Árásarmannsins enn leitað Jón Þór Stefánsson skrifar 16. október 2023 23:56 Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka hefur verið virkjað á meðan mannsins er leitað. Getty Árásarmannsins, sem skaut tvo Svía til bana í Brussel fyrr í kvöld, er enn leitað. Sá sem er grunaður um verknaðinn segist sjálfur heita Abdesalem Al Guilani, en í myndbandi sem er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum játar hann á sig verknaðinn. „Ég heiti Abdesalem Al Guilani og ég er bardagamaður Allah. Ég er frá Íslamska ríkinu. Við elskum þá sem elska okkur og hötum þá sem hata okkur. Við lifum fyrir trú okkar og deyjum fyrir hana líka. […] Hingað til hef ég myrt þrjá Svía. […] Ef ég hef gert eitthvað á hlut einhvers þá biðst ég fyrirgefningar. Og ég fyrirgef öllum.“ segir maðurinn í myndbandinu. Fjölmiðlar greina frá því að lögreglan í Belgíu standi í umfangsmiklum aðgerðum til þess að hafa hendur í hári mannsins. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka hefur verið virkjað, og fólk hvatt til að halda sig innandyra. Líkt og áður segir voru fórnarlömb mannsins sænsk, en fótboltaleikur sænska karlalandsliðsins og þess belgíska í undankeppni EM var blásinn af í kjölfar árásarinnar í kvöld. Fram hefur komið að hinir látnu hafi verið í sænskum landsliðstreyjum. Fréttirnar af árásinni hafa verið mörgum áhrfendum þungbærar.Getty Saksóknari í Belgíu segir við Reuters-fréttastofuna að ekkert bendi til þess að árásarmaðurinn tengist átökunum í Ísrael og Palestínu. Því hefur verið haldið fram að árás mannsins hafi verið hefnd fyrir sex ára dreng sem var myrtur í Illinois-ríki Bandaríkjanna. Drengurinn var múslimi, en móðir hans er einnig alvarlega særð. Líkt og áður segir myrti maðurinn tvo, og þá er einn særður eftir árás mannsins. Hinn særði er leigubílstjóri. Ástand hans er slæmt, en hann á þó ekki sagður í lífshættu. Frönsk stjórnvöld íhuga nú að herða landamæraeftirlit sitt svo um munar vegna málsins. Emmanuel Macron, Frakklandsforseti sagði í yfirlýsingu að „Evrópa skjálfi“ vegna atburða kvöldsins. Belgía Svíþjóð Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira
„Ég heiti Abdesalem Al Guilani og ég er bardagamaður Allah. Ég er frá Íslamska ríkinu. Við elskum þá sem elska okkur og hötum þá sem hata okkur. Við lifum fyrir trú okkar og deyjum fyrir hana líka. […] Hingað til hef ég myrt þrjá Svía. […] Ef ég hef gert eitthvað á hlut einhvers þá biðst ég fyrirgefningar. Og ég fyrirgef öllum.“ segir maðurinn í myndbandinu. Fjölmiðlar greina frá því að lögreglan í Belgíu standi í umfangsmiklum aðgerðum til þess að hafa hendur í hári mannsins. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka hefur verið virkjað, og fólk hvatt til að halda sig innandyra. Líkt og áður segir voru fórnarlömb mannsins sænsk, en fótboltaleikur sænska karlalandsliðsins og þess belgíska í undankeppni EM var blásinn af í kjölfar árásarinnar í kvöld. Fram hefur komið að hinir látnu hafi verið í sænskum landsliðstreyjum. Fréttirnar af árásinni hafa verið mörgum áhrfendum þungbærar.Getty Saksóknari í Belgíu segir við Reuters-fréttastofuna að ekkert bendi til þess að árásarmaðurinn tengist átökunum í Ísrael og Palestínu. Því hefur verið haldið fram að árás mannsins hafi verið hefnd fyrir sex ára dreng sem var myrtur í Illinois-ríki Bandaríkjanna. Drengurinn var múslimi, en móðir hans er einnig alvarlega særð. Líkt og áður segir myrti maðurinn tvo, og þá er einn særður eftir árás mannsins. Hinn særði er leigubílstjóri. Ástand hans er slæmt, en hann á þó ekki sagður í lífshættu. Frönsk stjórnvöld íhuga nú að herða landamæraeftirlit sitt svo um munar vegna málsins. Emmanuel Macron, Frakklandsforseti sagði í yfirlýsingu að „Evrópa skjálfi“ vegna atburða kvöldsins.
Belgía Svíþjóð Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira