Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Andri Már Eggertsson skrifar 16. október 2023 21:20 Ísland vann 4-0 sigur gegn Liechtenstein Vísir/Hulda Margrét Ísland vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í níundu umferð undankeppni EM 2024. Gylfi Þór var maður leiksins en hann skoraði tvö mörk og sló markametið. Hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn. Elías Rafn Ólafsson, markvörður 8 Elías Rafn fékk traustið frekar en Hákon Rafn Valdimarsson. Það reyndi lítið á Elías þar til undir lok fyrri hálfleiks þegar að Liechtenstein fékk víti. Elías Rafn varði vítið en Dennis Salanovic fylgdi eftir og skoraði. Gestirnir þurftu að endurtaka vítaspyrnuna og þá þrumaði Sandro Wiese boltanum langt framhjá og Elías skutlaði sér í rétt horn. Alfons Sampsted, hægri bakvörður 5 Alfons var sá leikmaður Íslands sem var í mestu vandræðunum. Alfons gerði sig sekan um klaufaleg mistök þegar að boltinn fór í höndina á honum og Liechtenstein fékk vítaspyrnu. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður 6 Guðlaugur Victor átti flottan leik í miðverðinum. Það reyndi lítið á Guðlaug varnarlega fyrir utan eitt atvik þegar að hann gaf boltann frá sér á hættulegum stað annars skilaði Guðlaugur boltanum vel frá sér úr öftustu línu. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 6 Sverrir Ingi spilaði vel í miðverðinum í kvöld. Sverrir varðist öllu sem kom á hans svæði og ekkert hægt að setja út á hans leik. Kolbeinn Finnsson, vinstri bakvörður 6 Kolbeinn skilaði sínu í kvöld. Það var ekki mikið að gera hjá Kolbeini en hann átti nokkra fína spretti á vinstri kantinum. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 7 Arnór Ingvi var öflugur á miðjunni. Arnór Ingvi gerði vel í að komast inn í sendingar og spilaði boltanum vel frá sér. Arnór lagði síðan upp 27. landsliðsmark Gylfa. Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9 (Maður leiksins) Gylfi Þór var rétt innstilltur strax frá fyrstu mínútu. Gylfi átti skot í slána þegar að innan við fimm mínútur voru liðnar. Gylfi fiskaði síðan vítaspyrnu og skoraði úr henni af miklu öryggi. Gylfi skoraði sitt 27. landsliðsmark í síðari hálfleik og er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins. Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður 7 Willum Þór var mikið í boltanum og lét til sín taka. Willum gerði ansi vel í öðru marki Íslands þar sem hann skallaði boltann í svæði fyrir Alfreð sem skoraði. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður 7 Jón Dagur var flottur á vinstri kantinum. Jón Dagur lagði upp fjórða mark Íslands þar sem hann gerði vel í að pota boltanum á Hákon sem skoraði glæsilegt mark. Alfreð Finnbogason, sóknarmaður 7 Alfreð skoraði laglegt mark á afar mikilvægum tímapunkti í fyrri hálfleik þar sem leikur Íslands datt niður eftir mark Gylfa. Hákon Arnar Haraldsson, sóknarmaður 7 Hákon Arnar var mikið í boltanum og átti heilt yfir flottan leik. Hákon skoraði síðan ansi flott mark þegar hann vippaði yfir Benjamin Büchel, markmann Liechtenstein. Varamenn: Mikael Neville Anderson 6 - Kom inn á fyrir Willum Þór Willumsson á 57. mínútu Var nokkuð sprækur þegar hann kom inn á. Orri Steinn Óskarsson 6 - Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 57. mínútu Það var mikið að gerast í kringum Orra. Hann var nokkru sinnum flaggaður rangstæður og fékk gult spjald. Ísak Bergmann Jóhannesson 7 - Kom inn á fyrir Gylfa Þór Sigurðsson á 57. mínútu Af þeim varamönnum sem spiluðu nógu mikið til að fá einkunn var Ísak Bergmann bestur. Andri Lucas Guðjohnsen - Kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Aron Einar Gunnarsson - Kom inn á fyrir Arnór Ingva Traustason á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Sport Fleiri fréttir Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Njarðvíkingar með sópinn á lofti Í beinni: Ísland - Ísrael | Leikið í skugga deilna Í beinni: PSG - Aston Villa | Gerir PSG öðru ensku liði grikk? Í beinni: Barcelona - Dortmund | Börsungar búnir að vera sjóðheitir Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Í beinni: Þór Ak. - Valur | Valsarar geta sent Þórsara í sumarfrí Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Meiddist við að máta boli Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Sniðganga var rædd innan HSÍ Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Sjá meira
Hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn. Elías Rafn Ólafsson, markvörður 8 Elías Rafn fékk traustið frekar en Hákon Rafn Valdimarsson. Það reyndi lítið á Elías þar til undir lok fyrri hálfleiks þegar að Liechtenstein fékk víti. Elías Rafn varði vítið en Dennis Salanovic fylgdi eftir og skoraði. Gestirnir þurftu að endurtaka vítaspyrnuna og þá þrumaði Sandro Wiese boltanum langt framhjá og Elías skutlaði sér í rétt horn. Alfons Sampsted, hægri bakvörður 5 Alfons var sá leikmaður Íslands sem var í mestu vandræðunum. Alfons gerði sig sekan um klaufaleg mistök þegar að boltinn fór í höndina á honum og Liechtenstein fékk vítaspyrnu. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður 6 Guðlaugur Victor átti flottan leik í miðverðinum. Það reyndi lítið á Guðlaug varnarlega fyrir utan eitt atvik þegar að hann gaf boltann frá sér á hættulegum stað annars skilaði Guðlaugur boltanum vel frá sér úr öftustu línu. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 6 Sverrir Ingi spilaði vel í miðverðinum í kvöld. Sverrir varðist öllu sem kom á hans svæði og ekkert hægt að setja út á hans leik. Kolbeinn Finnsson, vinstri bakvörður 6 Kolbeinn skilaði sínu í kvöld. Það var ekki mikið að gera hjá Kolbeini en hann átti nokkra fína spretti á vinstri kantinum. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 7 Arnór Ingvi var öflugur á miðjunni. Arnór Ingvi gerði vel í að komast inn í sendingar og spilaði boltanum vel frá sér. Arnór lagði síðan upp 27. landsliðsmark Gylfa. Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9 (Maður leiksins) Gylfi Þór var rétt innstilltur strax frá fyrstu mínútu. Gylfi átti skot í slána þegar að innan við fimm mínútur voru liðnar. Gylfi fiskaði síðan vítaspyrnu og skoraði úr henni af miklu öryggi. Gylfi skoraði sitt 27. landsliðsmark í síðari hálfleik og er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins. Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður 7 Willum Þór var mikið í boltanum og lét til sín taka. Willum gerði ansi vel í öðru marki Íslands þar sem hann skallaði boltann í svæði fyrir Alfreð sem skoraði. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður 7 Jón Dagur var flottur á vinstri kantinum. Jón Dagur lagði upp fjórða mark Íslands þar sem hann gerði vel í að pota boltanum á Hákon sem skoraði glæsilegt mark. Alfreð Finnbogason, sóknarmaður 7 Alfreð skoraði laglegt mark á afar mikilvægum tímapunkti í fyrri hálfleik þar sem leikur Íslands datt niður eftir mark Gylfa. Hákon Arnar Haraldsson, sóknarmaður 7 Hákon Arnar var mikið í boltanum og átti heilt yfir flottan leik. Hákon skoraði síðan ansi flott mark þegar hann vippaði yfir Benjamin Büchel, markmann Liechtenstein. Varamenn: Mikael Neville Anderson 6 - Kom inn á fyrir Willum Þór Willumsson á 57. mínútu Var nokkuð sprækur þegar hann kom inn á. Orri Steinn Óskarsson 6 - Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 57. mínútu Það var mikið að gerast í kringum Orra. Hann var nokkru sinnum flaggaður rangstæður og fékk gult spjald. Ísak Bergmann Jóhannesson 7 - Kom inn á fyrir Gylfa Þór Sigurðsson á 57. mínútu Af þeim varamönnum sem spiluðu nógu mikið til að fá einkunn var Ísak Bergmann bestur. Andri Lucas Guðjohnsen - Kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Aron Einar Gunnarsson - Kom inn á fyrir Arnór Ingva Traustason á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Sport Fleiri fréttir Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Njarðvíkingar með sópinn á lofti Í beinni: Ísland - Ísrael | Leikið í skugga deilna Í beinni: PSG - Aston Villa | Gerir PSG öðru ensku liði grikk? Í beinni: Barcelona - Dortmund | Börsungar búnir að vera sjóðheitir Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Í beinni: Þór Ak. - Valur | Valsarar geta sent Þórsara í sumarfrí Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Meiddist við að máta boli Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Sniðganga var rædd innan HSÍ Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Sjá meira