveir af nýju erlendu leikmönnum Hattar voru frábærir í kvöld. Deontaye Buskey sallaði niður 28 stigum og bætti við sjö stoðsendingum. Þá kom hinn danski Gustav Suhr-Jessen eins og stormsveipur inn af bekknum og skoraði 22 stig með framúrskarandi skotnýtingu eða 73 prósent utan af velli. Hjá Grindavík mæddi gríðarlega mikið á eina erlenda leikmanninum sem tók þátt í leiknum fyrir þeirra hönd, Dedrick Deon Basile. Hann skilaði 30 stigum í kvöld og tíu stoðsendingum. Hann var þó nokkuð lengi í gang og virtist vera mjög ósáttur við að komast sjaldan á vítalínuna þegar hann óð inn í þvöguna í teignum. Hvað gekk illa? Grindavíkurhjartað margfræga virtist ekki slá í réttum takti í kvöld. Grindavík tapaði frákastabaráttunni með yfirburðum og varnarleikur heimamanna var allur úr takti á löngum köflum. Hvað gerist næst? Grindvíkingar heimsækja nýliða Álftaness eftir viku, fimmtudaginn 12. október. Sama kvöld tekur Höttur á móti Breiðabliki. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15. Viðar Örn: „Þetta var sterkur sigur og fagmannalega klárað hjá okkur“ Viðar hafði ærna ástæðu til að fagna í kvöld Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var kampakátur í leikslok og blaðamaður hafði orð á því að hann hefði sennilega aldrei séð hann jafn brosmildan eftir leik og í kvöld. „Þetta var fagmannleg frammistaða. Ég var stressaður og mér leið ekki vel fyrir þennan leik. Ég vissi ekkert hverjir voru að fara að spila hjá Grindavík. Það eru engir leikmannalistar og ekkert hægt að sjá. Þegar maður veit meira og getur undirbúið sig betur þá er maður öruggari og líður betur. En þetta var sterkur sigur og fagmannalega klárað hjá okkur.“ Hattarmenn virtust vera betur undirbúnir fyrir þennan leik þrátt fyrir að Viðar hefði lítið getað spáð fyrir um uppstillingu Grindavíkur. Viðar tók undir að það væri sennilega rétt metið. „Við vorum örugglega með lengri undirbúning og spiluðum fleiri æfingaleiki. Við erum með allt okkar lið og það er eitthvað sem þeir eru ekki með. En að halda þessu svona frá þegar Óli og Basile og Valli líka, skutu svona svakalega vel í seinni hálfleik. Basile var okkur mjög erfiður.“ Viðar sagði að hann hefði ekki orðið neitt sérstaklega stressaður þegar Grindvíkingar komu loks með áhlaup í þriðja leikhluta. „Þegar leið á leikinn leið mér alltaf vel. Þegar við vorum búnir að lesa í þetta og vorum með þetta. Það eru auðvitað alltaf einhver áhlaup í þessu. Þegar við vorum að bulla á köflum sóknarlega fengu þeir of mikið af opnum þriggjastigaskotum í „transition“ en við vorum fljótir að lagfæra það og það var vel framkvæmt hjá okkur.“ Gustav Surh-Jessen vakti athygli blaðamanns með innkomu sinni af bekknum en Viðar sagði að allir nýju leikmennirnir sem hann fékk til liðs við sig í sumar væru að smella eins og flís við rass inn í hópinn sem fyrir var á Héraði. „Þessir þrír nýju menn sem komu til félagsins og þessir ungu strákar sem eru að koma upp þeir passa vel inn í þennan hóp og inn í þá menningu sem við höfum verið að byggja upp síðustu ár. Mér líður vel með að við getum byggt ofan á það sem við höfum verið að gera. Gustav frábær, Buskey frábær. Sæþór búinn að vera aðeins meiddur og var því í lægri mínútum í kvöld. Viðar er bjartsýnn á framhaldið eftir þessa góðu byrjun. „Mér líður vel með þetta. Við erum þéttir og við ætlum okkar að gera flotta hluti og betri en við höfum nokkurn tímann gert. Það er bara upp og áfram.“ Ólafur Ólafsson: „Þeir voru skipulagðari en við og áttu sigurinn skilið“ Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindvíkinga, í úrslitakeppninni síðastliðið vorVísir/Hulda Margrét Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, greindi leikinn á svipað hátt og Jóhann Þór bróðir hans. Hann gat þó séð jákvæða hluti í heildarmyndinni. „Eins og bróðir minn sagði. Við tókum alltaf fyrsta opna skotið í staðinn fyrir að halda áfram. Ef fyrsti möguleiki er opinn hljótum við að geta náð næsta möguleika opnum líka. Aðeins að setja þá í „mixerinn“ eins og er sagt.“ „Við vorum bara að flýta okkur alltof mikið á mörgum köflum í leiknum. Svo vorum við pínu flatir varnarlega og erfitt að frákasta. Ég er samt ánægður með marga hluti. Hvernig við vorum að reyna að komast aftur inn í þetta, það þurfti bara aðeins meira fínpúss í þetta hjá okkur í dag.“ Ólafur sagði að undirbúningstímabilið hefði ekki gengið eins og best væri á kosið og það væri margt sem Grindvíkingar þyrftu að fara betur yfir, þá sérstaklega varnarlega. „Þetta byrjaði vel en svo komu veikindi og sumir ákváðu að fara til Tenerife. Við erum búnir að vera sjö á æfingum og Jóhann Árni búinn að vera áttundi maður. Við erum að reyna að læra sóknina betur en mér finnst það aðallega vera varnarleikurinn sem við þurfum að vinna miklu miklu betur í. Það er svona það sem ég tek út úr þessu. En auðvitað, fyrsti leikur og það vantaði þrjá en við hefðum alveg getað fundið einhvern styrk og stolið þessu. En þeir voru skipulagðari en við og áttu sigurinn skilið. Þrátt fyrir tap í kvöld í fyrsta leik, snýst þetta þá ekki allt um að toppa á réttum tíma þegar öllu er á botninn hvolft? „Jú svo segja þeir. Það þarf að toppa á réttum tíma. Það er bara einn leikur og við þurfum að setjast yfir þetta og sjá hvað við getum lagað. Anda rólega og njóta þess að vera til. Subway-deild karla UMF Grindavík Höttur
Höttur gerði sér lítið fyrir og lagði mikið breytt lið Grindavíkur í 1. umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Gestirnir voru einfaldlega miklu betri en heimamenn og virtust hafa leikinn í hendi sér svo til allan tímann. Grindvíkinga vantar tvo stóra pósta í sitt lið, en Daniel Mortensen er meiddur og DeAndre Kane er enn á ferð og flugi um Evrópu. Virtist þetta há þeim á báðum endum vallarins og þá ekki síst í teignum, en Höttur tók 51 frákst í kvöld, gegn aðeins 30 fráköstum heimamanna. Hattarmenn byrjuðu leikinn á léttri skotsýningu og fóru inn í hálfleikinn með 44 prósent nýtingu fyrir utan og tíu stiga forskot. Grindvíkingar voru þó ekki algjörlega af baki dottnir og hlóðu í sína eigin skotsýningu þar sem þeir settu fjóra þrista í röð og minnkuðu muninn í fimm stig, 57-62. Þá tók Viðar sitt fyrsta leikhlé og náði að rétta skútuna af á ný. Grindvíkingar náðu ekki að fylgja þessum góða kafla eftir, klóruðu reglulega létt í bakkann en náðu aldrei gripi og Hattarmenn kláruðu leikinn örugglega, lokatölur 87-104. Af hverju vann Höttur? Þeir voru betri á flestum sviðum í kvöld. Grindvíkingar voru sjálfum sér verstir eins og Jóhann Þór þjálfari þeirra orðaði það, gerðu sjálfum sér erfitt fyrir og gestunum oft alltof auðvelt fyrir. Þá vantaði auðvitað tvo sterka leikmenn í hóp Grindavíkur og var það vissulega skarð fyrir skyldi. Hverjir stóðu upp úr? Tveir af nýju erlendu leikmönnum Hattar voru frábærir í kvöld. Deontaye Buskey sallaði niður 28 stigum og bætti við sjö stoðsendingum. Þá kom hinn danski Gustav Suhr-Jessen eins og stormsveipur inn af bekknum og skoraði 22 stig með framúrskarandi skotnýtingu eða 73 prósent utan af velli. Hjá Grindavík mæddi gríðarlega mikið á eina erlenda leikmanninum sem tók þátt í leiknum fyrir þeirra hönd, Dedrick Deon Basile. Hann skilaði 30 stigum í kvöld og tíu stoðsendingum. Hann var þó nokkuð lengi í gang og virtist vera mjög ósáttur við að komast sjaldan á vítalínuna þegar hann óð inn í þvöguna í teignum. Hvað gekk illa? Grindavíkurhjartað margfræga virtist ekki slá í réttum takti í kvöld. Grindavík tapaði frákastabaráttunni með yfirburðum og varnarleikur heimamanna var allur úr takti á löngum köflum. Hvað gerist næst? Grindvíkingar heimsækja nýliða Álftaness eftir viku, fimmtudaginn 12. október. Sama kvöld tekur Höttur á móti Breiðabliki. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15. Viðar Örn: „Þetta var sterkur sigur og fagmannalega klárað hjá okkur“ Viðar hafði ærna ástæðu til að fagna í kvöld Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var kampakátur í leikslok og blaðamaður hafði orð á því að hann hefði sennilega aldrei séð hann jafn brosmildan eftir leik og í kvöld. „Þetta var fagmannleg frammistaða. Ég var stressaður og mér leið ekki vel fyrir þennan leik. Ég vissi ekkert hverjir voru að fara að spila hjá Grindavík. Það eru engir leikmannalistar og ekkert hægt að sjá. Þegar maður veit meira og getur undirbúið sig betur þá er maður öruggari og líður betur. En þetta var sterkur sigur og fagmannalega klárað hjá okkur.“ Hattarmenn virtust vera betur undirbúnir fyrir þennan leik þrátt fyrir að Viðar hefði lítið getað spáð fyrir um uppstillingu Grindavíkur. Viðar tók undir að það væri sennilega rétt metið. „Við vorum örugglega með lengri undirbúning og spiluðum fleiri æfingaleiki. Við erum með allt okkar lið og það er eitthvað sem þeir eru ekki með. En að halda þessu svona frá þegar Óli og Basile og Valli líka, skutu svona svakalega vel í seinni hálfleik. Basile var okkur mjög erfiður.“ Viðar sagði að hann hefði ekki orðið neitt sérstaklega stressaður þegar Grindvíkingar komu loks með áhlaup í þriðja leikhluta. „Þegar leið á leikinn leið mér alltaf vel. Þegar við vorum búnir að lesa í þetta og vorum með þetta. Það eru auðvitað alltaf einhver áhlaup í þessu. Þegar við vorum að bulla á köflum sóknarlega fengu þeir of mikið af opnum þriggjastigaskotum í „transition“ en við vorum fljótir að lagfæra það og það var vel framkvæmt hjá okkur.“ Gustav Surh-Jessen vakti athygli blaðamanns með innkomu sinni af bekknum en Viðar sagði að allir nýju leikmennirnir sem hann fékk til liðs við sig í sumar væru að smella eins og flís við rass inn í hópinn sem fyrir var á Héraði. „Þessir þrír nýju menn sem komu til félagsins og þessir ungu strákar sem eru að koma upp þeir passa vel inn í þennan hóp og inn í þá menningu sem við höfum verið að byggja upp síðustu ár. Mér líður vel með að við getum byggt ofan á það sem við höfum verið að gera. Gustav frábær, Buskey frábær. Sæþór búinn að vera aðeins meiddur og var því í lægri mínútum í kvöld. Viðar er bjartsýnn á framhaldið eftir þessa góðu byrjun. „Mér líður vel með þetta. Við erum þéttir og við ætlum okkar að gera flotta hluti og betri en við höfum nokkurn tímann gert. Það er bara upp og áfram.“ Ólafur Ólafsson: „Þeir voru skipulagðari en við og áttu sigurinn skilið“ Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindvíkinga, í úrslitakeppninni síðastliðið vorVísir/Hulda Margrét Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, greindi leikinn á svipað hátt og Jóhann Þór bróðir hans. Hann gat þó séð jákvæða hluti í heildarmyndinni. „Eins og bróðir minn sagði. Við tókum alltaf fyrsta opna skotið í staðinn fyrir að halda áfram. Ef fyrsti möguleiki er opinn hljótum við að geta náð næsta möguleika opnum líka. Aðeins að setja þá í „mixerinn“ eins og er sagt.“ „Við vorum bara að flýta okkur alltof mikið á mörgum köflum í leiknum. Svo vorum við pínu flatir varnarlega og erfitt að frákasta. Ég er samt ánægður með marga hluti. Hvernig við vorum að reyna að komast aftur inn í þetta, það þurfti bara aðeins meira fínpúss í þetta hjá okkur í dag.“ Ólafur sagði að undirbúningstímabilið hefði ekki gengið eins og best væri á kosið og það væri margt sem Grindvíkingar þyrftu að fara betur yfir, þá sérstaklega varnarlega. „Þetta byrjaði vel en svo komu veikindi og sumir ákváðu að fara til Tenerife. Við erum búnir að vera sjö á æfingum og Jóhann Árni búinn að vera áttundi maður. Við erum að reyna að læra sóknina betur en mér finnst það aðallega vera varnarleikurinn sem við þurfum að vinna miklu miklu betur í. Það er svona það sem ég tek út úr þessu. En auðvitað, fyrsti leikur og það vantaði þrjá en við hefðum alveg getað fundið einhvern styrk og stolið þessu. En þeir voru skipulagðari en við og áttu sigurinn skilið. Þrátt fyrir tap í kvöld í fyrsta leik, snýst þetta þá ekki allt um að toppa á réttum tíma þegar öllu er á botninn hvolft? „Jú svo segja þeir. Það þarf að toppa á réttum tíma. Það er bara einn leikur og við þurfum að setjast yfir þetta og sjá hvað við getum lagað. Anda rólega og njóta þess að vera til.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti