Fólk með ADHD í lausu lofti Sigrún Heimisdóttir skrifar 16. október 2023 08:31 Sálfræðingar, geðlæknar og heimilislæknar hafa lengi átt góða samvinnu við greiningu á ADHD og leggja sig fram ásamt fleiri fagstéttum um að sinna mikilvægri meðferð. Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna innan Heilsugæslunnar telur sér ekki lengur fært að taka við greinargerðum sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna. Ein af ástæðum þess er að erfitt er fyrir teymið að meta hvort klínískum leiðbeiningum við greiningar sé fylgt nægjanlega vel og aukin eftirspurn. Þar reisir opinber heilbrigðisþjónusta veggi og fagfólk þar virðist vera að kikna undan álagi og hlutverki sínu. Afleiðingin er að þeir einstaklingar sem eiga erfitt með daglegt líf vegna ADHD einkenna eru í lausu lofti! Sálfræðingar vinna flókna greiningarvinnu sem felur í sér mat á mögulegum einkennum ADHD eða því hvort annar vandi skýri frekar vandann. Greina hvað hamlar, setja niðurstöður fram í skýrslu ásamt meðferðaráætlun og veita í framhaldi viðeigandi viðtalsmeðferð. Fjöldi fólks bíður eftir að komast í slíka þjónustu, - fá hlustun, mat á vanda og plan. Einstaklingur á fullorðinsaldri sem fer í gegnum slíkt ferli þarf að leggja á sig heilmikla sjálfsskoðun og fæstir fara í þá vinnu að ástæðulausu. Uppskeran er oft ríkuleg, aukin sjálfsþekking og sjálfstraust sem og eru meiri líkur á að gagnlegar leiðir til sjálfshjálpar séu nýttar. Geðlæknar sinna einnig greiningum á ADHD, oft í samvinnu við sálfræðinga. Þeir veita meðferð í formi lyfja og biðlistar til þeirra eru enn lengri en til sálfræðinga. Lyfjanotkun hefur aukist og lyfin eru uppseld! Samkvæmt lyfjaútskriftum virðast fleiri vera að greinast en áður. Sálfræðingar sinna ekki lyfjameðferð og sálfræðimeðferð er ekki enn niðurgreidd þrátt fyrir að klínískar leiðbeiningar Landlæknisembættis mæli með þeirri meðferð. Klínískum leiðbeiningum um meðferð fólks með ADHD er ekki fylgt nema að huta til hérlendis. Fólk hefur ekki tök á niðurgreiðslu á viðtalsmeðferð s.s. Hugrænni atferlismeðferð, hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum og aðgengi í opinberu heilbrigðiskerfi er takmarkaður fyrir þennan hóp. Í umræddum leiðbeiningum kemur fram: „Mikilvægt er að meðferðaráætlun við ADHD sé heildræn, þar sem einnig er tekið á sálrænum þáttum auk atferlistruflana og áhrifa á nám og störf. Þeir sem greinast með ADHD eiga að fá fræðslu og ráðgjöf um ADHD, áhrif einkenna á færni í daglegu lífi og samskipti við aðra. Hefja má lyfjameðferð ef ADHD einkenni eru enn hamlandi eftir að daglegt líf og umhverfi hefur verið aðlagað eins og við á“. „Hugræna atferlismeðferð með áherslu á ADHD (t.d. í hóp) ætti að bjóða öllum, sem val við lyfjameðferð eða samhliða lyfjameðferð“ Rannsóknir sýna að ADHD er arfgengt, getur verið samhliða öðrum vanda og fylgiraskanir s.s. tilfinningavandi koma fram hjá stórum hópi. Sálfræðimeðferð kemur þar einnig að gagni. Margir með ADHD búa yfir styrkleikum og sjálfsbjargarviðleitni til að fást við daglegt líf þrátt fyrir einkennin. Flestir vilja leggja sig fram til sjálfshjálpar, en þegar það er of erfitt og daglegt líf gengur ekki upp er þörf á aðkomu fagaðila. Úrræðaleysi og útilokun frá heilbrigðisþjónustu getur haft alvarleg áhrif á einstaklinginn sem er leitandi að svörum og viðeigandi meðferð, valdið ótta, örvæntingu, reiði, örmögnun og ýtt undir fordóma. Aukin hætta er á að annar vandi aukist og afleiðingar geta verið víðtækar. Samtal, greining, áætlun og meðferð er kjarnin í starfi sálfræðinga. Lausnaleit sem við getum hæglega beitt í þessu samhengi! Að reisa veggi og útiloka ákveðna sjúklingahópa frá greiningu og meðferð, er ekki heillavænlegt og samræmist ekki klínískum leiðbeiningum eða fagmennsku. Okkar ábyrgð sem fagaðila er að vanda okkur, vinna af fagmennsku og fylgja fyrirmælum um verklag. Hlusta, meðtaka og sýna því virðingu og skilning sem við heyrum hjá skjólstæðingum okkar. Það er fjöldi fólks með hamlandi vanda að leita svara og fjöldi fagfólks að reyna sitt besta en skerðing og skortur á þjónustu á einum stað ýtir undir álag á öðrum stað. Skoða þarf málið í stærra samhengi og fara í einu og öllu eftir klínskum leiðbeiningum. Mikilvægt er að við hlustum á fólk, vinnum áfram saman og að stjórnvöld skoði raunverulegar lausnir á vandanum! Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og framkvæmdastjóri. Sinnir greiningum og meðferð í þverfaglegu teymi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál ADHD Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Sjá meira
Sálfræðingar, geðlæknar og heimilislæknar hafa lengi átt góða samvinnu við greiningu á ADHD og leggja sig fram ásamt fleiri fagstéttum um að sinna mikilvægri meðferð. Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna innan Heilsugæslunnar telur sér ekki lengur fært að taka við greinargerðum sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna. Ein af ástæðum þess er að erfitt er fyrir teymið að meta hvort klínískum leiðbeiningum við greiningar sé fylgt nægjanlega vel og aukin eftirspurn. Þar reisir opinber heilbrigðisþjónusta veggi og fagfólk þar virðist vera að kikna undan álagi og hlutverki sínu. Afleiðingin er að þeir einstaklingar sem eiga erfitt með daglegt líf vegna ADHD einkenna eru í lausu lofti! Sálfræðingar vinna flókna greiningarvinnu sem felur í sér mat á mögulegum einkennum ADHD eða því hvort annar vandi skýri frekar vandann. Greina hvað hamlar, setja niðurstöður fram í skýrslu ásamt meðferðaráætlun og veita í framhaldi viðeigandi viðtalsmeðferð. Fjöldi fólks bíður eftir að komast í slíka þjónustu, - fá hlustun, mat á vanda og plan. Einstaklingur á fullorðinsaldri sem fer í gegnum slíkt ferli þarf að leggja á sig heilmikla sjálfsskoðun og fæstir fara í þá vinnu að ástæðulausu. Uppskeran er oft ríkuleg, aukin sjálfsþekking og sjálfstraust sem og eru meiri líkur á að gagnlegar leiðir til sjálfshjálpar séu nýttar. Geðlæknar sinna einnig greiningum á ADHD, oft í samvinnu við sálfræðinga. Þeir veita meðferð í formi lyfja og biðlistar til þeirra eru enn lengri en til sálfræðinga. Lyfjanotkun hefur aukist og lyfin eru uppseld! Samkvæmt lyfjaútskriftum virðast fleiri vera að greinast en áður. Sálfræðingar sinna ekki lyfjameðferð og sálfræðimeðferð er ekki enn niðurgreidd þrátt fyrir að klínískar leiðbeiningar Landlæknisembættis mæli með þeirri meðferð. Klínískum leiðbeiningum um meðferð fólks með ADHD er ekki fylgt nema að huta til hérlendis. Fólk hefur ekki tök á niðurgreiðslu á viðtalsmeðferð s.s. Hugrænni atferlismeðferð, hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum og aðgengi í opinberu heilbrigðiskerfi er takmarkaður fyrir þennan hóp. Í umræddum leiðbeiningum kemur fram: „Mikilvægt er að meðferðaráætlun við ADHD sé heildræn, þar sem einnig er tekið á sálrænum þáttum auk atferlistruflana og áhrifa á nám og störf. Þeir sem greinast með ADHD eiga að fá fræðslu og ráðgjöf um ADHD, áhrif einkenna á færni í daglegu lífi og samskipti við aðra. Hefja má lyfjameðferð ef ADHD einkenni eru enn hamlandi eftir að daglegt líf og umhverfi hefur verið aðlagað eins og við á“. „Hugræna atferlismeðferð með áherslu á ADHD (t.d. í hóp) ætti að bjóða öllum, sem val við lyfjameðferð eða samhliða lyfjameðferð“ Rannsóknir sýna að ADHD er arfgengt, getur verið samhliða öðrum vanda og fylgiraskanir s.s. tilfinningavandi koma fram hjá stórum hópi. Sálfræðimeðferð kemur þar einnig að gagni. Margir með ADHD búa yfir styrkleikum og sjálfsbjargarviðleitni til að fást við daglegt líf þrátt fyrir einkennin. Flestir vilja leggja sig fram til sjálfshjálpar, en þegar það er of erfitt og daglegt líf gengur ekki upp er þörf á aðkomu fagaðila. Úrræðaleysi og útilokun frá heilbrigðisþjónustu getur haft alvarleg áhrif á einstaklinginn sem er leitandi að svörum og viðeigandi meðferð, valdið ótta, örvæntingu, reiði, örmögnun og ýtt undir fordóma. Aukin hætta er á að annar vandi aukist og afleiðingar geta verið víðtækar. Samtal, greining, áætlun og meðferð er kjarnin í starfi sálfræðinga. Lausnaleit sem við getum hæglega beitt í þessu samhengi! Að reisa veggi og útiloka ákveðna sjúklingahópa frá greiningu og meðferð, er ekki heillavænlegt og samræmist ekki klínískum leiðbeiningum eða fagmennsku. Okkar ábyrgð sem fagaðila er að vanda okkur, vinna af fagmennsku og fylgja fyrirmælum um verklag. Hlusta, meðtaka og sýna því virðingu og skilning sem við heyrum hjá skjólstæðingum okkar. Það er fjöldi fólks með hamlandi vanda að leita svara og fjöldi fagfólks að reyna sitt besta en skerðing og skortur á þjónustu á einum stað ýtir undir álag á öðrum stað. Skoða þarf málið í stærra samhengi og fara í einu og öllu eftir klínskum leiðbeiningum. Mikilvægt er að við hlustum á fólk, vinnum áfram saman og að stjórnvöld skoði raunverulegar lausnir á vandanum! Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og framkvæmdastjóri. Sinnir greiningum og meðferð í þverfaglegu teymi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni.
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar