Hætta á að heimaleikir vetrarins verði erlendis: „Ótrúlega leiðinlegt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. október 2023 09:00 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir stöðuna ekki vænlega. Vísir/Einar KSÍ vill síður bera kostnað af því að halda Laugardalsvelli við vegna Evrópuverkefna íslenskra félagsliða í vetur. Vel má vera að færa þurfi landsleiki í febrúar og mars út fyrir landsteinana. Breiðablik spilaði sinn fyrsta heimaleik af þremur í riðlakeppninni þegar það tapaði 1-0 fyrir Zorya Luhansk. Mikið hefur verið rætt um vallarmálin í aðdragandanum enda aldrei verið spilað eins djúpt inn í íslenskan vetur. „Það sem við höfum í hendi núna er Breiðablik, níunda og þrítugasta nóvember og það er eitthvað sem við auðvitað erum ekki vön að gera og höfum smá áhyggjur af,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. Þessu fylgi kostnaður. Til að halda grasinu við verði leigð svokölluð hitapylsa til að veita grasinu varma þar sem enginn undirhiti er á vellinum. „Þetta er svokölluð hitapylsa sem er hituð upp með gasi og henni fylgja fjórir menn sem koma hér og vakta hana allan sólarhringinn. Þetta kostar fullt af peningum, sem telur á tugum milljóna,“ segir Vanda. Vanda vongóð um stuðning Þennan tugmilljóna kostnað vill Breiðablik losna við, enda er félagið þegar að greiða um tuttugu milljónir fyrir það eitt að leigja völlinn undir leikina þrjá. Breiðablik vill því að KSÍ taki við þeim kostnaði, líkt og reglur sambandsins segja til um, en KSÍ sér fram á taprekstur í ár og leitar því á náðir ríkisins og sveitarfélaganna. „Ég veit um ekkert land í Evrópu sem er á þessum stað, að geta ekki leikið þessa leiki án þess, eins og núna, að leggja út þennan kostnað.“ segir Vanda sem kveðst vongóð um að ríkið auk Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar, stígi inn. Ásmundur Einar vildi ekki staðfesta hvort ríkið komi að kostnaði.Vísir/Vilhelm „Ég trúi varla öðru, því það er ekkert annað land í þessari stöðu. Gíbraltar, sem er á stærð við Seltjarnarnesbæ, er að byggja nýjan völl. Við erum orðin algjörir eftirbátar, sem mér þykir ekkert mjög skemmtilegt,“ segir Vanda. Ráðherra íþróttamála, Ásmundur Einar Daðason, vildi ekki staðfesta hvort ríkið tæki þátt í kostnaðinum. „Við höfum átt fundi með KSÍ og erum í samtali við alla þá aðila sem að þessu koma. Það er engin lending í því ennþá,“ segir Ásmundur. Ómögulegt við núverandi aðstæður Ofan á verkefni Breiðabliks er mögulegt að við bætist leikir kvennaliðs Vals í Meistaradeild í desember og janúar og kvennalandsliðsins í febrúar. Vallarstjóri laugardalsvallar er ekki vongóður um að völlurinn haldist góður svo lengi. „Nei, þetta verður erfitt. Við byrjum á nóvember verkefninu og svo sjáum við til. Ég held það verði ansi erfitt að halda þessum velli úti í allan vetur í einhverju spilhæfu formi. Það held ég að sé ómögulegt á miðað við núverandi aðstæður hérna,“ segir Jóhann. Þá þurfi að skoða aðra kosti. „Komi til þess að kvennalandsliðið lendi í þriðja sæti í riðlinum og þurfi að spila heima og heiman í febrúar, höfum við sagt áður, við höfum verið að skoða hvort það þurfi að leika okkar heimaleiki erlendis. Sem væri náttúrulega ótrúlega leiðinlegt - að þær séu að spila gríðarlega mikilvægan leik og geta ekki verið hérna heima með allt okkar fólk að styðja stelpurnar. Það er eitthvað sem neyðin er í raun að reka okkur út í þó okkur landi alls ekki að gera það,“ segir Vanda. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Laugardalsvöllur Fótbolti Íslenski boltinn Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Breiðablik Valur Þjóðadeild kvenna í fótbolta Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sjá meira
Breiðablik spilaði sinn fyrsta heimaleik af þremur í riðlakeppninni þegar það tapaði 1-0 fyrir Zorya Luhansk. Mikið hefur verið rætt um vallarmálin í aðdragandanum enda aldrei verið spilað eins djúpt inn í íslenskan vetur. „Það sem við höfum í hendi núna er Breiðablik, níunda og þrítugasta nóvember og það er eitthvað sem við auðvitað erum ekki vön að gera og höfum smá áhyggjur af,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. Þessu fylgi kostnaður. Til að halda grasinu við verði leigð svokölluð hitapylsa til að veita grasinu varma þar sem enginn undirhiti er á vellinum. „Þetta er svokölluð hitapylsa sem er hituð upp með gasi og henni fylgja fjórir menn sem koma hér og vakta hana allan sólarhringinn. Þetta kostar fullt af peningum, sem telur á tugum milljóna,“ segir Vanda. Vanda vongóð um stuðning Þennan tugmilljóna kostnað vill Breiðablik losna við, enda er félagið þegar að greiða um tuttugu milljónir fyrir það eitt að leigja völlinn undir leikina þrjá. Breiðablik vill því að KSÍ taki við þeim kostnaði, líkt og reglur sambandsins segja til um, en KSÍ sér fram á taprekstur í ár og leitar því á náðir ríkisins og sveitarfélaganna. „Ég veit um ekkert land í Evrópu sem er á þessum stað, að geta ekki leikið þessa leiki án þess, eins og núna, að leggja út þennan kostnað.“ segir Vanda sem kveðst vongóð um að ríkið auk Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar, stígi inn. Ásmundur Einar vildi ekki staðfesta hvort ríkið komi að kostnaði.Vísir/Vilhelm „Ég trúi varla öðru, því það er ekkert annað land í þessari stöðu. Gíbraltar, sem er á stærð við Seltjarnarnesbæ, er að byggja nýjan völl. Við erum orðin algjörir eftirbátar, sem mér þykir ekkert mjög skemmtilegt,“ segir Vanda. Ráðherra íþróttamála, Ásmundur Einar Daðason, vildi ekki staðfesta hvort ríkið tæki þátt í kostnaðinum. „Við höfum átt fundi með KSÍ og erum í samtali við alla þá aðila sem að þessu koma. Það er engin lending í því ennþá,“ segir Ásmundur. Ómögulegt við núverandi aðstæður Ofan á verkefni Breiðabliks er mögulegt að við bætist leikir kvennaliðs Vals í Meistaradeild í desember og janúar og kvennalandsliðsins í febrúar. Vallarstjóri laugardalsvallar er ekki vongóður um að völlurinn haldist góður svo lengi. „Nei, þetta verður erfitt. Við byrjum á nóvember verkefninu og svo sjáum við til. Ég held það verði ansi erfitt að halda þessum velli úti í allan vetur í einhverju spilhæfu formi. Það held ég að sé ómögulegt á miðað við núverandi aðstæður hérna,“ segir Jóhann. Þá þurfi að skoða aðra kosti. „Komi til þess að kvennalandsliðið lendi í þriðja sæti í riðlinum og þurfi að spila heima og heiman í febrúar, höfum við sagt áður, við höfum verið að skoða hvort það þurfi að leika okkar heimaleiki erlendis. Sem væri náttúrulega ótrúlega leiðinlegt - að þær séu að spila gríðarlega mikilvægan leik og geta ekki verið hérna heima með allt okkar fólk að styðja stelpurnar. Það er eitthvað sem neyðin er í raun að reka okkur út í þó okkur landi alls ekki að gera það,“ segir Vanda. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Laugardalsvöllur Fótbolti Íslenski boltinn Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Breiðablik Valur Þjóðadeild kvenna í fótbolta Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sjá meira