Sveik fjármuni út úr IKEA með því að skipta út strikamerkinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. október 2023 07:00 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem IKEA verður fyrir barðinu á strikamerkjasvindli. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað og fjársvik gagnvart húsgagnavöruversluninni IKEA. Tjón verslunarinnar hljóðaði upp á rúmlega 62 þúsund krónur. Dómurinn féll fyrr í þessum mánuði, en konan var ákærð í lok ágúst. Ákæran á hendur henni var í átta liðum. Fyrstu sjö liðirnir sneru allir að þjófnaði konunnar á munum úr verslun IKEA. Meðal þess sem konunni var gefið að sök að hafa stolið voru sængurverasett, borðbúnaður og veggljós. Í áttunda ákærulið voru konunni gefin að sök, auk þjófnaðar, fjársvik með því að hafa blekkt starfsmann á afgreiðslukassa. Hún hafi svikið út Underlig svampdýnu að verðmæti 7.600 króna með því að koma fyrir strikamerki af Lindöja sólhlífartjaldi að verðmæti 2.500 króna. Þannig hafi hún svikið 5.100 krónur út úr versluninni. Í dómi héraðsdóms kemur fram að konan hafi játað brot sín án undandráttar við þingfestingu málsins. Því hafi málið verið dómtekið án frekari sönnunarfærslu, eftir að sækjandi og ákærða höfðu tjáð sig um lagaatriði málsins og ákvörðun refsingar. Konan krafðist vægustu refsingar. Við ákvörðun refsingar konunnar var litið til þess að hún hefði ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi, ungs aldurs hennar, skýlausrar játningar hennar hjá lögreglu og fyrir dómi, auk þess að hún hafi sýnt mikla iðrun á þinfestingardegi. „Á hinn bóginn verður ekki framhjá því horft að ákærða er nú sakfelld fyrir [átta] þjófnaðarbrot og [eitt] fjársvikabrot sem öll voru framin á tímabilinu 5. mars - 3. apríl 2022,“ segir í dómnum. Tjón verslunarinnar vegna brotanna nam 62.045 krónum. Að öllu þessu virtu var refsing konunnar ákveðin 60 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Ekki fyrsta strikamerkismálið í IKEA Athæfi konunnar í áttunda ákæruliðnum, að skipta strikamerki vöru út fyrir strikamerki ódýrari vöru, minnir að einhverju leyti á verknaðaraðferð þeirra sem sakfelld voru í IKEA-málunum svokölluðu, fyrir tæpum áratug. Þar hafði fólkið keypt vörur, skipt strikamerkjum þeirra út fyrir strikamerki af dýrari vörum, og skilað vörunum. Þannig fékk fólkið endurgreitt meira en því bar, og hafði þannig fé af IKEA með sviksamlegum hætti. Fjármunirnir sem voru undir í þeim málum voru þó talsvert meiri, en í frétt Stöðvar 2 um málin árið 2014 sagði Þórarinn Ævarsson, þáverandi framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, að tjón verslunarinnar væri nálægt tíu milljónum króna. Dómsmál Garðabær IKEA Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Dómurinn féll fyrr í þessum mánuði, en konan var ákærð í lok ágúst. Ákæran á hendur henni var í átta liðum. Fyrstu sjö liðirnir sneru allir að þjófnaði konunnar á munum úr verslun IKEA. Meðal þess sem konunni var gefið að sök að hafa stolið voru sængurverasett, borðbúnaður og veggljós. Í áttunda ákærulið voru konunni gefin að sök, auk þjófnaðar, fjársvik með því að hafa blekkt starfsmann á afgreiðslukassa. Hún hafi svikið út Underlig svampdýnu að verðmæti 7.600 króna með því að koma fyrir strikamerki af Lindöja sólhlífartjaldi að verðmæti 2.500 króna. Þannig hafi hún svikið 5.100 krónur út úr versluninni. Í dómi héraðsdóms kemur fram að konan hafi játað brot sín án undandráttar við þingfestingu málsins. Því hafi málið verið dómtekið án frekari sönnunarfærslu, eftir að sækjandi og ákærða höfðu tjáð sig um lagaatriði málsins og ákvörðun refsingar. Konan krafðist vægustu refsingar. Við ákvörðun refsingar konunnar var litið til þess að hún hefði ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi, ungs aldurs hennar, skýlausrar játningar hennar hjá lögreglu og fyrir dómi, auk þess að hún hafi sýnt mikla iðrun á þinfestingardegi. „Á hinn bóginn verður ekki framhjá því horft að ákærða er nú sakfelld fyrir [átta] þjófnaðarbrot og [eitt] fjársvikabrot sem öll voru framin á tímabilinu 5. mars - 3. apríl 2022,“ segir í dómnum. Tjón verslunarinnar vegna brotanna nam 62.045 krónum. Að öllu þessu virtu var refsing konunnar ákveðin 60 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Ekki fyrsta strikamerkismálið í IKEA Athæfi konunnar í áttunda ákæruliðnum, að skipta strikamerki vöru út fyrir strikamerki ódýrari vöru, minnir að einhverju leyti á verknaðaraðferð þeirra sem sakfelld voru í IKEA-málunum svokölluðu, fyrir tæpum áratug. Þar hafði fólkið keypt vörur, skipt strikamerkjum þeirra út fyrir strikamerki af dýrari vörum, og skilað vörunum. Þannig fékk fólkið endurgreitt meira en því bar, og hafði þannig fé af IKEA með sviksamlegum hætti. Fjármunirnir sem voru undir í þeim málum voru þó talsvert meiri, en í frétt Stöðvar 2 um málin árið 2014 sagði Þórarinn Ævarsson, þáverandi framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, að tjón verslunarinnar væri nálægt tíu milljónum króna.
Dómsmál Garðabær IKEA Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira