Fléttur og bleikar slaufur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. október 2023 07:30 Það er mikið áfall að greinast með krabbamein. Heimurinn fer á hvolf. Ekki bara fyrir þann sem greinist heldur fyrir fjölskylduna alla. Fátt annað kemst að og veikindin setja lífið fljótt í aðeins annað samhengi. Krabbamein snertir okkur öll á lífsleiðinni með einum eða öðrum hætti. Rúmlega einn af hverjum þremur greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum og rúmlega 200 konur greinast á Íslandi með þetta mein ár hvert. Það eru því ekki fáar fjölskyldur sem þurfa að kynnast því sem fylgir því að greinast með krabbamein. Með betri greiningartækni og áhrifaríkari meðferðarúrræðum hafa lífslíkur þó aukist verulega. Ég missti mömmu mína úr krabbameini fyrir rúmum áratug og það er enn sárt að hugsa til þess að hún er ekki með okkur á lífsins stærstu stundum. Ég þekki það eins og svo margir hversu mikilvægt það er að fá dýrmætan stuðning frá vinum og fjölskyldu, hvað samhugur skiptir miklu máli en líka að kerfið okkar virki. Á slíkum stundum getur þjónusta kerfisins við þann sem veikist og fjölskyldu hans skipt öllu máli. Svo einbeitingin geti verið á verkefninu sem blasir við og að vinna úr áfallinu sem fylgir slíkum veikindum. Heilbrigðiskerfið okkar er eitt mikilvægasta kerfi samfélagsins og við erum svo heppin að eiga framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólk. En við þurfum að nýta okkur tæknina og nýjar lausnir til að geta veitt enn betri þjónustu og létt á álagi á starfsmenn. Það er því mikilvægt að hið opinbera kaupi og nýti nýjar lausnir í sinni starfsemi, lausnir sem eru til þess fallnar að auka gæði þjónustu og fara betur með fjármagn. Til að stuðla að þessum breytingum kastaði ég út Fléttunni en með henni gefst heilbrigðisstofnunum um allt land tækifæri til að innleiða og nýta áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Fléttan er nafn á verkefni sem ég setti á fót í fyrra til að innleiða íslenskar lausnir í heilbrigðiskerfið okkar. Stuðningurinn er háður því skilyrði að nýsköpunarfyrirtækin eigi í samstarfi við stofnanir eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem skuldbinda sig til að innleiða nýsköpun fyrirtækisins. Fléttan er því brú á milli einkaframtaksins og heilbrigðiskerfisins. Í síðustu viku var um 100 milljónum úthlutað úr Fléttunni til tólf verkefna en 42 umsóknir bárust að þessu sinni. Öll verkefnin eiga það sameiginlegt að auka skilvirkni og bæta þjónustu við sjúklinga, eins og tvö verkefni sem sérstaklega eru til þess fallin að styðja betur við þá sem greinast með krabbamein og ryðja hindrunum kerfisins úr vegi. Við erum öflugt samfélag sem getur orðið enn öflugra ef rétt er haldið á spilum. Við getum víða gert betur og eigum að byggja upp stuðning kerfisins eins og best verður á kosið. Öll viljum við sýna stuðning og samstöðu þegar alvarleg veikindi ber að garði hjá ættingjum eða vinum. Á föstudaginn skulum við öll gera okkar, sýna samstöðu og stuðning. Verum bleik til að styðja konur með krabbamein. Í minningu þeirra sem eru farnar. Til að styðja þær sem berjast. Til að byggja undir þær sem síðar greinast. Fyrir aðstandendur þeirra allra. Verum bleik fyrir okkur öll. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Heilbrigðismál Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Það er mikið áfall að greinast með krabbamein. Heimurinn fer á hvolf. Ekki bara fyrir þann sem greinist heldur fyrir fjölskylduna alla. Fátt annað kemst að og veikindin setja lífið fljótt í aðeins annað samhengi. Krabbamein snertir okkur öll á lífsleiðinni með einum eða öðrum hætti. Rúmlega einn af hverjum þremur greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum og rúmlega 200 konur greinast á Íslandi með þetta mein ár hvert. Það eru því ekki fáar fjölskyldur sem þurfa að kynnast því sem fylgir því að greinast með krabbamein. Með betri greiningartækni og áhrifaríkari meðferðarúrræðum hafa lífslíkur þó aukist verulega. Ég missti mömmu mína úr krabbameini fyrir rúmum áratug og það er enn sárt að hugsa til þess að hún er ekki með okkur á lífsins stærstu stundum. Ég þekki það eins og svo margir hversu mikilvægt það er að fá dýrmætan stuðning frá vinum og fjölskyldu, hvað samhugur skiptir miklu máli en líka að kerfið okkar virki. Á slíkum stundum getur þjónusta kerfisins við þann sem veikist og fjölskyldu hans skipt öllu máli. Svo einbeitingin geti verið á verkefninu sem blasir við og að vinna úr áfallinu sem fylgir slíkum veikindum. Heilbrigðiskerfið okkar er eitt mikilvægasta kerfi samfélagsins og við erum svo heppin að eiga framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólk. En við þurfum að nýta okkur tæknina og nýjar lausnir til að geta veitt enn betri þjónustu og létt á álagi á starfsmenn. Það er því mikilvægt að hið opinbera kaupi og nýti nýjar lausnir í sinni starfsemi, lausnir sem eru til þess fallnar að auka gæði þjónustu og fara betur með fjármagn. Til að stuðla að þessum breytingum kastaði ég út Fléttunni en með henni gefst heilbrigðisstofnunum um allt land tækifæri til að innleiða og nýta áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Fléttan er nafn á verkefni sem ég setti á fót í fyrra til að innleiða íslenskar lausnir í heilbrigðiskerfið okkar. Stuðningurinn er háður því skilyrði að nýsköpunarfyrirtækin eigi í samstarfi við stofnanir eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem skuldbinda sig til að innleiða nýsköpun fyrirtækisins. Fléttan er því brú á milli einkaframtaksins og heilbrigðiskerfisins. Í síðustu viku var um 100 milljónum úthlutað úr Fléttunni til tólf verkefna en 42 umsóknir bárust að þessu sinni. Öll verkefnin eiga það sameiginlegt að auka skilvirkni og bæta þjónustu við sjúklinga, eins og tvö verkefni sem sérstaklega eru til þess fallin að styðja betur við þá sem greinast með krabbamein og ryðja hindrunum kerfisins úr vegi. Við erum öflugt samfélag sem getur orðið enn öflugra ef rétt er haldið á spilum. Við getum víða gert betur og eigum að byggja upp stuðning kerfisins eins og best verður á kosið. Öll viljum við sýna stuðning og samstöðu þegar alvarleg veikindi ber að garði hjá ættingjum eða vinum. Á föstudaginn skulum við öll gera okkar, sýna samstöðu og stuðning. Verum bleik til að styðja konur með krabbamein. Í minningu þeirra sem eru farnar. Til að styðja þær sem berjast. Til að byggja undir þær sem síðar greinast. Fyrir aðstandendur þeirra allra. Verum bleik fyrir okkur öll. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar