Faðir sem ógnaði ítrekað lífi eiginkonu og barna sinna fær mildari dóm Jón Þór Stefánsson skrifar 6. október 2023 16:40 Landsréttur dæmdi manninn í átján mánaða fangelsi, en í héraði hafði hann fengið tveggja ára dóm. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur mildað dóm yfir karlmanni sem hefur verið sakfelldur fyrir stórfelld brot gegn þáverandi eiginkonu sinni og tveimur börnum. Í Héraðsdómi Reykaness hlaut maðurinn tveggja ára fangelsisdóm, en Landsréttur dæmir hann til að sæta átján mánaða fangelsisvist. Jafnframt voru miskabæturnar sem manninum er gert að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni lækkaðar úr 3,5 milljónum niður í 2,5 milljónir. Miskabætur til barnanna voru óbreyttar, en þær voru 2,5 milljónir annars vegar og 1,5 milljón hins vegar. Brotin sem maðurinn var ákærður fyrir áttu sér stað frá árinu 2012 til 2020 og voru ákæruliðirnir þrettán talsins. Í ákærunni er margendurteknum ofbeldisbrotum mannsins lýst, en þau beindust að þáverandi eiginkonu hans, syni og dóttur. Þá fann móðir konunnar einnig fyrir ofbeldinu. Meinaði eiginkonu sinni að fara Ein lýsingin í ákærunni varðar brot sem átti sér stað í febrúar 2013, þegar maðurinn hrinti konunni þegar hún stóð upp úr sófa á heimili þeirra. Í kjölfarið hafi konan ætlað að yfirgefa heimilið, en hann svipt hana frelsi sínu, ýtt henni inn í svefnherbergi þeirra þar sem hann beitti henni líkamlegu ofbeldi á ýmsa vegu. Til dæmis með barsmíðum og með því að lemja höfði hennar ítrekað í rúm þeirra. Jafnframt er að finna lýsingar á ofbeldi mannsins þar sem hann misþyrmdi börnum sínum tveimur með líkamlegu og andlegu ofbeldi. Jafnframt kemur fram að börnin hafi verið stundum verið viðstödd þegar faðirinn beitti aðra fjölskyldumeðlimi ofbeldi. Ógnaði lífi þeirra ítrekað Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi ítrekað og á sérstaklega sársaukafullan hátt ógnað lífi og heilsu fjölskyldumeðlima sinna með ofbeldi sínu. Þáverandi eiginkona hans og börn hafi lifað við ógnarástand innan veggja heimilis síns í um tvö ár. Í dómnum segir að það sé langur tími fyrir þann sem verður fyrir ofbeldinu og því hafi faðirinn „misnotað freklega yfirburðastöðu sína í ljósi þess að hann hélt þáverandi eiginkonu sinni, móður hennar og tveimur börnum, í þessu ógnarástandi.“ Líkt og áður segir var dómurinn yfir manninum mildaður, úr tveimur árum yfir í átján mánuði. Í dómi Landsréttar er ekki farið sérstaklega yfir þá ákvörðun, en vísað er til dómaframkvæmdar. Þá voru miskabætur til fyrrverandi eiginkonunnar lækkaðar, en að öðru leiti var dómur héraðsdóms staðfestur. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira
Jafnframt voru miskabæturnar sem manninum er gert að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni lækkaðar úr 3,5 milljónum niður í 2,5 milljónir. Miskabætur til barnanna voru óbreyttar, en þær voru 2,5 milljónir annars vegar og 1,5 milljón hins vegar. Brotin sem maðurinn var ákærður fyrir áttu sér stað frá árinu 2012 til 2020 og voru ákæruliðirnir þrettán talsins. Í ákærunni er margendurteknum ofbeldisbrotum mannsins lýst, en þau beindust að þáverandi eiginkonu hans, syni og dóttur. Þá fann móðir konunnar einnig fyrir ofbeldinu. Meinaði eiginkonu sinni að fara Ein lýsingin í ákærunni varðar brot sem átti sér stað í febrúar 2013, þegar maðurinn hrinti konunni þegar hún stóð upp úr sófa á heimili þeirra. Í kjölfarið hafi konan ætlað að yfirgefa heimilið, en hann svipt hana frelsi sínu, ýtt henni inn í svefnherbergi þeirra þar sem hann beitti henni líkamlegu ofbeldi á ýmsa vegu. Til dæmis með barsmíðum og með því að lemja höfði hennar ítrekað í rúm þeirra. Jafnframt er að finna lýsingar á ofbeldi mannsins þar sem hann misþyrmdi börnum sínum tveimur með líkamlegu og andlegu ofbeldi. Jafnframt kemur fram að börnin hafi verið stundum verið viðstödd þegar faðirinn beitti aðra fjölskyldumeðlimi ofbeldi. Ógnaði lífi þeirra ítrekað Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi ítrekað og á sérstaklega sársaukafullan hátt ógnað lífi og heilsu fjölskyldumeðlima sinna með ofbeldi sínu. Þáverandi eiginkona hans og börn hafi lifað við ógnarástand innan veggja heimilis síns í um tvö ár. Í dómnum segir að það sé langur tími fyrir þann sem verður fyrir ofbeldinu og því hafi faðirinn „misnotað freklega yfirburðastöðu sína í ljósi þess að hann hélt þáverandi eiginkonu sinni, móður hennar og tveimur börnum, í þessu ógnarástandi.“ Líkt og áður segir var dómurinn yfir manninum mildaður, úr tveimur árum yfir í átján mánuði. Í dómi Landsréttar er ekki farið sérstaklega yfir þá ákvörðun, en vísað er til dómaframkvæmdar. Þá voru miskabætur til fyrrverandi eiginkonunnar lækkaðar, en að öðru leiti var dómur héraðsdóms staðfestur.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira