Steinar Þór mátti smala saman vitnum í Lindarhvolsmálinu Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2023 10:09 Steinar Þór Guðgeirsson var allt í öllu í Lindarhvoli og var svo lögmaður í málinu þegar Frigus II kærði eina söluna, þegar Klakka, áður Exista, var komið í hendur einkaaðila. vísir/vilhelm Úrskurðarnefnd lögmanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Steinar Þór Guðgeirsson lögmaður hafi ekki brotið gegn siðareglum lögmanna þegar hann kallaði saman hóp vitna í Lindarhvolsmálinu. Ljóst er að þetta hefur vafist fyrir úrskurðarnefndinni því málið er reifað fram og til baka, úrskurðurinn er langur og einhver myndi segja þvælinn. Málið snýst um hvort Steinar Þór hafi gerst brotlegur við siðareglur með því að kalla saman hóp vitna, stjórn Lindarhvols, og fara yfir málin áður en til vitnaleiðslu kom. Sigurður Valtýsson forsvarsmaður Frigusar kærði þetta atriði til Lögmannafélagsins en Arnar Þór Stefánsson, lögmaður hans, vakti athygli á nástöðu Steinars Þórs við málflutning í héraði; að áður en til vitnaleiðslu kom hafi Steinar Þór fundað með öðrum vitnum, stjórn Lindarhvols. „Ég veit ekki hvort lögmaðurinn áttar sig á því hversu alvarlegt þetta er, að funda með nokkrum vitnum. Þá líklegast að rifja upp og fara yfir framburðina fyrir dómi,“ sagði Arnar Þór. Og óskaði eftir því við sama tækifæri að Steinar Þór viki sem lögmaður í málinu meðal annars vegna þess að hann sjálfur var mikilvægt vitni í málinu. Steinar Þór hélt því fram í sínum málflutningi að ástæða fundarins hafi verið aldur og heilsa Þórhalls Arasonar stjórnarformanns Lindarhvols, því hafi verið mikilvægt að rifja upp málsatvik með honum. Úrskurðarnefndin túlkar þennan þátt málsins svo að ekki hafi verið um að ræða samræmdan vitnisburð eða að vitni væru að samræma mál sitt. Í niðurstöðu segir óumdeilt að Steinar Þór hafi hitt hóp vitna á fundi þar sem málsatvik í aðdraganda aðalmeðferðar í fyrrnefndu dómsmáli voru rifjuð upp. „Þrátt fyrir það er ósannað að varnaraðili hafi haft áhrif á framburði vitnanna eða samstillt vitnisburðum þeirra líkt og sóknaraðili byggir á. Að virtum gögnum málsins þykir nefndinni ekkert fram komið í þessu máli sem styður þann málatilbúnað sóknaraðila. Þegar af þeirri ástæðu telst ósannað að varnaraðili hafi gert á hlut sóknaraðila með háttsemi sem stríði gegn lögum eða siðareglum lögmanna, sbr. 1. mgr. 27. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn.“ Starfsemi Lindarhvols Dómsmál Lögmennska Tengdar fréttir Frigus áfrýjar sýknu Lindarhvols og ríkisins Félagið Frigus II ehf hefur áfrýjað dómi héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Lindarhvol og íslenska ríkið voru sýknuð. Dómurinn féll þann 17. mars. 13. apríl 2023 15:41 Krefst rúmra 650 milljón króna af Lindarhvoli og ríkinu Í morgun var aðalmeðferð í máli Frigusar II ehf á hendur Lindarhvoli ehf og íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaður Fringusar, Arnar Þór Stefánsson, krefst þess að stefndu verði gert að greiða Frigusi óskipt 651.192.377 krónur með vöxtum og verðtryggingu frá 30. apríl 2019. 26. janúar 2023 14:15 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Ljóst er að þetta hefur vafist fyrir úrskurðarnefndinni því málið er reifað fram og til baka, úrskurðurinn er langur og einhver myndi segja þvælinn. Málið snýst um hvort Steinar Þór hafi gerst brotlegur við siðareglur með því að kalla saman hóp vitna, stjórn Lindarhvols, og fara yfir málin áður en til vitnaleiðslu kom. Sigurður Valtýsson forsvarsmaður Frigusar kærði þetta atriði til Lögmannafélagsins en Arnar Þór Stefánsson, lögmaður hans, vakti athygli á nástöðu Steinars Þórs við málflutning í héraði; að áður en til vitnaleiðslu kom hafi Steinar Þór fundað með öðrum vitnum, stjórn Lindarhvols. „Ég veit ekki hvort lögmaðurinn áttar sig á því hversu alvarlegt þetta er, að funda með nokkrum vitnum. Þá líklegast að rifja upp og fara yfir framburðina fyrir dómi,“ sagði Arnar Þór. Og óskaði eftir því við sama tækifæri að Steinar Þór viki sem lögmaður í málinu meðal annars vegna þess að hann sjálfur var mikilvægt vitni í málinu. Steinar Þór hélt því fram í sínum málflutningi að ástæða fundarins hafi verið aldur og heilsa Þórhalls Arasonar stjórnarformanns Lindarhvols, því hafi verið mikilvægt að rifja upp málsatvik með honum. Úrskurðarnefndin túlkar þennan þátt málsins svo að ekki hafi verið um að ræða samræmdan vitnisburð eða að vitni væru að samræma mál sitt. Í niðurstöðu segir óumdeilt að Steinar Þór hafi hitt hóp vitna á fundi þar sem málsatvik í aðdraganda aðalmeðferðar í fyrrnefndu dómsmáli voru rifjuð upp. „Þrátt fyrir það er ósannað að varnaraðili hafi haft áhrif á framburði vitnanna eða samstillt vitnisburðum þeirra líkt og sóknaraðili byggir á. Að virtum gögnum málsins þykir nefndinni ekkert fram komið í þessu máli sem styður þann málatilbúnað sóknaraðila. Þegar af þeirri ástæðu telst ósannað að varnaraðili hafi gert á hlut sóknaraðila með háttsemi sem stríði gegn lögum eða siðareglum lögmanna, sbr. 1. mgr. 27. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn.“
Starfsemi Lindarhvols Dómsmál Lögmennska Tengdar fréttir Frigus áfrýjar sýknu Lindarhvols og ríkisins Félagið Frigus II ehf hefur áfrýjað dómi héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Lindarhvol og íslenska ríkið voru sýknuð. Dómurinn féll þann 17. mars. 13. apríl 2023 15:41 Krefst rúmra 650 milljón króna af Lindarhvoli og ríkinu Í morgun var aðalmeðferð í máli Frigusar II ehf á hendur Lindarhvoli ehf og íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaður Fringusar, Arnar Þór Stefánsson, krefst þess að stefndu verði gert að greiða Frigusi óskipt 651.192.377 krónur með vöxtum og verðtryggingu frá 30. apríl 2019. 26. janúar 2023 14:15 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Frigus áfrýjar sýknu Lindarhvols og ríkisins Félagið Frigus II ehf hefur áfrýjað dómi héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Lindarhvol og íslenska ríkið voru sýknuð. Dómurinn féll þann 17. mars. 13. apríl 2023 15:41
Krefst rúmra 650 milljón króna af Lindarhvoli og ríkinu Í morgun var aðalmeðferð í máli Frigusar II ehf á hendur Lindarhvoli ehf og íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaður Fringusar, Arnar Þór Stefánsson, krefst þess að stefndu verði gert að greiða Frigusi óskipt 651.192.377 krónur með vöxtum og verðtryggingu frá 30. apríl 2019. 26. janúar 2023 14:15