Umfjöllun: Höttur - Breiðablik 80-73 | Hattarmenn búnir að vinna tvo í röð Gunnar Gunnarsson skrifar 12. október 2023 22:02 Hattarmenn fara vel af stað í Subway-deildinni. Vísir/Hulda Margrét Höttur vann sinn annan leik í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið hafði betur 80-73 gegn Breiðabliki á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn var ekki áferðafallegur en Höttur marði sigurinn fyrir rest. Höttur fór töluvert betur af stað, hitti vel úr þriggja stiga skotum og spilaði grimma vörn en fékk á sig slatta af villum. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 24-17 en miðjan annan leikhluta var Höttur farinn að ná yfir tíu stiga forustu og virtist líklegur til að sigla áfram. Þá hrökk allt í baklás í sóknarleiknum og síðustu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik skoraði liðið fjögur stig. Ekki hægt að segja að Blikar hafi hitt vel en þó skár en Höttur. Munurinn minnkaði niður í fimm stig áður en flautað var til hálfleiks. Hjalti Steinn Jóhannsson átti síðustu körfuna, glæsilegt þriggja stiga skot. Hjalti Steinn var einn hinna ungu Blika sem hleyptu lífi í liðið, þéttu varnarleikinn, búa til skotfæri og nýta þau. Hnoðið hélt áfram í þriðja leikhluta. Breiðablik minnkaði muninn og komst yfir eftir sjö mínútur, 47-49, hafandi þá skorað fjögur stig í röð. Loks færðist eitthvert fjör og hraði í leikinn á lokasekúndunum. Deontaye Buskey hljóp þá tvisvar uppi sóknir Blika og stöðvaði þær, fyrst með að vera skot en síðar með broti. Hann fékk á sig villu en ekki vítaskot. En Höttur klúðraði sókninni sem liðið fékk á milli og staðan 53-54 eftir þriðja leikhluta. Stigi undir keyrði Höttur upp hraðann í byrjun fjórða leikhluta. Upp úr miðjum leikhlutanum rötuðu loks nokkur þriggja stiga skot ofan og liðið náði valdi á leiknum þegar það náði fimm stiga skorskoti, 73-68 þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Á þeirri forustu hékk liðið út leiktímann. Buskey og Matej Karlovic voru stigahæstir hjá Hetti með 16 stig hvor. Everage Lee Richardson skoraði 22 stig fyrir Blika. Hvað réði úrslitum? Í fyrsta lagi reynsla Hattar. Liðið keyrði upp hraðann í byrjun fjórða leikhluta, náði forustunni og hægði svo niður. En svo duttu líka nokkur skot á réttum augnablikum undir restina. Það skipti máli í leik þar sem bæði lið hittu illa. Hvað gekk vel? Það var fátt sem gekk vel allan leikinn. Í fyrstu var það varnarleikurinn og þriggja stiga skot Hattar. Síðan hvarf hvort tveggja. Höttur reyndi áfram þriggja stiga skot en þau vildu ekki ofan í. Stærsta hrósið fá yngri leikmenn Breiðabliks sem áttu fína og mikilvæga spretti í kvöld. Hvað gekk illa? Af öllu sem gekk verst í döprum leik þá stendur tölfræðikerfið samt langt niður úr. Það fór aldrei í gang og ekki virðist ljóst um afdrif tölfræðinnar í leiknum. Það bætist ofan á vandræðin með þetta nýja kerfi sem virðist villum hlaðið og illa falla inn í vef KKÍ þannig erfitt eða jafnvel ómögulegt er fyrir almenning að nálgast einfaldar upplýsingar. Hvað næst? Þrátt fyrir dapra frammistöðu er Höttur með fullkomna byrjun, fjögur stig úr tveimur leikjum og þau telja hvort sem liðsins bíður fallbarátta, möguleiki á úrslitakeppni eða eitthvað enn betra í vor. Njarðvík er næst á dagskrá og það yrði ánægjulegt að ná sigrum strax í byrjun gegn mótherjum sem líka er spáð í neðri hlutanum. Blikar eiga nýliða Álftness næst á heimavelli. Þeir vona að framfarirnar sem sáust í kvöld haldi áfram og skili sigri. Subway-deild karla Höttur Breiðablik
Höttur vann sinn annan leik í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið hafði betur 80-73 gegn Breiðabliki á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn var ekki áferðafallegur en Höttur marði sigurinn fyrir rest. Höttur fór töluvert betur af stað, hitti vel úr þriggja stiga skotum og spilaði grimma vörn en fékk á sig slatta af villum. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 24-17 en miðjan annan leikhluta var Höttur farinn að ná yfir tíu stiga forustu og virtist líklegur til að sigla áfram. Þá hrökk allt í baklás í sóknarleiknum og síðustu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik skoraði liðið fjögur stig. Ekki hægt að segja að Blikar hafi hitt vel en þó skár en Höttur. Munurinn minnkaði niður í fimm stig áður en flautað var til hálfleiks. Hjalti Steinn Jóhannsson átti síðustu körfuna, glæsilegt þriggja stiga skot. Hjalti Steinn var einn hinna ungu Blika sem hleyptu lífi í liðið, þéttu varnarleikinn, búa til skotfæri og nýta þau. Hnoðið hélt áfram í þriðja leikhluta. Breiðablik minnkaði muninn og komst yfir eftir sjö mínútur, 47-49, hafandi þá skorað fjögur stig í röð. Loks færðist eitthvert fjör og hraði í leikinn á lokasekúndunum. Deontaye Buskey hljóp þá tvisvar uppi sóknir Blika og stöðvaði þær, fyrst með að vera skot en síðar með broti. Hann fékk á sig villu en ekki vítaskot. En Höttur klúðraði sókninni sem liðið fékk á milli og staðan 53-54 eftir þriðja leikhluta. Stigi undir keyrði Höttur upp hraðann í byrjun fjórða leikhluta. Upp úr miðjum leikhlutanum rötuðu loks nokkur þriggja stiga skot ofan og liðið náði valdi á leiknum þegar það náði fimm stiga skorskoti, 73-68 þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Á þeirri forustu hékk liðið út leiktímann. Buskey og Matej Karlovic voru stigahæstir hjá Hetti með 16 stig hvor. Everage Lee Richardson skoraði 22 stig fyrir Blika. Hvað réði úrslitum? Í fyrsta lagi reynsla Hattar. Liðið keyrði upp hraðann í byrjun fjórða leikhluta, náði forustunni og hægði svo niður. En svo duttu líka nokkur skot á réttum augnablikum undir restina. Það skipti máli í leik þar sem bæði lið hittu illa. Hvað gekk vel? Það var fátt sem gekk vel allan leikinn. Í fyrstu var það varnarleikurinn og þriggja stiga skot Hattar. Síðan hvarf hvort tveggja. Höttur reyndi áfram þriggja stiga skot en þau vildu ekki ofan í. Stærsta hrósið fá yngri leikmenn Breiðabliks sem áttu fína og mikilvæga spretti í kvöld. Hvað gekk illa? Af öllu sem gekk verst í döprum leik þá stendur tölfræðikerfið samt langt niður úr. Það fór aldrei í gang og ekki virðist ljóst um afdrif tölfræðinnar í leiknum. Það bætist ofan á vandræðin með þetta nýja kerfi sem virðist villum hlaðið og illa falla inn í vef KKÍ þannig erfitt eða jafnvel ómögulegt er fyrir almenning að nálgast einfaldar upplýsingar. Hvað næst? Þrátt fyrir dapra frammistöðu er Höttur með fullkomna byrjun, fjögur stig úr tveimur leikjum og þau telja hvort sem liðsins bíður fallbarátta, möguleiki á úrslitakeppni eða eitthvað enn betra í vor. Njarðvík er næst á dagskrá og það yrði ánægjulegt að ná sigrum strax í byrjun gegn mótherjum sem líka er spáð í neðri hlutanum. Blikar eiga nýliða Álftness næst á heimavelli. Þeir vona að framfarirnar sem sáust í kvöld haldi áfram og skili sigri.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti